Menning

Til heiðurs Tómasi

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Tónlistarfólkið Una Dóra, Sigurður Helgi og Margrét.
Tónlistarfólkið Una Dóra, Sigurður Helgi og Margrét. Fréttablaðið/Daníel Rúnarsson
Söngkonurnar Margrét Hannesdóttir og Una Dóra Þorbjörnsdóttir auk píanóleikarans Sigurðar Helga Oddssonar flytja lög við ljóð Tómasar Guðmundssonar í Hannesarholti, Grundarstíg 10. Ágrip af ævi skáldsins verða fléttuð inn í dagskrána og ljóð þess skoðuð á milli þess sem þau verða sungin við lög eftir þekkt íslensk tónskáld.

Tónleikarnir eru liður í Lestrarhátíð Bókmenntaborgarinnar Reykjavíkur. Þeir hefjast klukkan 20. Miðar eru seldir við innganginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×