Fótbolti

Calderon segir að leiðtogarnir í klefanum hjá Real Madrid hafi neitað að fá Mourinho til baka

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ramos, Marcelo og Ceballos eru leikmenn Real.
Ramos, Marcelo og Ceballos eru leikmenn Real. vísir/getty
Roman Calderon, fyrrum forseti Real Madrid, segir að leiðtogarnir í klefa Real Madrid hafi neitað því að fá Jose Mourinho til baka sem stjóra liðsins.

Zinedine Zidane snéri til baka á Bernabeu í gær eftir að félagið rak Santiagi Solari úr stjórastólnum. Þeir náðu aftur í Frakkann sem vann þrjá Meistaradeildartitla með Real.

Calderon hefur verið duglegur að tjá sig um Real Madrid frá því hann hætti sem forseti félagsins árið 2009 en hann hafði þá verið forseti félagsins í þrjú ár.

Hann segir að Real hafi íhugað að fá Jose Mourinho aftur í stjórastólinn en hann stýrði liðinu frá 2010 til 2013. Nafn hans var kallað á pöllunum á Bernabeu á dögunum en Calderon segir að aðal leikmennirnir hafi neitað því að fá Mourinho til baka.

„Leiðtogarnir í búningskelfanum neituðu því að fá Mourinho til baka. Hann yfirgaf Real með fullt af vandamálum og ég held að það yrðu fleiri ef hann myndi koma aftur.“

„Ég held að Jose Mourinho yrði skref aftur á bak. Það voru fullt af vandamálum og deilur þegar hann var þarna. Hann er góður stjóri en margir leiðtogarnir í búningsklefanum líkuðu ekki vel við hann. Ég held að það hafi verið mikilvægt í ákvörðuninni.“

Zidane er kominn aftur í stjórastólinn hjá Real og Calderon segir að það sé gleðiefni.

„Leikmennirnir elskuðu hann og hann breytti hugmyndunum frá Benitez og Mourinho sem stjórnuðu öllu með harðri hendi. Svo er hann auðvitað stjarna meðal stuðningsmannana.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×