Einlægt og opinskátt viðtal við rithöfund Jakob Bjarnar skrifar 30. nóvember 2015 10:59 Ágúst Borgþór við skriftir. Honum finnst best að skrifa á Kaffihúsum og hér er hann í Kringlunni. visir/ernir Jólabókaflóðið er sérkennilegur tími fyrir rithöfunda. Ritstörf krefjast einveru en á þessum árstíma er rithöfundum gert að breytast úr innhverfum einstaklingum í úthverfa og hrópa á athygli. Æpa á athygli á markaðstorginu. Takið eftir mér! Auglýsa bókina og sjálfan sig í leiðinni. Ágúst Borgþór Sverrisson á alllangan feril að baki sem rithöfundur, hann er að mörgu leyti erkitýpískur rithöfundur og að ýmsu leyti einstakur í sínum hópi. Ekki vefst fyrir honum að sækjast eftir athyglinni og hann reyndar kýs helst að skrifa á kaffihúsum. Einveran er ekkert endilega málið þegar hann á í hlut. Ágúst Borgþór er umdeildur blaðamaður, þekktur sem slíkur og hann segir að sú staðreynd geti virkað hamlandi á allt kynningarstarf. Sem gæti komið einhverjum á óvart. Ágúst Borgþór sendir nýverið frá sér skáldsöguna Inn í myrkrið, en ekki verður höfundinum að ósk sinni í þessu viðtali; að það verði fjallað um bókina, efni og inntak hennar kynnt heldur lék blaðamanni Vísis meiri forvitni á að ræða við hann um stöðu rithöfundarins og stöðu hans sjálfs meðal rithöfunda.Textavélin Ágúst BorgþórViðmælandi Vísis hefur lengi fengist við ritstörf; þýðingar, auglýsingaskrif, blaðamennsku ... en hann hefur lengi stefnt að því leynt og ljóst að verða rithöfundur. En, það hefur verið brokkgengt, er það ekki, þá bæði hvað varða að fá verk sín útgefin sem og að komast til að sinna þessu?„Það hefur oft verið erfitt að fá útgefið, sérstaklega þegar ég var í smásagnasöfnunum. Að geta sinnt ritstörfum hefur líka alltaf verið vandamál en ég lít ekki lengur þannig á það. Annars vegar líkar mjög vel það líf að vinna við önnur störf og skrifa í hjáverkum og hef mikið vinnuþrek; hins vegar er fjárhagsstaða mín orðin þannig að ég hef meiri sveigjanleika til að taka mér launalaus leyfi og/eða fara í utanlandsferðir og skrifa þar í einhvern tíma. Mér er farið að líka með vel við þennan ryþma að vinna dagsdaglega við að skrifa mikinn texta hratt en vera meðfram með eitthvert prjójekt, skáldsögu eða smásagnasafn, sem þróast á löngum tíma.“Og, þó það allt hafist; að finna sér tíma til skrifta, troða því í koll útgefandans að þetta verði að koma út, annars farist himinn og jörð, þá er ekkert björninn unninn: Þá er það þetta að vekja athygli á verkinu?„Jú, en ég reytti hár mitt meira yfir því áður fyrr. Ég átti tímabil þar sem ég komst ekki að í fjölmiðlum og var oft mjög bitur yfir því,“ segir Ágúst Borgþór.Að selja og selja ekki En, svo gerðist það að hann fór að fá meiri aðgang að fjölmiðlum en bækurnar seldust samt ekki og telur Ágúst Borgþór það vera vegna þess að þær voru ekki söluvænlegar.Ágúst Þór flokkar viðtalið sem hann tók við sjálfan sig og birti á Pressunni hafi klárlega ekki verið mistök.visir/ernir„Núna er aftur orðið erfitt að fá umfjöllun í hefðbundnum fjölmiðlum, að ég held einfaldlega vegna þess að bókumfjöllun hefur minnkað. En á sama tíma eru samfélagsmiðlarnir að koma sterkir inn, sérstaklega Facebook, og þar er ég á heimavelli. Niðurstaðan er sú að núna er ég í fyrsta skipti að upplifa það að bók eftir mig er að seljast eitthvað þó að hún verði ekki metsölubók. Ég hélt stórt útgáfuhóf þar sem komu yfir 100 manns, er að fá jákvæðar umsagnir í mörg þúsund manna Facebook-hópum bókaáhugafólks og svo deilir maður allri kynningu til stórs hóps fólks á Facebook. Netið vinnur með mér og hefur reyndar gert það áður, þegar ég var bloggari og varð fyrir vikið þekktari sem rithöfundur.