Barcelona er komið í átta liða úrslit spænsku bikarkeppninnar eftir öruggan 5-0 sigur á Leganes á heimavelli í kvöld.
Leganes er í 19. sæti spænsku deildarinnar og þeir áttu ekki mikla möguleika á Nou Camp í kvöld.
Antoine Griezmann skoraði fyrsta markið strax á fjórðu mínútu og Clement Lenglet tvöfaldaði forystuna á 28. mínútu.
Lionel Messi bætti við þriðja markinu eftir klukkutíma leik en Arthur skoraði fjórða markið tólf mínútum fyrir leikslok.
Veisluni var ekki lokið því Messi bætti við öðru marki sínu og fimmta marki Barcelona á 89. mínútu. Lokatölur 5-0.
- This is Messi's 500th win with FC Barcelona in all competitions. #BarçaLeganés#FCbarcelona
— Gracenote Live (@GracenoteLive) January 30, 2020
Það eru því Barcelona, Athletic, Valencia, Villareal, Granada, Real Madrid og annað hvort Mirandes eða Sevilla sem eru komin í átta liða úrslitin.