Eldingar í gosmekkinum - fólk í hættu SB skrifar 15. apríl 2010 10:26 Eldgosið úr fjarlægð. Eldingar leiftra í gosmekkinum á Eyjafjallajökli. Fordæmi er fyrir því hér á landi að fólk hefur látist af völdum eldinga í 30 kílómetra fjarlægð frá gosi. Jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir alltaf hættu af eldingum í eldgosum. "Já það er alltaf einhver hætta, þetta er í gosmekkinum og við hann og það má búast við mikið af eldingum," segir Þórður Arason jarðeðlisfræðingur. Á eldingarkorti á vef Veðurstofunnar má sjá dreifingu eldinganna og er stór rauður punktur yfir gosstöðvunum. Þórður segir fyrstu eldinguna hafa greinst klukkan hálf sjö í gær og síðan þá hafi þeim slegið látlaust niður. Spurður um hættuna af þessum eldingum segir Þórður: "Það hefur skeð að fólk hafi dáið í eldingum hér á landi. Í Kötlugosi árið 1755 dóu tveir í eldingu sem laust niður í Skaftárdal um 30 kílómetra frá gosinu." Hættan er því raunveruleg. Á vef Almannavarna eru leiðbeiningar vegna eldingarhættu og birtir Vísir þær hér með almenningi til upplýsingar. --- EldingahættaFarið ekki undir gjóskufall, vegna eldingahættu og munið að algert myrkur getur verið í öskumekki. Eldingahætta er mest í eða við gosmökk og öskufallsgeira og getur náð í allt að 30 - 40 km. undan vindi frá eldstöðinni. Komið ykkur stystu leið út úr gjóskufalli með því að fara þvert á vindátt. Forðist að vera í nánd við loftlínur, hávaxin tré, staura, þvottasnúrur, rafmagnsvirki, möstur og landbúnaðartæki hvers konar. Varist jafnframt mýrlendi, vötn og læki. Losið ykkur við bakpoka, byssur, veiðistangir, garðyrkjuáhöld og annað það sem leitt getur rafmagn. Nánari upplýsingar er að finna á vef Almannavarna. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Eldingar leiftra í gosmekkinum á Eyjafjallajökli. Fordæmi er fyrir því hér á landi að fólk hefur látist af völdum eldinga í 30 kílómetra fjarlægð frá gosi. Jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir alltaf hættu af eldingum í eldgosum. "Já það er alltaf einhver hætta, þetta er í gosmekkinum og við hann og það má búast við mikið af eldingum," segir Þórður Arason jarðeðlisfræðingur. Á eldingarkorti á vef Veðurstofunnar má sjá dreifingu eldinganna og er stór rauður punktur yfir gosstöðvunum. Þórður segir fyrstu eldinguna hafa greinst klukkan hálf sjö í gær og síðan þá hafi þeim slegið látlaust niður. Spurður um hættuna af þessum eldingum segir Þórður: "Það hefur skeð að fólk hafi dáið í eldingum hér á landi. Í Kötlugosi árið 1755 dóu tveir í eldingu sem laust niður í Skaftárdal um 30 kílómetra frá gosinu." Hættan er því raunveruleg. Á vef Almannavarna eru leiðbeiningar vegna eldingarhættu og birtir Vísir þær hér með almenningi til upplýsingar. --- EldingahættaFarið ekki undir gjóskufall, vegna eldingahættu og munið að algert myrkur getur verið í öskumekki. Eldingahætta er mest í eða við gosmökk og öskufallsgeira og getur náð í allt að 30 - 40 km. undan vindi frá eldstöðinni. Komið ykkur stystu leið út úr gjóskufalli með því að fara þvert á vindátt. Forðist að vera í nánd við loftlínur, hávaxin tré, staura, þvottasnúrur, rafmagnsvirki, möstur og landbúnaðartæki hvers konar. Varist jafnframt mýrlendi, vötn og læki. Losið ykkur við bakpoka, byssur, veiðistangir, garðyrkjuáhöld og annað það sem leitt getur rafmagn. Nánari upplýsingar er að finna á vef Almannavarna.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira