Bryndís skammaði Björn Leví og Þórhildi Sunnu vegna mótmæla þeirra Birgir Olgeirsson skrifar 5. febrúar 2019 20:49 Bryndís Haraldsdóttir er einn af varaforsetum Alþingis. Vísir/Vilhelm Bryndís Haraldsdóttir, varaforseti Alþingis, skammaði þingmenn Pírata, þau Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Björn Leví Gunnarsson, vegna þögulla mótmæla þeirra þegar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, var í ræðustól á þingi í dag. Bergþór var þangað mættur sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis til að ræða samgönguáætlun en þetta var fyrsta ræða hans á þingi eftir að hann sneri til baka úr leyfi sem hann tók sér eftir að Klausturs-málið svokallað kom upp. Þegar Bergþór hafði nýhafið ræðu sína stilltu þau Björn Leví og Þórhildur Sunna sér upp sitthvoru megin við ræðupúltið með svokallaðar FO-húfur frá UN-Women sem er skammstöfun fyrir „Fokk ofbeldi“.Þórhildur Sunna sagði í samtali við Vísi að um hefði veri að ræða þögul mótmæli af þeirra hálfu vegna veru Bergþórs Ólasonará þingi. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sat í stóli forseta Alþingis en hvorki hann né Bergþór hreyfðu við andmælum þegar Píratarnir tóku upp á þessu.Þetta gerðist um klukkan 17:20 í dag en klukkan sex settist Bryndís, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í stól forseta Alþingis og byrjaði á að átelja Píratana. „Forseti vill átelja framkomu háttvirtra þingmanna Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Björns Leví Gunnarssonar við upphaf ræðu háttvirts þingmanns Bergþórs Ólasonar,“ sagði Bryndís. Vísaði hún í orð fyrrverandi forseta Alþingis, Árna Þórs Sigurðssonar, sem voru látin falla eftir að Björn Valur Gíslason, þáverandi þingmaður Vinstri grænna, og Lúðvík Geirsson, þáverandi þingmaður Samfylkingarinnar, gengu með blöð fram hjá ræðupúlti Alþingis sem ritað var á „Málþóf“ þegar Illugi Gunnarsson, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var að ræða fjárlagafrumvarp ársins 2013. „Jafnframt vill forseti minna á orð fyrrverandi forseta þings sem sögð voru við álíka tilefni í þingsal árið 2012 þegar hann sagði að atvik af þessum toga væri ekki við hæfi og að í þessum sal tjái menn sjónarmið sín og viðhorf úr ræðustól,“ sagði Bryndís á þingi í dag. Bæði Lúðvík og Björn Valur báðu Illuga afsökunar á framferði sínu síðar meir. Alþingi Píratar Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Stilltu sér upp við hlið Bergþórs með „Fokk ofbeldi“ húfur Þegar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og einn hinna svokölluðu "Klaustursþingmanna“, steig upp í pontu Alþingis til ræða um samgönguáætlun til fimm ára tóku tveir þingmenn Pírata sér stöðu við hlið hans og skörtuðu "Fokk ofbeldi“ húfur. 5. febrúar 2019 18:20 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
Bryndís Haraldsdóttir, varaforseti Alþingis, skammaði þingmenn Pírata, þau Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Björn Leví Gunnarsson, vegna þögulla mótmæla þeirra þegar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, var í ræðustól á þingi í dag. Bergþór var þangað mættur sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis til að ræða samgönguáætlun en þetta var fyrsta ræða hans á þingi eftir að hann sneri til baka úr leyfi sem hann tók sér eftir að Klausturs-málið svokallað kom upp. Þegar Bergþór hafði nýhafið ræðu sína stilltu þau Björn Leví og Þórhildur Sunna sér upp sitthvoru megin við ræðupúltið með svokallaðar FO-húfur frá UN-Women sem er skammstöfun fyrir „Fokk ofbeldi“.Þórhildur Sunna sagði í samtali við Vísi að um hefði veri að ræða þögul mótmæli af þeirra hálfu vegna veru Bergþórs Ólasonará þingi. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sat í stóli forseta Alþingis en hvorki hann né Bergþór hreyfðu við andmælum þegar Píratarnir tóku upp á þessu.Þetta gerðist um klukkan 17:20 í dag en klukkan sex settist Bryndís, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í stól forseta Alþingis og byrjaði á að átelja Píratana. „Forseti vill átelja framkomu háttvirtra þingmanna Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Björns Leví Gunnarssonar við upphaf ræðu háttvirts þingmanns Bergþórs Ólasonar,“ sagði Bryndís. Vísaði hún í orð fyrrverandi forseta Alþingis, Árna Þórs Sigurðssonar, sem voru látin falla eftir að Björn Valur Gíslason, þáverandi þingmaður Vinstri grænna, og Lúðvík Geirsson, þáverandi þingmaður Samfylkingarinnar, gengu með blöð fram hjá ræðupúlti Alþingis sem ritað var á „Málþóf“ þegar Illugi Gunnarsson, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var að ræða fjárlagafrumvarp ársins 2013. „Jafnframt vill forseti minna á orð fyrrverandi forseta þings sem sögð voru við álíka tilefni í þingsal árið 2012 þegar hann sagði að atvik af þessum toga væri ekki við hæfi og að í þessum sal tjái menn sjónarmið sín og viðhorf úr ræðustól,“ sagði Bryndís á þingi í dag. Bæði Lúðvík og Björn Valur báðu Illuga afsökunar á framferði sínu síðar meir.
Alþingi Píratar Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Stilltu sér upp við hlið Bergþórs með „Fokk ofbeldi“ húfur Þegar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og einn hinna svokölluðu "Klaustursþingmanna“, steig upp í pontu Alþingis til ræða um samgönguáætlun til fimm ára tóku tveir þingmenn Pírata sér stöðu við hlið hans og skörtuðu "Fokk ofbeldi“ húfur. 5. febrúar 2019 18:20 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
Stilltu sér upp við hlið Bergþórs með „Fokk ofbeldi“ húfur Þegar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og einn hinna svokölluðu "Klaustursþingmanna“, steig upp í pontu Alþingis til ræða um samgönguáætlun til fimm ára tóku tveir þingmenn Pírata sér stöðu við hlið hans og skörtuðu "Fokk ofbeldi“ húfur. 5. febrúar 2019 18:20