Setti nýtt heimsmet í landsliðsmörkum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2020 11:00 Christine Sinclair fagnar sigri með kandadíska landsliðinu. Getty/Naomi Baker Christine Sinclair bætti í nótt heimsmetið yfir flest mörk fyrir fótboltalandslið í karla og kvennaflokki þegar hún skoraði tvisvar í stórsigri Kanada á St Kitts og Nevis í forkeppni Ólympíuleikanna. Sinclair var fyrir leikinn einu marki á eftir Abby Wambach og það tók hana aðeins 23 mínútur að skora tvö mörk og bæta heimsmetið. Kanada vann leikinn á endanum 11-0. Sinclair er þar með komin með 185 mörk fyrir kanadíska landsliðið. Abby Wambach náði að skora sína 184 mörk í 256 leikjum en þetta var 290. landsleikur Christine Sinclair. Þetta er ekki aðeins með hjá konunum því markahæsti karlinn er Íraninn Ali Daei með 109 mörk. Christine Sinclair has now scored the most goals in international football history. 1st goal: 14/03/2000 185th goal: 29/01/2020 Incredible. pic.twitter.com/Q90Ypkkjik— Squawka Football (@Squawka) January 29, 2020 Christine Sinclair spilaði sinn fyrsta landsleik sextán ára gömul árið 2000 og skoraði þá þrjú mörk í fyrstu ferð sinni á Algarve bikarinn. Fyrsta markið skoraði hún á móti Noregi 14. mars 2000. Hún á líka metið yfir flest mörk á einum Ólympíuleikum síðan að hún skoraði sex mörk á ÓL í London 2012 en þar á meðal var þrenna í 3-4 tapi á móti Bandaríkjunum í undanúrslitunum. Christine Sinclair hefur skorað 120 af mörkum sínum í vináttulandsleikjum (40) eða æfingamótum (80) en hún er með 65 mörk í keppnisleikjum þar af 10 á heimsmeistaramóti og alls 31 á Ólympíuleikum eða í forkeppni ÓL. Christine Sinclair spilar væntanlega 300. landsleikinn sinn á árinu því hún ætlar að vera með á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Canada's Christine Sinclair passes the USWNT's Abby Wambach to become the top international goalscorer of all time, men's or women’s pic.twitter.com/zcwLP2ehWY— B/R Football (@brfootball) January 29, 2020 Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Christine Sinclair bætti í nótt heimsmetið yfir flest mörk fyrir fótboltalandslið í karla og kvennaflokki þegar hún skoraði tvisvar í stórsigri Kanada á St Kitts og Nevis í forkeppni Ólympíuleikanna. Sinclair var fyrir leikinn einu marki á eftir Abby Wambach og það tók hana aðeins 23 mínútur að skora tvö mörk og bæta heimsmetið. Kanada vann leikinn á endanum 11-0. Sinclair er þar með komin með 185 mörk fyrir kanadíska landsliðið. Abby Wambach náði að skora sína 184 mörk í 256 leikjum en þetta var 290. landsleikur Christine Sinclair. Þetta er ekki aðeins með hjá konunum því markahæsti karlinn er Íraninn Ali Daei með 109 mörk. Christine Sinclair has now scored the most goals in international football history. 1st goal: 14/03/2000 185th goal: 29/01/2020 Incredible. pic.twitter.com/Q90Ypkkjik— Squawka Football (@Squawka) January 29, 2020 Christine Sinclair spilaði sinn fyrsta landsleik sextán ára gömul árið 2000 og skoraði þá þrjú mörk í fyrstu ferð sinni á Algarve bikarinn. Fyrsta markið skoraði hún á móti Noregi 14. mars 2000. Hún á líka metið yfir flest mörk á einum Ólympíuleikum síðan að hún skoraði sex mörk á ÓL í London 2012 en þar á meðal var þrenna í 3-4 tapi á móti Bandaríkjunum í undanúrslitunum. Christine Sinclair hefur skorað 120 af mörkum sínum í vináttulandsleikjum (40) eða æfingamótum (80) en hún er með 65 mörk í keppnisleikjum þar af 10 á heimsmeistaramóti og alls 31 á Ólympíuleikum eða í forkeppni ÓL. Christine Sinclair spilar væntanlega 300. landsleikinn sinn á árinu því hún ætlar að vera með á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Canada's Christine Sinclair passes the USWNT's Abby Wambach to become the top international goalscorer of all time, men's or women’s pic.twitter.com/zcwLP2ehWY— B/R Football (@brfootball) January 29, 2020
Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira