Erlent

Sviptur dönskum ríkisborgararétti

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Said Mansour hefur tvisvar hlotið dóm fyrir að hvetja til hryðjuverka.
Said Mansour hefur tvisvar hlotið dóm fyrir að hvetja til hryðjuverka. Fréttablaðið/EPA
Hæstiréttur Danmerkur hefur svipt Said Mansour ríkisborgararétti. Þetta er í fyrsta sinn sem dómur af þessu tagi er felldur í Danmörku.

Mansour hefur tvisvar verið dæmdur til refsingar fyrir að hvetja til hryðjuverka.

Hann er 56 ára gamall, fimm barna faðir og eru öll börnin danskir ríkisborgarar. Mansour er hins vegar einnig með ríkisborgararétt í Marokkó.

Ekki er þó víst að honum verði vísað úr landi eða hann framseldur til Marokkó, sem hefur óskað eftir framsali hans. Danska ríkinu er nefnilega óheimilt að senda fólk til landa þar sem hætta er á að það eigi yfir höfði sér pyntingar eða dauðadóm. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×