Leiklestrar taka við af kana og borðspilum í jólaboðum Magnús Guðmundsson skrifar 15. desember 2015 10:30 Tyrfingur Tyrfingsson leikskáld segir að það sé erfitt fyrir leikhústrúð að tengja við bókaútgáfu. Visir/Valli Það hefur ekki farið mikið fyrir leikritaútgáfu á Íslandi á undanförnum árum og reyndar áratugum. Borgarleikhúsið hefur nú ráðist í að gefa út íslensk leikrit sem rata á fjalir hússins og lítur á það sem mikilvægan þátt í þeirri stefnu að efla íslenska leikritun. Vonir standa til að gefa út fjögur til fimm verk á ári, verk sem gefa hugmynd um hæfileika íslenskra skálda og þýðenda. Þorvaldur Kristinsson bókmenntafræðingur hefur veg og vanda af útgáfunni fyrir hönd leikhússins í samvinnu við Kristínu Gunnarsdóttur sem annast útlit og umbrot. Fyrstu verkin komu út nú fyrir skömmu og eru þau bæði eftir ung íslensk leikskáld. Hystory eftir Kristínu Eiríksdóttur sem var frumflutt fyrr á árinu af leikhópnum Sokkabandið og Bláskjár eftir Tyrfing Tyrfingsson sem var frumflutt af leikhópnum Óskabörn ógæfunnar leikárið 2013-2014. Tyrfingur segir að þetta sé dálítið sérstakt vegna þess að sem leikritaskáld eigi hann ekki í neinu eiginlegu sambandi við lesendur eins og rithöfundar eiga. „Þannig að eins og ég er ánægður með þetta þá er mér að sama skapi nákvæmlega sama. Ég er svo mikill leikhústrúður að ég einhvern veginn tengi ekki alveg. Mér finnst þetta samt gaman og sé hvað þetta er fallegt og fínt umbrot og vel gert, veit svona í höfðinu að það er mjög skynsamlegt að gera þetta og öllum til framdráttar. Þannig að þetta bara gerir mig enn montnari. Það er það eina sem þetta gerir. Þetta er stórhættulegt.“ Tyrfingur bendir líka á að í raun sé þarna á ferðinni verk sem hann fyrir sitt leyti hafi verið búinn að afgreiða. „Það er samt soldið gaman að sjá þetta svona á pappír en þetta eiginlega tilheyrir mér ekki lengur. Að sama skapi verður Auglýsing ársins, sem ég er að vinna að núna, eflaust gefið út á bók núna en ég er að deyja yfir því að það verði einhvern tíma frumsýnt svo að bókin er eitthvað svo fjarlæg. Það er einhvern veginn þannig að annað nær mér og gerir mér lífið leitt en hitt bara eykur á montið.“ Það er athyglisvert að í samanburði við alla þá sem eru að fást við að skrifa á Íslandi eru í raun aðeins örfáir einstaklingar að takast á við að skrifa fyrir leikhús. Tyrfingur telur að skýringuna sé helst að finna í því hversu andstyggilegt leikhúsformið er í eðli sínu. „Það er líka svo niðurlægjandi. Loksins þegar maður er búinn að koma einhverju frá sér og orðinn þokkalega ánægður þá eiga einhverjir leikstjórar og leikarar eftir að krukka í þetta og núna bætast útgefendur við. Að skrifa bók er miklu meira beint til lesandans. En þetta form er svo auðmýkjandi og brútal. Þú getur verið búinn að skrifa einhverja setningu, blaðsíðu eða jafnvel heila persónu en þarft svo bara að henda henni af því að hún hentar ekki forminu. Formið er alltaf í fyrsta sæti í leikritun, svo koma persónur og síðast stíll eða smekkur. Vond sena, sama hvað hún er vel stíluð, er vond sena. Alltaf. En ég er ekki manngerðin í að sitja yfir bók og skila henni svo af mér heldur þarf þessa geðveiki sem felst í því að skrifa fyrir leikhús. Ég er háður þessum átökum að þurfa að horfa framan í leikara sem sendir mann heim að laga eitthvað og allt þetta. Sem leikritaskáld er maður aldrei montinn nema í nokkrar mínútur og svo kemur einhver og brýtur mann niður og niðurlægingin hefst að nýju. En vonandi mun þessi útgáfa gefa einhverjum sjálfstraust. Auk þess eru frekar fáar persónur í báðum þessum verkum þannig að það er tilvalið fyrir fjölskylduna að leiklesa þetta bara í sumarbústaðnum. Mér finnst forvitnilegast að sjá hvernig lesendur taka við þessu. Að lesa upphátt í einhverjum hópi, svona ef það er ekki brjálæðislega langt, er miklu skemmtilegra en að spila aftur kana eða eitthvert borðspil. Þannig það er tilvalið að leiklestrar verði hin nýja skemmtun í jóla- og áramótaboðum landsmanna. Þá fá líka allir hlutverk og jafnvel erfiðustu alkóhólistarnir hafa eitthvað að gera og fá bókstaklega hlutverk í partíinu.“ Menning Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Það hefur ekki farið mikið fyrir leikritaútgáfu á Íslandi á undanförnum árum og reyndar áratugum. Borgarleikhúsið hefur nú ráðist í að gefa út íslensk leikrit sem rata á fjalir hússins og lítur á það sem mikilvægan þátt í þeirri stefnu að efla íslenska leikritun. Vonir standa til að gefa út fjögur til fimm verk á ári, verk sem gefa hugmynd um hæfileika íslenskra skálda og þýðenda. Þorvaldur Kristinsson bókmenntafræðingur hefur veg og vanda af útgáfunni fyrir hönd leikhússins í samvinnu við Kristínu Gunnarsdóttur sem annast útlit og umbrot. Fyrstu verkin komu út nú fyrir skömmu og eru þau bæði eftir ung íslensk leikskáld. Hystory eftir Kristínu Eiríksdóttur sem var frumflutt fyrr á árinu af leikhópnum Sokkabandið og Bláskjár eftir Tyrfing Tyrfingsson sem var frumflutt af leikhópnum Óskabörn ógæfunnar leikárið 2013-2014. Tyrfingur segir að þetta sé dálítið sérstakt vegna þess að sem leikritaskáld eigi hann ekki í neinu eiginlegu sambandi við lesendur eins og rithöfundar eiga. „Þannig að eins og ég er ánægður með þetta þá er mér að sama skapi nákvæmlega sama. Ég er svo mikill leikhústrúður að ég einhvern veginn tengi ekki alveg. Mér finnst þetta samt gaman og sé hvað þetta er fallegt og fínt umbrot og vel gert, veit svona í höfðinu að það er mjög skynsamlegt að gera þetta og öllum til framdráttar. Þannig að þetta bara gerir mig enn montnari. Það er það eina sem þetta gerir. Þetta er stórhættulegt.“ Tyrfingur bendir líka á að í raun sé þarna á ferðinni verk sem hann fyrir sitt leyti hafi verið búinn að afgreiða. „Það er samt soldið gaman að sjá þetta svona á pappír en þetta eiginlega tilheyrir mér ekki lengur. Að sama skapi verður Auglýsing ársins, sem ég er að vinna að núna, eflaust gefið út á bók núna en ég er að deyja yfir því að það verði einhvern tíma frumsýnt svo að bókin er eitthvað svo fjarlæg. Það er einhvern veginn þannig að annað nær mér og gerir mér lífið leitt en hitt bara eykur á montið.“ Það er athyglisvert að í samanburði við alla þá sem eru að fást við að skrifa á Íslandi eru í raun aðeins örfáir einstaklingar að takast á við að skrifa fyrir leikhús. Tyrfingur telur að skýringuna sé helst að finna í því hversu andstyggilegt leikhúsformið er í eðli sínu. „Það er líka svo niðurlægjandi. Loksins þegar maður er búinn að koma einhverju frá sér og orðinn þokkalega ánægður þá eiga einhverjir leikstjórar og leikarar eftir að krukka í þetta og núna bætast útgefendur við. Að skrifa bók er miklu meira beint til lesandans. En þetta form er svo auðmýkjandi og brútal. Þú getur verið búinn að skrifa einhverja setningu, blaðsíðu eða jafnvel heila persónu en þarft svo bara að henda henni af því að hún hentar ekki forminu. Formið er alltaf í fyrsta sæti í leikritun, svo koma persónur og síðast stíll eða smekkur. Vond sena, sama hvað hún er vel stíluð, er vond sena. Alltaf. En ég er ekki manngerðin í að sitja yfir bók og skila henni svo af mér heldur þarf þessa geðveiki sem felst í því að skrifa fyrir leikhús. Ég er háður þessum átökum að þurfa að horfa framan í leikara sem sendir mann heim að laga eitthvað og allt þetta. Sem leikritaskáld er maður aldrei montinn nema í nokkrar mínútur og svo kemur einhver og brýtur mann niður og niðurlægingin hefst að nýju. En vonandi mun þessi útgáfa gefa einhverjum sjálfstraust. Auk þess eru frekar fáar persónur í báðum þessum verkum þannig að það er tilvalið fyrir fjölskylduna að leiklesa þetta bara í sumarbústaðnum. Mér finnst forvitnilegast að sjá hvernig lesendur taka við þessu. Að lesa upphátt í einhverjum hópi, svona ef það er ekki brjálæðislega langt, er miklu skemmtilegra en að spila aftur kana eða eitthvert borðspil. Þannig það er tilvalið að leiklestrar verði hin nýja skemmtun í jóla- og áramótaboðum landsmanna. Þá fá líka allir hlutverk og jafnvel erfiðustu alkóhólistarnir hafa eitthvað að gera og fá bókstaklega hlutverk í partíinu.“
Menning Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira