Viðskipti innlent

Thorsil fær aftur greiðslufrest

Sæunn Gísladóttir skrifar
Hafnarstjóri Reykjaneshafnar segist gera ráð fyrir að náist að greiða gjöldin þann 15. mars.
Hafnarstjóri Reykjaneshafnar segist gera ráð fyrir að náist að greiða gjöldin þann 15. mars. Vísir/GVA
Thorsil ehf. hefur fengið greiðslufrest á gatnagerðagjöldum sem hefjast áttu í dag fram til 15. mars 2016. Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur fram að samkomulagið gerir meðal annars ráð fyrir að fyrsti gjalddagi gatnagerðargjalda á grundvelli Lóðar- og hafnarsamningsins færist aftur til 15. mars 2016, gegn því að búið verði að aflétta fyrirvörum fyrir þann tíma.



Sjá einnig: 
Reykjanesbær losni við skuldir hafnarinnar

„Þetta var samkomulag um að gefa þessu ákveðið svigrúm. Við gerðum þetta samkomulag og erum sáttir við það," segir Halldór K. Hermannsson, hafnarstjóri. Hann segist gera ráð fyrir að náist að greiða gjöldin þann 15. mars. „Ég hef enga trú á öðru, ég geri fastlega ráð fyrir því," segir Halldór.

Thorsil átti að hefja greiðslur gatnagerðagjalda þann 30. September en áður en til þess kom samþykkti stjórn Reykjanehafnar að fresta greiðslunum til 15. desember sem svo aftur hefur verið frestað.

Reykjaneshöfn sjálf á í umtalsverðum skuldavandræðum fékk greiðslufrest kröfuhafa sinna fram til 15. janúar. Höfnin skuldar rúma sjö milljarða króna og eigið fé þess er neikvætt um 4,5 milljarða króna.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×