Drekinn seldi tugi ólöglegra níkótínvökva Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. apríl 2020 11:04 Drekinn við Njálsgötu. Drekinn Aðstandendur söluturnsins Drekans á Njálsgötu seldu alls 60 tegundir áfyllinga á rafrettur sem ýmist innhéldu ólöglegt magn af nikótíni, sögðust innihalda minna nikótín en raun var eða skorti allar viðvaranir og innihalds- og notkunarupplýsingar. Drekanum hefur því verið bannað að selja áfyllingarnar og skal farga þeim öllum innan sex vikna. Þegar eftirlitsmenn Neytendastofu litu við í Drekanum í október í fyrra kom á daginn að í Drekanum mátti kaupa 60 tegundir af umræddum rafrettuáfyllingum sem ekki voru taldar í samræmi við lög um rafrettur. Var það ekki síst vegna þess að þær skorti hinar ýmsu merkingar; viðvörunar- og notkunarleiðbeiningar eða geymslu- og innihaldslýsingar auk þess sem þeim fylgdi ekki upplýsingabæklingur. Neytendastofu hafði jafnframt ekki borist tilkynning um að til stæði að selja vökvana eins og lög kveða á um. Stofnunin setti því sölubann á áfyllingarnar, kallaði eftir gögnum frá aðstandendum Drekans og gaf þeim fjórar vikur til að bregðast við. 20 millígrömm af niktótíni eða 50? Eftirlitsmennirnir heimsóttu Drekann aftur í byrjun nóvember. „Kom í ljós á umbúðum sex áfyllinga sem innsiglaðar voru í geymslu verslunarinnar Drekans voru tveir límmiðar. Á ytri límmiða var merking um að áfyllingin innihéldi 20 mg/ml en á innri límmiða var styrkleiki nikótíns tilgreindur einra en 20 mg/ml, þ.e. 25 mg/ml og 50 mg/ml,“ segir í úrskurði Neytendastofu. Umræddar áfyllingar voru á meðal þeirra sem voru í tímabundnu sölubanni og voru fjarlægðar með samþykki eigenda, sem sagðist ekki hafa vitað af þessum villandi merkingum. Eigandinn óskaði eftir því að þessum sex áfyllingum sem innihéldu ólöglegt magn nikótíns yrði eytt, sem Neytendastofa féllst á. Stofnunin fór fram á að Drekinn myndi jafnframt gera úrbætur á merkingum hinna 54 áfyllinganna sem upp á vantaði og segist Neytendastofa hafa leiðbeint aðstandendum söluturnsins hvernig best væri að standa að því. Engin svör hafi hins vegar borist. Því bannaði Neytendastofa Drekanum að selja umræddar rafretturáfyllingar og gerði honum að eyða öllum vörunum sem til voru í versluninni innan sex vikna. Í úrskurði Neytendastofu má nálgast listann yfir áfyllingarnar sem stofnunin taldi stangast á við lög. Rafrettur Neytendur Áfengi og tóbak Reykjavík Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Aðstandendur söluturnsins Drekans á Njálsgötu seldu alls 60 tegundir áfyllinga á rafrettur sem ýmist innhéldu ólöglegt magn af nikótíni, sögðust innihalda minna nikótín en raun var eða skorti allar viðvaranir og innihalds- og notkunarupplýsingar. Drekanum hefur því verið bannað að selja áfyllingarnar og skal farga þeim öllum innan sex vikna. Þegar eftirlitsmenn Neytendastofu litu við í Drekanum í október í fyrra kom á daginn að í Drekanum mátti kaupa 60 tegundir af umræddum rafrettuáfyllingum sem ekki voru taldar í samræmi við lög um rafrettur. Var það ekki síst vegna þess að þær skorti hinar ýmsu merkingar; viðvörunar- og notkunarleiðbeiningar eða geymslu- og innihaldslýsingar auk þess sem þeim fylgdi ekki upplýsingabæklingur. Neytendastofu hafði jafnframt ekki borist tilkynning um að til stæði að selja vökvana eins og lög kveða á um. Stofnunin setti því sölubann á áfyllingarnar, kallaði eftir gögnum frá aðstandendum Drekans og gaf þeim fjórar vikur til að bregðast við. 20 millígrömm af niktótíni eða 50? Eftirlitsmennirnir heimsóttu Drekann aftur í byrjun nóvember. „Kom í ljós á umbúðum sex áfyllinga sem innsiglaðar voru í geymslu verslunarinnar Drekans voru tveir límmiðar. Á ytri límmiða var merking um að áfyllingin innihéldi 20 mg/ml en á innri límmiða var styrkleiki nikótíns tilgreindur einra en 20 mg/ml, þ.e. 25 mg/ml og 50 mg/ml,“ segir í úrskurði Neytendastofu. Umræddar áfyllingar voru á meðal þeirra sem voru í tímabundnu sölubanni og voru fjarlægðar með samþykki eigenda, sem sagðist ekki hafa vitað af þessum villandi merkingum. Eigandinn óskaði eftir því að þessum sex áfyllingum sem innihéldu ólöglegt magn nikótíns yrði eytt, sem Neytendastofa féllst á. Stofnunin fór fram á að Drekinn myndi jafnframt gera úrbætur á merkingum hinna 54 áfyllinganna sem upp á vantaði og segist Neytendastofa hafa leiðbeint aðstandendum söluturnsins hvernig best væri að standa að því. Engin svör hafi hins vegar borist. Því bannaði Neytendastofa Drekanum að selja umræddar rafretturáfyllingar og gerði honum að eyða öllum vörunum sem til voru í versluninni innan sex vikna. Í úrskurði Neytendastofu má nálgast listann yfir áfyllingarnar sem stofnunin taldi stangast á við lög.
Rafrettur Neytendur Áfengi og tóbak Reykjavík Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira