Drekinn seldi tugi ólöglegra níkótínvökva Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. apríl 2020 11:04 Drekinn við Njálsgötu. Drekinn Aðstandendur söluturnsins Drekans á Njálsgötu seldu alls 60 tegundir áfyllinga á rafrettur sem ýmist innhéldu ólöglegt magn af nikótíni, sögðust innihalda minna nikótín en raun var eða skorti allar viðvaranir og innihalds- og notkunarupplýsingar. Drekanum hefur því verið bannað að selja áfyllingarnar og skal farga þeim öllum innan sex vikna. Þegar eftirlitsmenn Neytendastofu litu við í Drekanum í október í fyrra kom á daginn að í Drekanum mátti kaupa 60 tegundir af umræddum rafrettuáfyllingum sem ekki voru taldar í samræmi við lög um rafrettur. Var það ekki síst vegna þess að þær skorti hinar ýmsu merkingar; viðvörunar- og notkunarleiðbeiningar eða geymslu- og innihaldslýsingar auk þess sem þeim fylgdi ekki upplýsingabæklingur. Neytendastofu hafði jafnframt ekki borist tilkynning um að til stæði að selja vökvana eins og lög kveða á um. Stofnunin setti því sölubann á áfyllingarnar, kallaði eftir gögnum frá aðstandendum Drekans og gaf þeim fjórar vikur til að bregðast við. 20 millígrömm af niktótíni eða 50? Eftirlitsmennirnir heimsóttu Drekann aftur í byrjun nóvember. „Kom í ljós á umbúðum sex áfyllinga sem innsiglaðar voru í geymslu verslunarinnar Drekans voru tveir límmiðar. Á ytri límmiða var merking um að áfyllingin innihéldi 20 mg/ml en á innri límmiða var styrkleiki nikótíns tilgreindur einra en 20 mg/ml, þ.e. 25 mg/ml og 50 mg/ml,“ segir í úrskurði Neytendastofu. Umræddar áfyllingar voru á meðal þeirra sem voru í tímabundnu sölubanni og voru fjarlægðar með samþykki eigenda, sem sagðist ekki hafa vitað af þessum villandi merkingum. Eigandinn óskaði eftir því að þessum sex áfyllingum sem innihéldu ólöglegt magn nikótíns yrði eytt, sem Neytendastofa féllst á. Stofnunin fór fram á að Drekinn myndi jafnframt gera úrbætur á merkingum hinna 54 áfyllinganna sem upp á vantaði og segist Neytendastofa hafa leiðbeint aðstandendum söluturnsins hvernig best væri að standa að því. Engin svör hafi hins vegar borist. Því bannaði Neytendastofa Drekanum að selja umræddar rafretturáfyllingar og gerði honum að eyða öllum vörunum sem til voru í versluninni innan sex vikna. Í úrskurði Neytendastofu má nálgast listann yfir áfyllingarnar sem stofnunin taldi stangast á við lög. Rafrettur Neytendur Áfengi og tóbak Reykjavík Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Aðstandendur söluturnsins Drekans á Njálsgötu seldu alls 60 tegundir áfyllinga á rafrettur sem ýmist innhéldu ólöglegt magn af nikótíni, sögðust innihalda minna nikótín en raun var eða skorti allar viðvaranir og innihalds- og notkunarupplýsingar. Drekanum hefur því verið bannað að selja áfyllingarnar og skal farga þeim öllum innan sex vikna. Þegar eftirlitsmenn Neytendastofu litu við í Drekanum í október í fyrra kom á daginn að í Drekanum mátti kaupa 60 tegundir af umræddum rafrettuáfyllingum sem ekki voru taldar í samræmi við lög um rafrettur. Var það ekki síst vegna þess að þær skorti hinar ýmsu merkingar; viðvörunar- og notkunarleiðbeiningar eða geymslu- og innihaldslýsingar auk þess sem þeim fylgdi ekki upplýsingabæklingur. Neytendastofu hafði jafnframt ekki borist tilkynning um að til stæði að selja vökvana eins og lög kveða á um. Stofnunin setti því sölubann á áfyllingarnar, kallaði eftir gögnum frá aðstandendum Drekans og gaf þeim fjórar vikur til að bregðast við. 20 millígrömm af niktótíni eða 50? Eftirlitsmennirnir heimsóttu Drekann aftur í byrjun nóvember. „Kom í ljós á umbúðum sex áfyllinga sem innsiglaðar voru í geymslu verslunarinnar Drekans voru tveir límmiðar. Á ytri límmiða var merking um að áfyllingin innihéldi 20 mg/ml en á innri límmiða var styrkleiki nikótíns tilgreindur einra en 20 mg/ml, þ.e. 25 mg/ml og 50 mg/ml,“ segir í úrskurði Neytendastofu. Umræddar áfyllingar voru á meðal þeirra sem voru í tímabundnu sölubanni og voru fjarlægðar með samþykki eigenda, sem sagðist ekki hafa vitað af þessum villandi merkingum. Eigandinn óskaði eftir því að þessum sex áfyllingum sem innihéldu ólöglegt magn nikótíns yrði eytt, sem Neytendastofa féllst á. Stofnunin fór fram á að Drekinn myndi jafnframt gera úrbætur á merkingum hinna 54 áfyllinganna sem upp á vantaði og segist Neytendastofa hafa leiðbeint aðstandendum söluturnsins hvernig best væri að standa að því. Engin svör hafi hins vegar borist. Því bannaði Neytendastofa Drekanum að selja umræddar rafretturáfyllingar og gerði honum að eyða öllum vörunum sem til voru í versluninni innan sex vikna. Í úrskurði Neytendastofu má nálgast listann yfir áfyllingarnar sem stofnunin taldi stangast á við lög.
Rafrettur Neytendur Áfengi og tóbak Reykjavík Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira