Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, var ekki hrifinn af uppátæki nokkurra stuðningsmanna Manchester United í fyrrakvöld.
Þá ákváðu þeir að ráðast að húsi Ed Woodward, stjórnarformanni félagsins. Þeir skutu flugeldum í átt að húsi hans og hótuðu honum lífláti.
Norðmaðurinn var spurður út í atvikið fyrir deildarbikar leikinn gegn Manchester City í gærkvöldi.
„Öllum hjá félaginu og okkar alvöru stuðningsmenn finnst það ógeðslegt sem gerðist,“ sagði Norðmaðurinn.
„Okkar stuðningsmenn eru ástríðufullir og maður getur látið skoðun sína í ljós á margan hátt en við verðum að standa saman.“
„Við erum Manchester United og ég er viss um að þeir muni styðja okkur í kvöld.“
"Everyone at the club and our proper supporters are disgusted with what happened."
— Sky Sports Football (@SkyFootball) January 29, 2020
Follow live updates and clips as #MCFC host #MUFC in the Carabao Cup semi-final second leg live on Sky Sports Football here https://t.co/mAlNT4yXhMpic.twitter.com/pBG1B4a2QH
Í byrjun viðtalsins talaði Solskjær einnig um komu Bruno Fernandes. United og Sporting hafa náð samkomulagi en Portúgalinn gengst undir læknisskoðun í dag.
United mætir Wolves á heimavelli á laugardaginn klukkan 17.30.