Þjónusta verði ekki skert þrátt fyrir framúrkeyrslu Vegagerðarinnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. janúar 2020 15:15 Mikillar vetrarþjónustu hefur verið þörf í vetur. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, hefur beðið Vegagerðina um að skoða hvernig best verði brugðist við hallarekstri á vetrarþjónustu stofnunarinnar. Þrátt fyrir framúrkeyrslu á fjárheimildum sé ótækt að skera niður, í ljósi erfiðs vetrar sem gengið hefur yfir landið. Arna Lára Jónsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, lagði fram fyrirspurn um málið í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Fyrirspurnin sneri að fréttum um að Vegagerðin yrði að skera vetrarþjónustu sína niður um 10 prósent, en halda uppi sömu þjónustu og hefur verið boðið upp á hingað til. Í upphafi árs var halli á rekstri vetrarþjónustu Vegagerðarinnar um einn milljarður króna. Kostnaður við þjónustuna hefur á síðustu fimm árum verið 3-4 milljarðar ár hvert. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Þá var áætlaður kostnaður fyrir síðasta ár þrír milljarðar, auk þess sem 180 milljónum var veitt í viðbótarkostnað vegna ofsaveðursins sem gekk yfir landið í desember síðastliðnum. „Það er ekkert óeðlilegt að á öllum hliðum hjá hinu opinbera sé einhvers konar aðhald þannig að menn fari vel með fé. En hins vegar er ég sammála hv. Þingmanni [Örnu Láru] að við núverandi aðstæður, eins og veturinn hefur verið í vetur, getum við ekki farið að skerða þjónustu á þessum tíma. Ég hef beðið Vegagerðina að fara vel yfir þessa hluti en auðvitað þarf Vegagerðin eins og allar aðrar stofnanir ríkisins að standast fjárlög“ sagði Sigurður Ingi á Alþingi í dag. Ráðuneyti hans muni nú taka til skoðunar hvort hægt verði að brúa bilið með því að sækja fjármuni af viðhaldi eða nýframkvæmdum eða óska eftir hærri upphæðum til málaflokksins við Alþingi, í þágu samgangna í landinu. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.Vísir/Vihelm Alþingi Óveður 10. og 11. desember 2019 Samgöngur Veður Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, hefur beðið Vegagerðina um að skoða hvernig best verði brugðist við hallarekstri á vetrarþjónustu stofnunarinnar. Þrátt fyrir framúrkeyrslu á fjárheimildum sé ótækt að skera niður, í ljósi erfiðs vetrar sem gengið hefur yfir landið. Arna Lára Jónsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, lagði fram fyrirspurn um málið í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Fyrirspurnin sneri að fréttum um að Vegagerðin yrði að skera vetrarþjónustu sína niður um 10 prósent, en halda uppi sömu þjónustu og hefur verið boðið upp á hingað til. Í upphafi árs var halli á rekstri vetrarþjónustu Vegagerðarinnar um einn milljarður króna. Kostnaður við þjónustuna hefur á síðustu fimm árum verið 3-4 milljarðar ár hvert. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Þá var áætlaður kostnaður fyrir síðasta ár þrír milljarðar, auk þess sem 180 milljónum var veitt í viðbótarkostnað vegna ofsaveðursins sem gekk yfir landið í desember síðastliðnum. „Það er ekkert óeðlilegt að á öllum hliðum hjá hinu opinbera sé einhvers konar aðhald þannig að menn fari vel með fé. En hins vegar er ég sammála hv. Þingmanni [Örnu Láru] að við núverandi aðstæður, eins og veturinn hefur verið í vetur, getum við ekki farið að skerða þjónustu á þessum tíma. Ég hef beðið Vegagerðina að fara vel yfir þessa hluti en auðvitað þarf Vegagerðin eins og allar aðrar stofnanir ríkisins að standast fjárlög“ sagði Sigurður Ingi á Alþingi í dag. Ráðuneyti hans muni nú taka til skoðunar hvort hægt verði að brúa bilið með því að sækja fjármuni af viðhaldi eða nýframkvæmdum eða óska eftir hærri upphæðum til málaflokksins við Alþingi, í þágu samgangna í landinu. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.Vísir/Vihelm
Alþingi Óveður 10. og 11. desember 2019 Samgöngur Veður Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira