Lippi kvartaði yfir grófum Íslendingum með hjálp túlks Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. apríl 2020 15:00 Lippi með sigurvindil eftir að Ítalía varð heimsmeistari 2006. vísir/getty Logi Ólafsson, einn reyndasti fótboltaþjálfari landsins, var gestur Ríkharðs Óskars Guðnasonar í Sportinu í kvöld í gær. Þar rifjaði hann m.a. upp tvo vináttulandsleiki Íslands og Ítalíu á árunum 2004 og 2005. Íslendingar unnu 2-0 sigur á Ítölum frammi fyrir rúmlega 20 þúsund áhorfendum á Laugardalsvelli síðsumars 2004. Eiður Smári Guðjohnsen og Gylfi Einarsson skoruðu mörk Íslands með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleik. Ísland og Ítalía gerðu svo markalaust jafntefli í Padúa í mars 2005. Eftir leikinn kvartaði Marcelo Lippi, þjálfari Ítala, yfir því hversu fast honum fannst Íslendingar spila. Við það fékk hann hjálp túlks. „Eftir leikinn vildi hann tala við okkur Ásgeir [Sigurvinsson]. Það var því honum fannst við vera grófir og var með túlk með sér,“ sagði Logi. „Við Ásgeir mótmæltum þessu en hann sagði In generale, svona almennt séð, þegar við bentum á að þeir hefðu líka brotið af sér,“ sagði Logi og lék takta Lippis eftir. Logi stýrði íslenska landsliðinu á árunum 2003-05 ásamt Ásgeiri Sigurvinssyni.vísir/getty Kári Árnason lék sinn fyrsta landsleik í þessum leik. Hann kom inn á sem varamaður á 77. mínútu. Hann stoppaði stutt við en þremur mínútum eftir að hann kom inn á fékk hann rauða spjaldið. Fyrsti leikur Lippis með ítalska landsliðið var leikurinn frægi á Laugardalsvelli. Óhætt er að segja að fall hafi verið fararheill því Lippi gerði Ítali að heimsmeisturum í Þýskalandi 2006. Lippi tók aftur við ítalska landsliðinu eftir EM 2008 og stýrði því á HM tveimur árum síðar. Þar komust heimsmeistararnir ekki upp úr sínum riðli og Lippi hætti störfum eftir mótið. Klippa: Sportið í kvöld - Lippi kvartaði við Loga og Ásgeir Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á þþsjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Fótbolti Sportið í kvöld Tengdar fréttir Logi Ólafs: Á minni samvisku að feðgarnir spiluðu aldrei saman landsleik Logi Ólafsson ákvað að spara það að leyfa feðgunum Arnóri Guðjohnsen og Eiði Smára Guðjohnsen að spila saman í íslenska landsliðinu og síðan tóku örlögin í taumana. 29. apríl 2020 10:30 Mest lesið Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Körfubolti Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni Sjá meira
Logi Ólafsson, einn reyndasti fótboltaþjálfari landsins, var gestur Ríkharðs Óskars Guðnasonar í Sportinu í kvöld í gær. Þar rifjaði hann m.a. upp tvo vináttulandsleiki Íslands og Ítalíu á árunum 2004 og 2005. Íslendingar unnu 2-0 sigur á Ítölum frammi fyrir rúmlega 20 þúsund áhorfendum á Laugardalsvelli síðsumars 2004. Eiður Smári Guðjohnsen og Gylfi Einarsson skoruðu mörk Íslands með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleik. Ísland og Ítalía gerðu svo markalaust jafntefli í Padúa í mars 2005. Eftir leikinn kvartaði Marcelo Lippi, þjálfari Ítala, yfir því hversu fast honum fannst Íslendingar spila. Við það fékk hann hjálp túlks. „Eftir leikinn vildi hann tala við okkur Ásgeir [Sigurvinsson]. Það var því honum fannst við vera grófir og var með túlk með sér,“ sagði Logi. „Við Ásgeir mótmæltum þessu en hann sagði In generale, svona almennt séð, þegar við bentum á að þeir hefðu líka brotið af sér,“ sagði Logi og lék takta Lippis eftir. Logi stýrði íslenska landsliðinu á árunum 2003-05 ásamt Ásgeiri Sigurvinssyni.vísir/getty Kári Árnason lék sinn fyrsta landsleik í þessum leik. Hann kom inn á sem varamaður á 77. mínútu. Hann stoppaði stutt við en þremur mínútum eftir að hann kom inn á fékk hann rauða spjaldið. Fyrsti leikur Lippis með ítalska landsliðið var leikurinn frægi á Laugardalsvelli. Óhætt er að segja að fall hafi verið fararheill því Lippi gerði Ítali að heimsmeisturum í Þýskalandi 2006. Lippi tók aftur við ítalska landsliðinu eftir EM 2008 og stýrði því á HM tveimur árum síðar. Þar komust heimsmeistararnir ekki upp úr sínum riðli og Lippi hætti störfum eftir mótið. Klippa: Sportið í kvöld - Lippi kvartaði við Loga og Ásgeir Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á þþsjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á þþsjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Fótbolti Sportið í kvöld Tengdar fréttir Logi Ólafs: Á minni samvisku að feðgarnir spiluðu aldrei saman landsleik Logi Ólafsson ákvað að spara það að leyfa feðgunum Arnóri Guðjohnsen og Eiði Smára Guðjohnsen að spila saman í íslenska landsliðinu og síðan tóku örlögin í taumana. 29. apríl 2020 10:30 Mest lesið Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Körfubolti Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni Sjá meira
Logi Ólafs: Á minni samvisku að feðgarnir spiluðu aldrei saman landsleik Logi Ólafsson ákvað að spara það að leyfa feðgunum Arnóri Guðjohnsen og Eiði Smára Guðjohnsen að spila saman í íslenska landsliðinu og síðan tóku örlögin í taumana. 29. apríl 2020 10:30