„Gunnlaugur Blöndal og nú ég“ Jakob Bjarnar skrifar 5. febrúar 2019 16:44 Skólameistari MÍ segir bara að málverkið hafi verið tekið niður og lítið meira um það að segja. Búið er að taka veglegt olíumálverk af þeim Bryndísi Schram og Jóni Baldvin Hannibalssyni, sem áratugum saman hékk í matsal Menntaskólans á Ísafirði, niður af veggjum þar. RÚV greindi frá þessu nú fyrr í dag. „Er búið að taka málverkið niður?“ spyr Pétur Guðmundsson listmálari á Ísafirði blaðamann Vísis. Og hlær dátt. En, hann málaði verkið einhvern tíma uppúr miðri síðustu öld samkvæmt pöntun frá útskriftarárgangi sem svo færði skólanum það að gjöf. „Ha? Gunnlaugur Blöndal og nú ég. Er það komið niður í kjallara eða stendur til að brenna það? Er ekki besta að ég fái það aftur og máli eitthvað annað yfir það?“Jafnvel horn og hala á Jón Baldvin?„Já, eða það gengur náttúrlega ekki að mála skrattann á vegginn,“ segir Pétur og ljóst er að honum þykir þetta bráðfyndið.Ekki hafði það hvarflað að listamanninum Pétri Guðmundssyni að mynd hans af Jóni og Bryndísi yrði umdeild. Honum finnst það eiginlega hið spaugilegasta mál.Pétur segir að myndin sé olíumálverk, 1,15 x 90 sentímetrar að hann minnir. „Ekki datt mér í hug að þessi mynd yrði umdeild,“ segir listamaðurinn. Hann málaði myndina eftir nokkrum ljósmyndum sem hann fékk sendar og splæsti saman.Skólameistaranum ekki skemmt En, skólameistaranum er ekki eins skemmt og Pétri. Reyndar virðist honum nokkur raun að svara spurningum blaðamanns um hvernig þetta sé til komið. „Það hvarflaði aldrei að mér að þetta yrði eitthvað mál,“ segir Jón Reynir Sigurvinsson, skólameistari MÍ. Hann vísar í frétt RÚV og vill sem minnstu við það bæta sem þar kemur fram. En þar segir að nemandi við skólann, Dagbjört Ósk Jóhannsdóttir, sem er í stjórn femínistafélags skólans, hafi farið þess á leit við starfsfólk skólans að verkið yrði tekið niður. Á þeim forsendum að það væri að valda nemendum óþægindum. Við því var brugðist samdægurs. „Það bara hvarf verkið og ekkert meira um það að segja. Það var bara gert,“ segir skólameistarinn. Þegar nefnd eru ákveðin líkindi við mál sem mjög var til umræðu fyrir skömmu, málverkin sem tekin voru niður í Seðlabankanum, segir Jón Reynir að þeir hefðu bara getað tekið þær myndir niður án þess að ræða við kóng eða prest. „Áttu þeir að ræða það við einhvern? Þetta bara gerðist.“ Skólameistarinn er helst á því að það komi í raun engum við. Ísafjarðarbær MeToo Myndlist Tengdar fréttir Birta 23 frásagnir af meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins Sögurnar spanna nokkra áratugi en konurnar sem rita tengjast Jóni Baldvin fjölbreyttum böndum. 4. febrúar 2019 10:13 Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. 4. febrúar 2019 07:25 Seðlabankinn á 320 málverk Bankinn á alls sex málverk eftir Gunnlaug Blöndal. 22. janúar 2019 13:00 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Sjá meira
Búið er að taka veglegt olíumálverk af þeim Bryndísi Schram og Jóni Baldvin Hannibalssyni, sem áratugum saman hékk í matsal Menntaskólans á Ísafirði, niður af veggjum þar. RÚV greindi frá þessu nú fyrr í dag. „Er búið að taka málverkið niður?“ spyr Pétur Guðmundsson listmálari á Ísafirði blaðamann Vísis. Og hlær dátt. En, hann málaði verkið einhvern tíma uppúr miðri síðustu öld samkvæmt pöntun frá útskriftarárgangi sem svo færði skólanum það að gjöf. „Ha? Gunnlaugur Blöndal og nú ég. Er það komið niður í kjallara eða stendur til að brenna það? Er ekki besta að ég fái það aftur og máli eitthvað annað yfir það?“Jafnvel horn og hala á Jón Baldvin?„Já, eða það gengur náttúrlega ekki að mála skrattann á vegginn,“ segir Pétur og ljóst er að honum þykir þetta bráðfyndið.Ekki hafði það hvarflað að listamanninum Pétri Guðmundssyni að mynd hans af Jóni og Bryndísi yrði umdeild. Honum finnst það eiginlega hið spaugilegasta mál.Pétur segir að myndin sé olíumálverk, 1,15 x 90 sentímetrar að hann minnir. „Ekki datt mér í hug að þessi mynd yrði umdeild,“ segir listamaðurinn. Hann málaði myndina eftir nokkrum ljósmyndum sem hann fékk sendar og splæsti saman.Skólameistaranum ekki skemmt En, skólameistaranum er ekki eins skemmt og Pétri. Reyndar virðist honum nokkur raun að svara spurningum blaðamanns um hvernig þetta sé til komið. „Það hvarflaði aldrei að mér að þetta yrði eitthvað mál,“ segir Jón Reynir Sigurvinsson, skólameistari MÍ. Hann vísar í frétt RÚV og vill sem minnstu við það bæta sem þar kemur fram. En þar segir að nemandi við skólann, Dagbjört Ósk Jóhannsdóttir, sem er í stjórn femínistafélags skólans, hafi farið þess á leit við starfsfólk skólans að verkið yrði tekið niður. Á þeim forsendum að það væri að valda nemendum óþægindum. Við því var brugðist samdægurs. „Það bara hvarf verkið og ekkert meira um það að segja. Það var bara gert,“ segir skólameistarinn. Þegar nefnd eru ákveðin líkindi við mál sem mjög var til umræðu fyrir skömmu, málverkin sem tekin voru niður í Seðlabankanum, segir Jón Reynir að þeir hefðu bara getað tekið þær myndir niður án þess að ræða við kóng eða prest. „Áttu þeir að ræða það við einhvern? Þetta bara gerðist.“ Skólameistarinn er helst á því að það komi í raun engum við.
Ísafjarðarbær MeToo Myndlist Tengdar fréttir Birta 23 frásagnir af meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins Sögurnar spanna nokkra áratugi en konurnar sem rita tengjast Jóni Baldvin fjölbreyttum böndum. 4. febrúar 2019 10:13 Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. 4. febrúar 2019 07:25 Seðlabankinn á 320 málverk Bankinn á alls sex málverk eftir Gunnlaug Blöndal. 22. janúar 2019 13:00 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Sjá meira
Birta 23 frásagnir af meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins Sögurnar spanna nokkra áratugi en konurnar sem rita tengjast Jóni Baldvin fjölbreyttum böndum. 4. febrúar 2019 10:13
Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. 4. febrúar 2019 07:25