Darraðardans dollarans 16. janúar 2005 00:01 Gengi Bandaríkjadals hefur verið svo dapurt upp á síðkastið að margir eru farnir að spá endalokum hans sem alþjóðlegrar viðmiðunarmyntar. Um leið stígur gengi krónunnar svo bratt að til vandræða horfir. Jónas H. Haralz og Stefán Pálsson, fyrrverandi bankastjórar Landsbanka og Búnaðarbanka, og Kristján Ragnarsson, forsvarsmaður útgerðarmanna um árabil, hafa skoðanir á efnahagsmálunum enda eru þeir eldri en tvævetur í þessum málum. Dánarvottorð ótímabært Bandaríkjadalur öðlaðist yfirburðastöðu sína á alþjóðagjaldeyrismarkaði eftir síðari heimsstyrjöld. "Iðnaður Bandaríkjamanna óx og dafnaði á stríðsárunum þegar hann var lagður í rúst í Evrópu og Japan. Þannig fá þeir yfirburðastöðu sem þeir nota mjög skynsamlega til þess að hjálpa öðrum löndum til framþróunar sem varir í áratugi á eftir," segir Jónas um ástæður þessa. Nú er dalurinn hins vegar í sögulegu lágmarki og eru þeir félagar sammála um að langvarandi viðskiptahalli Bandaríkjamanna sé orsökin. "Þótt þeir séu miklir og voldugir og þeirra hagkerfi vel búið þá lúta þeir sömu lögmálum og aðrir. Það er ekki hægt að eyða og spenna umfram það sem menn hafa yfir að ráða eins og þeir hafa gert í langan tíma," bætir Jónas við. Lágt gengi dalsins hefur bæði kosti og galla í för með sér fyrir Íslendinga. "Við höfum átt veruleg viðskipti við Bandaríkjamenn þótt þau hafi farið minnkandi. Þar sem verðmæti útflutnings okkar til Bandaríkjanna er meira en innflutnings þaðan eru þetta slæm tíðindi fyrir okkur," segir Stefán. Kristján tekur í svipaðan streng en bendir þó á að olíuviðskipti fari fram í dollurum og það mildi áhrifin á útflutningsatvinnuvegina. Þótt staðan sé dökk eru félagarnir allir sammála um að of snemmt sé að gefa út dánarvottorð á dollarann sem alþjóðlega viðmiðunarmynt. "Ég trúi ekki öðru en að Bandaríkjamenn sjái nauðsyn þess að efla dollarann, meðal annars með því að vinna bug á viðskiptahallanum," segir Stefán. Því síður reikna þeir með að evran leysi dalinn af hólmi í þessum efnum. "Það eru blikur á lofti í Evrópu líka og þar eru öldrunarvandamálin meiri en í Bandaríkjunum," bendir Jónas á. "Það er ekki nema að krónan taki við, hún er orðin svo sterk," segir Kristján glaðhlakkalega. Brugðið getur til beggja vona Rétt eins og Bandaríkjamenn glíma Íslendingar við mikinn viðskiptahalla enda þótt gengi krónunnar sé enn mjög hátt. Brugðið getur til beggja vona að mati Jónasar. "Já, mikil ósköp, við þurfum ekki annað en að líta á greiðslujöfnuðinn og verðbólgustigið." Stefán er rólegri yfir stöðunni, sem hann segir einkum skýrast af stóriðjuframkvæmdum og ætti því að vera tímabundin. Lagist staðan hins vegar ekki er ástæða til að hafa áhyggjur. Jónas og Kristján sátu á árum áður saman í verðlagsnefnd sjávarútvegsins og ákváðu þar fiskverð. Oft var gengi krónunnar fellt á ögurstundu en handstýrðar gengisfellingar heyra nú sögunni til. Kristján segist ekki vilja snúa aftur til slíkra úrræða. "Manni finnst hins vegar ótrúlegt að gengið geti þróast með svona óhagstæðum hætti fyrir útflutningsatvinnuvegina. Það er ekki hægt að framleiða vörur til útflutnings á þessu gengi, þetta verður að lagfærast með einhverjum hætti. Annars fara sjávarútvegsfyrirtæki á hausinn." Nokkur hluti þenslunnar skrifast á lífleg fasteignaviðskipti undanfarna mánuði, sem ekki síst eru tilkomin vegna kostakjara bankanna. Stefán hefur áður gagnrýnt svonefnd hundrað prósent lán og Kristján, sem sat í ýmsum bankaráðum, virðist ekki sannfærður um skynsemi slíkra tilboða. "Ég vil ekki leggja dóm á störf manna eftir að ég hef látið af störfum. Hins vegar vita margir að ég er íhaldssamur í þessum efnum og menn geta dregið ályktanir af því." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Gengi Bandaríkjadals hefur verið svo dapurt upp á síðkastið að margir eru farnir að spá endalokum hans sem alþjóðlegrar viðmiðunarmyntar. Um leið stígur gengi krónunnar svo bratt að til vandræða horfir. Jónas H. Haralz og Stefán Pálsson, fyrrverandi bankastjórar Landsbanka og Búnaðarbanka, og Kristján Ragnarsson, forsvarsmaður útgerðarmanna um árabil, hafa skoðanir á efnahagsmálunum enda eru þeir eldri en tvævetur í þessum málum. Dánarvottorð ótímabært Bandaríkjadalur öðlaðist yfirburðastöðu sína á alþjóðagjaldeyrismarkaði eftir síðari heimsstyrjöld. "Iðnaður Bandaríkjamanna óx og dafnaði á stríðsárunum þegar hann var lagður í rúst í Evrópu og Japan. Þannig fá þeir yfirburðastöðu sem þeir nota mjög skynsamlega til þess að hjálpa öðrum löndum til framþróunar sem varir í áratugi á eftir," segir Jónas um ástæður þessa. Nú er dalurinn hins vegar í sögulegu lágmarki og eru þeir félagar sammála um að langvarandi viðskiptahalli Bandaríkjamanna sé orsökin. "Þótt þeir séu miklir og voldugir og þeirra hagkerfi vel búið þá lúta þeir sömu lögmálum og aðrir. Það er ekki hægt að eyða og spenna umfram það sem menn hafa yfir að ráða eins og þeir hafa gert í langan tíma," bætir Jónas við. Lágt gengi dalsins hefur bæði kosti og galla í för með sér fyrir Íslendinga. "Við höfum átt veruleg viðskipti við Bandaríkjamenn þótt þau hafi farið minnkandi. Þar sem verðmæti útflutnings okkar til Bandaríkjanna er meira en innflutnings þaðan eru þetta slæm tíðindi fyrir okkur," segir Stefán. Kristján tekur í svipaðan streng en bendir þó á að olíuviðskipti fari fram í dollurum og það mildi áhrifin á útflutningsatvinnuvegina. Þótt staðan sé dökk eru félagarnir allir sammála um að of snemmt sé að gefa út dánarvottorð á dollarann sem alþjóðlega viðmiðunarmynt. "Ég trúi ekki öðru en að Bandaríkjamenn sjái nauðsyn þess að efla dollarann, meðal annars með því að vinna bug á viðskiptahallanum," segir Stefán. Því síður reikna þeir með að evran leysi dalinn af hólmi í þessum efnum. "Það eru blikur á lofti í Evrópu líka og þar eru öldrunarvandamálin meiri en í Bandaríkjunum," bendir Jónas á. "Það er ekki nema að krónan taki við, hún er orðin svo sterk," segir Kristján glaðhlakkalega. Brugðið getur til beggja vona Rétt eins og Bandaríkjamenn glíma Íslendingar við mikinn viðskiptahalla enda þótt gengi krónunnar sé enn mjög hátt. Brugðið getur til beggja vona að mati Jónasar. "Já, mikil ósköp, við þurfum ekki annað en að líta á greiðslujöfnuðinn og verðbólgustigið." Stefán er rólegri yfir stöðunni, sem hann segir einkum skýrast af stóriðjuframkvæmdum og ætti því að vera tímabundin. Lagist staðan hins vegar ekki er ástæða til að hafa áhyggjur. Jónas og Kristján sátu á árum áður saman í verðlagsnefnd sjávarútvegsins og ákváðu þar fiskverð. Oft var gengi krónunnar fellt á ögurstundu en handstýrðar gengisfellingar heyra nú sögunni til. Kristján segist ekki vilja snúa aftur til slíkra úrræða. "Manni finnst hins vegar ótrúlegt að gengið geti þróast með svona óhagstæðum hætti fyrir útflutningsatvinnuvegina. Það er ekki hægt að framleiða vörur til útflutnings á þessu gengi, þetta verður að lagfærast með einhverjum hætti. Annars fara sjávarútvegsfyrirtæki á hausinn." Nokkur hluti þenslunnar skrifast á lífleg fasteignaviðskipti undanfarna mánuði, sem ekki síst eru tilkomin vegna kostakjara bankanna. Stefán hefur áður gagnrýnt svonefnd hundrað prósent lán og Kristján, sem sat í ýmsum bankaráðum, virðist ekki sannfærður um skynsemi slíkra tilboða. "Ég vil ekki leggja dóm á störf manna eftir að ég hef látið af störfum. Hins vegar vita margir að ég er íhaldssamur í þessum efnum og menn geta dregið ályktanir af því."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira