Afslættir til skoðunar vegna ferðamannafátæktar í sumar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. apríl 2020 09:00 Ferðamenn við Geysi síðastliðið sumar. Mikil óvissa ríkir um hvenær ferðamannastraumurinn til Íslands hefst að nýju, og hversu mikill hann verður eftir að ferðatakmörkunum víða um heim verður aflétt. Vísir/Vilhelm Ferðaþjónusta á Íslandi verður óumflýjanlega með nokkuð óhefðbundnu sniði næstu vikur og mánuði, hið minnsta. Faraldur kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19 veldur því. Ferðamannastraumur hingað til lands er nánast orðinn stopp, og þar af leiðandi hafa tekjur ferðaþjónustunnar, helstu atvinnugreinarinnar landsins síðustu ár, þornað upp. Mörg fyrirtæki hafa þurft að ráðast í sársaukafullar aðgerðir til þess að bjarga sér frá gjaldþroti. Síðast í gær var greint frá því að Icelandair hefði sagt upp yfir 2000 starfsmönnum sínum, þar sem starfsemi hefur verið mun minni í vöfum en venjulega, og mun vera áfram. Vísir ákvað að fara á stúfana og taka stöðuna á nokkrum af þeim ferðaþjónustufyrirtækjum sem hafa á síðustu árum, mesta uppgangstíma í íslenskri ferðamennsku, þjónustað erlenda jafnt sem innlenda ferðamenn, og heyra hvernig sumarið blasti við þeim. Allir í sömu skútunni Stefáni Guðmundssyni, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle Giants á Húsavík, reiknast til að yfir 99 prósent þeirra sem fyrirtækið þjónustar séu erlendir ferðamenn. Þá segir hann að fyrirtækið hafi, líkt og flest önnur ferðaþjónustufyrirtæki í landinu, þurft að ráðast í heilmikinn niðurskurð. Fyrirtækið hætti að sigla síðastliðinn mánudag og byrjar ekki aftur fyrr en í fyrsta lagi 15. maí. Stefán Guðmundsson er framkvæmdastjóri Gentle Giants á Húsavík.Vísir „Það eru allir á sömu skútunni í þessum efnum og það eru allir að reyna að skera niður inn að beini til að hafa eitthvað borð fyrir báru. Ég hef nú stundum í þessari umræðu sem maður tekur gjarnan síðustu vikurnar sagt að mér finnst góðra gjalda vert það sem ríkisstjórnin hefur verið að gera. En ég vildi óska þess að menn settust niður og teiknuðu upp verstu sviðsmyndina til júní 2021 og færu að vinna með hana.“ Hann segir að þó að stærri hluti ferðaþjónustunnar muni geta þraukað fram eftir sumri, verði litlar eða engar tekjur af rekstrinum næstu mánuði. Menn eru ekki alveg búnir að átta sig á því að það kemur langur og strangur vetur eftir þessa mánuði. Hann verður þungur fyrir alla Stefán teldi því best að stjórnvöld hugsuðu fram í tímann og teiknuðu upp sviðsmyndir fram á næsta vor. Þannig væri hægt að áætla hvernig standa ætti að aðstoð við ferðaþjónustuna til lengri tíma. Stefán segir að strax í lok febrúar hafi stjórnendur fyrirtækisins sest niður og teiknað upp mögulegar sviðsmyndir í rekstrinum, með tilliti til skerts ferðamannastraums vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. „Það var eiginlega alveg sama hvað við teiknuðum upp þarna fyrstu tvær vikurnar. Það varð alltaf dekkra og dekkra eftir sem leið á og er eiginlega enn að dökkna. Við vitum nú lítið meira heldur en aðrir og fylgjumst bara vel með.“ Hann segir að grannt sé fylgst með bókunarkerfi fyrirtækisins. Helstu ástæður afbókana séu þær að flugfélög sem ferðamenn hafi ætlað að koma hingað til lands með hafi einfaldlega aflýst flugferðum sínum. Vonast til að kveikja hvalaáhuga Íslendinga Um komandi sumar segir Stefán margt sveipað óvissu. Ferðamönnum hingað til lands verður ekki til að dreifa í sama mæli og áður, en á móti kemur að færri Íslendingar halda utan í sumar, og stefna margir á að nýta sumarfríið sitt í að ferðast innanlands. Stefán segist mundu taka öllum Íslendingum sem hyggja á hvalaskoðun fagnandi. Lang stærstur hluti þeirra sem verslar við hvalaskoðunarfyrirtæki hér á landi eru erlendir ferðamenn.Vísir/Vilhelm „Ég held það verði lítið að gerast. Við framlengjum þessa lokun bara vikulega eins og þurfa þykir. Auðvitað viljum við fara að byrja. Við bjóðum alla Íslendinga velkomna og viljum gjarnan sjá sem flesta af þeim í sumar. Við getum sýnt þeim eitthvað sem þeir hafa aldrei séð áður.“ Aðspurður hvort fyrirtækið muni gera ráðstafanir til þess að fjölga íslenskum viðskiptavinum segir Stefán að unnið sé að „einhverju skemmtilegu“ til þess að vekja áhuga samlanda sinna á þeirri stórkostlegu náttúru sem er að finna við Skjálfandann. Hingað til hefur hefðbundinn hvalaskoðunartúr með félaginu kostað 10.490 krónur fyrir alla yfir 15 ára, 4.400 krónur fyrir 7-15 ára, en sex ára og yngri hafa fengið túrinn endurgjaldslaust. Stóla algerlega á Íslendinga FlyOver Iceland hóf starfsemi sína í lok ágúst á síðasta ári. Um er að ræða þrjár samofnar sýningar þar sem krúnudjásnið er sýndarflugferð yfir hinum ýmsu kennileitum Íslands. Fyrirtækið hefur notið vinsælda og hlotið talsvert lof á samfélagsmiðlum. Agnes Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að fyrirtækið hafi brugðist við ástandinu sem nú er uppi í samfélaginu í skrefum. Í fyrstu var aukið á þrif og notkun spritts hjá fyrirtækinu, síðan hafi verið hætt að taka við peningum. Frá því að samkomubannið var sett á hafi öllum reglum um fjöldatakmarkanir og fjarlægðarmörk verið fylgt. Þann 22. mars sáu stjórnendur síðan engan annan kost færan en að loka. Ráðgert er að opna aftur 8. maí. Agnes Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri FlyOver Iceland.Sigurður Ástgeirsson „Það er búið að vera lokað í fimm vikur og við hlökkum til að fá að opna og sjá hvernig þetta þróast allt. Til þess að halda okkur á lífi þá stólum við algerlega á Íslendinga,“ segir Agnes. Hún segir að fyrirtækið hafi þurft að ráðast í sársaukafullar aðgerðir á síðustu vikum. „Því miður höfum við þurft að segja upp starfsfólki sem var kannski á viku eða mánaðar uppsagnarfresti, alveg upp í þriggja mánaða frest. En við höfum notað hlutabótaleiðina sem er alveg frábær, og við fögnum úrræðum ríkisstjórnarinnar,“ segir Agnes og bætir við að aðalatriðið sé að fyrirtækið haldi lífi svo það geti skapað störf. Þó að erlendir ferðamenn hafi hingað til verið stór hluti af viðskiptavinahópi FlyOver Iceland segir Agnes að dágóður fjöldi Íslendinga hafi lagt leið sína á sýninguna, og margir oftar en einu sinni. Þetta sé góðs viti fyrir það sem fram undan er. FlyOver Iceland býður upp á sýndarflug yfir íslenska náttúru og kennileiti.Flyover iceland Haga seglum eftir vindi Agnes segir að brugðist verði við skorti á erlendum ferðamönnum með því að bjóða upp á önnur kjör en fyrirtækið hefur gert. „Við ætlum að bjóða upp á tilboð í einhvern ákveðinn tíma, athuga hvernig gengur og ef vel er tekið í það þá höldum við áfram. Tólf ára og yngri fá frítt í fylgd með fullorðnum og svo verðum við með 20 prósent afslátt fyrir einstaklinga,“ segir Agnes. Agnes segir að miðinn myndi kosta 3600 krónur á mann. Þá vill Agnes hvetja sem flesta til þess að styrkja og styðja við íslensk fyrirtæki, hvort sem það er við kaup á mat, afþreyingu eða öðru. Sviðsmyndunum hent í ruslið Into the Glacier er fyrirtæki sem hefur á síðustu árum boðið upp á ferðir inn í stærstu manngerðu ísgöng í heimi. Göngin eru staðsett á og í Langjökli, næst stærsta evrópska jöklinum. Töluvert stór hluti þeirra sem fyrirtækið hefur þjónustað er erlendir ferðamenn. Því er ljóst að fyrirtækið hefur þurft að haga seglum eftir vindi, nú þegar von er á mun færri ferðamönnum hingað til lands en síðustu misseri. Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri Into the Glacier, segir að í kring um 23. mars hafi vart verið ferðamann að finna á landinu. Hann segir að síðan þá hafi mestur tími farið í að meta aðstæður og reyna að skoða næstu skref. Því hafi engar ferðir verið farnar inn í jökulinn. Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri Into the Glacier.Vísir/Aðsend „Þetta er það eina sem við erum búin að gera síðan í mars. Teikna upp sviðsmyndir, henda þeim í ruslið og byrja upp á nýtt þegar við vitum eitthvað meira,“ segir Sigurður. Fyrirtækið hefur, líkt og svo mörg önnur, þurft að grípa til uppsagna. Starfsfólki hefur verið sagt upp bæði í febrúar og mars. Allir þeir starfsmenn sem enn eru á launaskrá hjá félaginu eru á hlutabótum sökum skerts starfshlutfalls. Viðskipti Íslendinga dropi í hafið Sigurður segist upplifa það fyrst núna í lok apríl að Íslendingar séu farnir að huga að sumrinu. Þar til nú hafi stemningin í þjóðfélaginu einfaldlega verið þung og ferðalög sumarsins ekki verið fólki ofarlega í huga. Hann segir að þrátt fyrir að sá fjöldi Íslendinga sem kæmi til með að heimsækja ísgöngin sé dropi í hafið, miðað við þá aðsókn erlendra ferðamanna sem verið hefur síðustu ár, megi ekki vanmeta íslenska markaðinn. Unnið sé að hugmyndum að því hvernig auka megi aðsókn Íslendinga í íshellinn. Ferðir fyrirtækisins inn í jökulinn byrja í 138 dollurum, eða rétt rúmlega 20 þúsund krónum. Þá hefur fyrirtækið einnig boðið upp á snjósleðaferðir. „Við viljum sinna Íslendingum. Fyrirtæki og hópar hafa alltaf verið mikið hjá okkur. Það er ekki nýtt, en við fáum kannski aðeins meira af einstaklingum á næstu mánuðum,“ segir Sigurður. Háannatíminn hjá Into the Glacier er hefst öllu jöfnu í júní og stendur yfir fram í október, að sögn Sigurðar. Hann segist ekki gera ráð fyrir neinum tekjum að ráði, næstu sex mánuðina. Við erum fjárhagslega stöndug og við stöndum þetta af okkur, með mikilli vinnu. Vert er að taka fram að við vinnslu þessarar umfjöllunar hafði Vísir samband við Bláa lónið, sem óskaði eftir skriflegri fyrirspurn. Fjallað verður sérstaklega um stöðu fyrirtækisins og aðgerðir þess til að bregðast við fækkun ferðamanna hingað til lands þegar svör berast. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Ferðaþjónusta á Íslandi verður óumflýjanlega með nokkuð óhefðbundnu sniði næstu vikur og mánuði, hið minnsta. Faraldur kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19 veldur því. Ferðamannastraumur hingað til lands er nánast orðinn stopp, og þar af leiðandi hafa tekjur ferðaþjónustunnar, helstu atvinnugreinarinnar landsins síðustu ár, þornað upp. Mörg fyrirtæki hafa þurft að ráðast í sársaukafullar aðgerðir til þess að bjarga sér frá gjaldþroti. Síðast í gær var greint frá því að Icelandair hefði sagt upp yfir 2000 starfsmönnum sínum, þar sem starfsemi hefur verið mun minni í vöfum en venjulega, og mun vera áfram. Vísir ákvað að fara á stúfana og taka stöðuna á nokkrum af þeim ferðaþjónustufyrirtækjum sem hafa á síðustu árum, mesta uppgangstíma í íslenskri ferðamennsku, þjónustað erlenda jafnt sem innlenda ferðamenn, og heyra hvernig sumarið blasti við þeim. Allir í sömu skútunni Stefáni Guðmundssyni, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle Giants á Húsavík, reiknast til að yfir 99 prósent þeirra sem fyrirtækið þjónustar séu erlendir ferðamenn. Þá segir hann að fyrirtækið hafi, líkt og flest önnur ferðaþjónustufyrirtæki í landinu, þurft að ráðast í heilmikinn niðurskurð. Fyrirtækið hætti að sigla síðastliðinn mánudag og byrjar ekki aftur fyrr en í fyrsta lagi 15. maí. Stefán Guðmundsson er framkvæmdastjóri Gentle Giants á Húsavík.Vísir „Það eru allir á sömu skútunni í þessum efnum og það eru allir að reyna að skera niður inn að beini til að hafa eitthvað borð fyrir báru. Ég hef nú stundum í þessari umræðu sem maður tekur gjarnan síðustu vikurnar sagt að mér finnst góðra gjalda vert það sem ríkisstjórnin hefur verið að gera. En ég vildi óska þess að menn settust niður og teiknuðu upp verstu sviðsmyndina til júní 2021 og færu að vinna með hana.“ Hann segir að þó að stærri hluti ferðaþjónustunnar muni geta þraukað fram eftir sumri, verði litlar eða engar tekjur af rekstrinum næstu mánuði. Menn eru ekki alveg búnir að átta sig á því að það kemur langur og strangur vetur eftir þessa mánuði. Hann verður þungur fyrir alla Stefán teldi því best að stjórnvöld hugsuðu fram í tímann og teiknuðu upp sviðsmyndir fram á næsta vor. Þannig væri hægt að áætla hvernig standa ætti að aðstoð við ferðaþjónustuna til lengri tíma. Stefán segir að strax í lok febrúar hafi stjórnendur fyrirtækisins sest niður og teiknað upp mögulegar sviðsmyndir í rekstrinum, með tilliti til skerts ferðamannastraums vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. „Það var eiginlega alveg sama hvað við teiknuðum upp þarna fyrstu tvær vikurnar. Það varð alltaf dekkra og dekkra eftir sem leið á og er eiginlega enn að dökkna. Við vitum nú lítið meira heldur en aðrir og fylgjumst bara vel með.“ Hann segir að grannt sé fylgst með bókunarkerfi fyrirtækisins. Helstu ástæður afbókana séu þær að flugfélög sem ferðamenn hafi ætlað að koma hingað til lands með hafi einfaldlega aflýst flugferðum sínum. Vonast til að kveikja hvalaáhuga Íslendinga Um komandi sumar segir Stefán margt sveipað óvissu. Ferðamönnum hingað til lands verður ekki til að dreifa í sama mæli og áður, en á móti kemur að færri Íslendingar halda utan í sumar, og stefna margir á að nýta sumarfríið sitt í að ferðast innanlands. Stefán segist mundu taka öllum Íslendingum sem hyggja á hvalaskoðun fagnandi. Lang stærstur hluti þeirra sem verslar við hvalaskoðunarfyrirtæki hér á landi eru erlendir ferðamenn.Vísir/Vilhelm „Ég held það verði lítið að gerast. Við framlengjum þessa lokun bara vikulega eins og þurfa þykir. Auðvitað viljum við fara að byrja. Við bjóðum alla Íslendinga velkomna og viljum gjarnan sjá sem flesta af þeim í sumar. Við getum sýnt þeim eitthvað sem þeir hafa aldrei séð áður.“ Aðspurður hvort fyrirtækið muni gera ráðstafanir til þess að fjölga íslenskum viðskiptavinum segir Stefán að unnið sé að „einhverju skemmtilegu“ til þess að vekja áhuga samlanda sinna á þeirri stórkostlegu náttúru sem er að finna við Skjálfandann. Hingað til hefur hefðbundinn hvalaskoðunartúr með félaginu kostað 10.490 krónur fyrir alla yfir 15 ára, 4.400 krónur fyrir 7-15 ára, en sex ára og yngri hafa fengið túrinn endurgjaldslaust. Stóla algerlega á Íslendinga FlyOver Iceland hóf starfsemi sína í lok ágúst á síðasta ári. Um er að ræða þrjár samofnar sýningar þar sem krúnudjásnið er sýndarflugferð yfir hinum ýmsu kennileitum Íslands. Fyrirtækið hefur notið vinsælda og hlotið talsvert lof á samfélagsmiðlum. Agnes Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að fyrirtækið hafi brugðist við ástandinu sem nú er uppi í samfélaginu í skrefum. Í fyrstu var aukið á þrif og notkun spritts hjá fyrirtækinu, síðan hafi verið hætt að taka við peningum. Frá því að samkomubannið var sett á hafi öllum reglum um fjöldatakmarkanir og fjarlægðarmörk verið fylgt. Þann 22. mars sáu stjórnendur síðan engan annan kost færan en að loka. Ráðgert er að opna aftur 8. maí. Agnes Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri FlyOver Iceland.Sigurður Ástgeirsson „Það er búið að vera lokað í fimm vikur og við hlökkum til að fá að opna og sjá hvernig þetta þróast allt. Til þess að halda okkur á lífi þá stólum við algerlega á Íslendinga,“ segir Agnes. Hún segir að fyrirtækið hafi þurft að ráðast í sársaukafullar aðgerðir á síðustu vikum. „Því miður höfum við þurft að segja upp starfsfólki sem var kannski á viku eða mánaðar uppsagnarfresti, alveg upp í þriggja mánaða frest. En við höfum notað hlutabótaleiðina sem er alveg frábær, og við fögnum úrræðum ríkisstjórnarinnar,“ segir Agnes og bætir við að aðalatriðið sé að fyrirtækið haldi lífi svo það geti skapað störf. Þó að erlendir ferðamenn hafi hingað til verið stór hluti af viðskiptavinahópi FlyOver Iceland segir Agnes að dágóður fjöldi Íslendinga hafi lagt leið sína á sýninguna, og margir oftar en einu sinni. Þetta sé góðs viti fyrir það sem fram undan er. FlyOver Iceland býður upp á sýndarflug yfir íslenska náttúru og kennileiti.Flyover iceland Haga seglum eftir vindi Agnes segir að brugðist verði við skorti á erlendum ferðamönnum með því að bjóða upp á önnur kjör en fyrirtækið hefur gert. „Við ætlum að bjóða upp á tilboð í einhvern ákveðinn tíma, athuga hvernig gengur og ef vel er tekið í það þá höldum við áfram. Tólf ára og yngri fá frítt í fylgd með fullorðnum og svo verðum við með 20 prósent afslátt fyrir einstaklinga,“ segir Agnes. Agnes segir að miðinn myndi kosta 3600 krónur á mann. Þá vill Agnes hvetja sem flesta til þess að styrkja og styðja við íslensk fyrirtæki, hvort sem það er við kaup á mat, afþreyingu eða öðru. Sviðsmyndunum hent í ruslið Into the Glacier er fyrirtæki sem hefur á síðustu árum boðið upp á ferðir inn í stærstu manngerðu ísgöng í heimi. Göngin eru staðsett á og í Langjökli, næst stærsta evrópska jöklinum. Töluvert stór hluti þeirra sem fyrirtækið hefur þjónustað er erlendir ferðamenn. Því er ljóst að fyrirtækið hefur þurft að haga seglum eftir vindi, nú þegar von er á mun færri ferðamönnum hingað til lands en síðustu misseri. Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri Into the Glacier, segir að í kring um 23. mars hafi vart verið ferðamann að finna á landinu. Hann segir að síðan þá hafi mestur tími farið í að meta aðstæður og reyna að skoða næstu skref. Því hafi engar ferðir verið farnar inn í jökulinn. Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri Into the Glacier.Vísir/Aðsend „Þetta er það eina sem við erum búin að gera síðan í mars. Teikna upp sviðsmyndir, henda þeim í ruslið og byrja upp á nýtt þegar við vitum eitthvað meira,“ segir Sigurður. Fyrirtækið hefur, líkt og svo mörg önnur, þurft að grípa til uppsagna. Starfsfólki hefur verið sagt upp bæði í febrúar og mars. Allir þeir starfsmenn sem enn eru á launaskrá hjá félaginu eru á hlutabótum sökum skerts starfshlutfalls. Viðskipti Íslendinga dropi í hafið Sigurður segist upplifa það fyrst núna í lok apríl að Íslendingar séu farnir að huga að sumrinu. Þar til nú hafi stemningin í þjóðfélaginu einfaldlega verið þung og ferðalög sumarsins ekki verið fólki ofarlega í huga. Hann segir að þrátt fyrir að sá fjöldi Íslendinga sem kæmi til með að heimsækja ísgöngin sé dropi í hafið, miðað við þá aðsókn erlendra ferðamanna sem verið hefur síðustu ár, megi ekki vanmeta íslenska markaðinn. Unnið sé að hugmyndum að því hvernig auka megi aðsókn Íslendinga í íshellinn. Ferðir fyrirtækisins inn í jökulinn byrja í 138 dollurum, eða rétt rúmlega 20 þúsund krónum. Þá hefur fyrirtækið einnig boðið upp á snjósleðaferðir. „Við viljum sinna Íslendingum. Fyrirtæki og hópar hafa alltaf verið mikið hjá okkur. Það er ekki nýtt, en við fáum kannski aðeins meira af einstaklingum á næstu mánuðum,“ segir Sigurður. Háannatíminn hjá Into the Glacier er hefst öllu jöfnu í júní og stendur yfir fram í október, að sögn Sigurðar. Hann segist ekki gera ráð fyrir neinum tekjum að ráði, næstu sex mánuðina. Við erum fjárhagslega stöndug og við stöndum þetta af okkur, með mikilli vinnu. Vert er að taka fram að við vinnslu þessarar umfjöllunar hafði Vísir samband við Bláa lónið, sem óskaði eftir skriflegri fyrirspurn. Fjallað verður sérstaklega um stöðu fyrirtækisins og aðgerðir þess til að bregðast við fækkun ferðamanna hingað til lands þegar svör berast.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira