Hætt að gefa þögult samþykki eftir heimsókn Piu Kjærsgaard Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 22. ágúst 2018 05:07 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. Fréttablaðið/Ernireyjolfsson Píratar hafa óskað eftir lögfræðiáliti frá skrifstofu Alþingis á því hvort það samrýmist stjórnarskrá að heimila öðrum en þingmönnum, ráðherrum og forseta Íslands að ávarpa Alþingi. „Ég kallaði eftir áliti á þessu á sumarfundi forsætisnefndar í síðustu viku,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og fulltrúi þingflokksins í forsætisnefnd. Tilefni beiðni um álitið er ávarp Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, á hátíðarfundi Alþingis í sumar. Athygli Jóns Þórs hafði áður verið vakin á þessari túlkun stjórnarskrárinnar vegna frumvarps sem Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hugðist leggja fram um ávörp almennra borgara á þingfundum. „Okkar þingflokkur er alveg harður á því að þessu þarf að svara. Það gengur ekki að það ríki óvissa um hvort þingforseti sé að brjóta stjórnarskrá,“ segir Jón Þór og vísar til þeirrar ákvörðunar Steingríms J. Sigfússonar að bjóða Piu Kjærsgaard að ávarpa hátíðarfundinn. Aðspurður segir Jón Þór ekki hafa verið ákveðið hvort frekari eftirmál verði af heimsókn Piu þegar þing kemur saman. „Ég er ekki búinn að hugsa þann vinkil sjálfur en hitt er alveg ákveðið að það verður vinnuregla í okkar þingflokki að það verður ekkert ætlað samþykki framar í málum af hálfu okkar þingmanna.“ Jón Þór segir forseta þingsins hafa þann stíl að miða mikið við ætlað samþykki án þess endilega að fólk átti sig á því að það sé að veita þögult samþykki. „Á sumarfundi forsætisnefndar í síðustu viku spurði ég til dæmis ítrekað hvað væri að gerast og hvort um ákvörðunartöku væri að ræða bara til að vita hvort ég þyrfti mögulega að láta bóka andmæli. Ég get ekki tekið sénsa með þetta eins og gerðist á sumarfundinum í fyrra þar sem viðraðar voru einhverjar hugmyndir um að forseti danska þingsins kæmi kannski hingað til hátíðarfundar og forseti ynni áfram að undirbúningi, að þá sé ég bara búinn að samþykkja að ég fái ekkert meira að vita af málinu fyrr en degi fyrir fundinn,“ segir Jón Þór Ólafsson. Af þessu tilefni hafi hin nýja vinnuregla verið tekin upp hjá þingflokknum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Hátíðarþingfundurinn tilefni til að líta í eigin barm Forsætisráðherra segir að það sé mikilvægt að draga lærdóm af hátíðarþingfundinum áður en þjóðin fagnar fullveldisafmælinu 1. desember næstkomandi. 27. júlí 2018 11:11 „Það er ekki okkar að hafa skoðun á því hver er fulltrúi danska þingsins“ Sigmundur Davíð formaður Miðflokksins segir viðbrögð við komu Piu Kjærsgaard hingað til lands ekki hafa verið Alþingi til framdráttar. 29. júlí 2018 16:44 Pia segir skrif Guðmundar Andra lykta af minnimáttarkennd Spyr hvers vegna Guðmundur Andri sé svo upptekinn af því að skipta sér af því hvað danskir stjórnmálamenn hugsa þegar kemur að þróun í Danmörku? 31. júlí 2018 13:34 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira
Píratar hafa óskað eftir lögfræðiáliti frá skrifstofu Alþingis á því hvort það samrýmist stjórnarskrá að heimila öðrum en þingmönnum, ráðherrum og forseta Íslands að ávarpa Alþingi. „Ég kallaði eftir áliti á þessu á sumarfundi forsætisnefndar í síðustu viku,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og fulltrúi þingflokksins í forsætisnefnd. Tilefni beiðni um álitið er ávarp Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, á hátíðarfundi Alþingis í sumar. Athygli Jóns Þórs hafði áður verið vakin á þessari túlkun stjórnarskrárinnar vegna frumvarps sem Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hugðist leggja fram um ávörp almennra borgara á þingfundum. „Okkar þingflokkur er alveg harður á því að þessu þarf að svara. Það gengur ekki að það ríki óvissa um hvort þingforseti sé að brjóta stjórnarskrá,“ segir Jón Þór og vísar til þeirrar ákvörðunar Steingríms J. Sigfússonar að bjóða Piu Kjærsgaard að ávarpa hátíðarfundinn. Aðspurður segir Jón Þór ekki hafa verið ákveðið hvort frekari eftirmál verði af heimsókn Piu þegar þing kemur saman. „Ég er ekki búinn að hugsa þann vinkil sjálfur en hitt er alveg ákveðið að það verður vinnuregla í okkar þingflokki að það verður ekkert ætlað samþykki framar í málum af hálfu okkar þingmanna.“ Jón Þór segir forseta þingsins hafa þann stíl að miða mikið við ætlað samþykki án þess endilega að fólk átti sig á því að það sé að veita þögult samþykki. „Á sumarfundi forsætisnefndar í síðustu viku spurði ég til dæmis ítrekað hvað væri að gerast og hvort um ákvörðunartöku væri að ræða bara til að vita hvort ég þyrfti mögulega að láta bóka andmæli. Ég get ekki tekið sénsa með þetta eins og gerðist á sumarfundinum í fyrra þar sem viðraðar voru einhverjar hugmyndir um að forseti danska þingsins kæmi kannski hingað til hátíðarfundar og forseti ynni áfram að undirbúningi, að þá sé ég bara búinn að samþykkja að ég fái ekkert meira að vita af málinu fyrr en degi fyrir fundinn,“ segir Jón Þór Ólafsson. Af þessu tilefni hafi hin nýja vinnuregla verið tekin upp hjá þingflokknum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Hátíðarþingfundurinn tilefni til að líta í eigin barm Forsætisráðherra segir að það sé mikilvægt að draga lærdóm af hátíðarþingfundinum áður en þjóðin fagnar fullveldisafmælinu 1. desember næstkomandi. 27. júlí 2018 11:11 „Það er ekki okkar að hafa skoðun á því hver er fulltrúi danska þingsins“ Sigmundur Davíð formaður Miðflokksins segir viðbrögð við komu Piu Kjærsgaard hingað til lands ekki hafa verið Alþingi til framdráttar. 29. júlí 2018 16:44 Pia segir skrif Guðmundar Andra lykta af minnimáttarkennd Spyr hvers vegna Guðmundur Andri sé svo upptekinn af því að skipta sér af því hvað danskir stjórnmálamenn hugsa þegar kemur að þróun í Danmörku? 31. júlí 2018 13:34 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira
Hátíðarþingfundurinn tilefni til að líta í eigin barm Forsætisráðherra segir að það sé mikilvægt að draga lærdóm af hátíðarþingfundinum áður en þjóðin fagnar fullveldisafmælinu 1. desember næstkomandi. 27. júlí 2018 11:11
„Það er ekki okkar að hafa skoðun á því hver er fulltrúi danska þingsins“ Sigmundur Davíð formaður Miðflokksins segir viðbrögð við komu Piu Kjærsgaard hingað til lands ekki hafa verið Alþingi til framdráttar. 29. júlí 2018 16:44
Pia segir skrif Guðmundar Andra lykta af minnimáttarkennd Spyr hvers vegna Guðmundur Andri sé svo upptekinn af því að skipta sér af því hvað danskir stjórnmálamenn hugsa þegar kemur að þróun í Danmörku? 31. júlí 2018 13:34