“Umdeilt viðtal við sjálfan sigÞú ert umdeildur blaðamaður, starfaðir á Pressunni, varst færður þaðan yfir á dv.is hvar er sama eignarhaldið þar sem þú ert nú. Og, þú hefur mátt sæta nokkuð harðri gagnrýni fyrir þá meintu ósvífni að taka við sjálfan þig viðtal og birta á miðli sem er systurmiðill þess hins sama og þú starfar hjá. Segðu mér aðeins frá því, hvernig það kom til og hver viðbrögðin hafa verið, til að mynda skrifa Björns Þorlákssonar á Hringbraut sem vildi fordæma þetta uppátæki og hafa til marks um spillingu og blaðamann sem ekki þekkir mörkin?„Ég hef gert mistök sem blaðamaður og sé mjög eftir þeim, misjafnlega mikið þó enda mistökin misstór. Sjálfsviðtalið á Pressunni flokkast klárlega ekki undir það. Ég fékk þau boð frá ritstjórum DV að ég fengi enga kynningu í blaðinu vegna þess að ég væri starfsmaður fyrirtækisins. DV er núna fyrir þessi jól að gefa út nokkur bókablöð þar sem ekki er minnst á Ágúst Borþór Sverrisson og enginn ritdómur mun birtast í DV. Pressan hefur ekki sömu stefnu og ég fékk að birta sjálfsviðtalið þar. Sjálfur hef ég, sem fyrrverandi blaðamaður á Pressunni, tekið við viðtölum frá um tíu höfundum og mér skilst að nokkrir tugir hafi fengið birt slík viðtöl við sig áður.“Rígur milli miðlaÞetta er athyglisvert, svo virðist sem það tíðkist í menningarumfjöllun að þar skrifi fólk um sig sjálft, leynt og svo ljóst. Eins og í tilfelli Ágústs Borgþórs. Hann segir spursmálin í raun tvö „Er fáránlegt að rithöfundur taki viðtal við sjálfan sig? Svarið er nei. Þetta er aðferð sem hefur tíðkast lengi í listaheiminum og fellur raunar meira undir leik og stílbragð en blaðamennsku eða fréttamennsku, enda er Pressan öðrum þræði afþreyingarmiðill,“ segir Ágúst Borgþór og beinir þá sjónum að hinu álitamálinu: „Ég er starfsmaður Vefpressunnar sem rekur Dagblaðið Vísir, dv.is, Pressan.is, Eyjan.is, bleikt.is og nokkur staðarblöð. Á ég af þeim sökum ekki að fá neina kynningu í neinum af þessum miðlum á meðan aðrir rithöfundar fá kynningu í þeim? Það finnst mér ekki.“Ágúst Borgþór hefur mikið dálæti á kanadíska nóbelsverðlaunahafanum Alice Munro, enda fæst hún við smásagnagerð líkt og Ágúst.visir/ernirÞú segir að umfjöllun um rithöfunda og verk þeirra hafi dregist saman, og það má vera rétt ... en heldurðu að þú fáir jafnframt að gjalda þess á öðrum miðlum, að ekki sé við þig rætt sem rithöfund, þá væntanlega á forsendum einhvers skotgrafarhernaðar milli miðla?„Ég hef ekki hugsað út í það. Svona í fljótu bragði efast ég um það. Það hata alls ekki allir fjölmiðlar Vefpressuna, öðru nær. Stundin hefur ekki boðið mér viðtal en mér finnst það allt í lagi. Ég þarf ekki að vera alls staðar.“Aldrei verið úthrópaður sem vonlaus listamaðurGuðbergur skrifar einhvers staðar: „Útrekna menn langar ekki að sýna sínum líkum samstöðu heldur hafa þeir áhuga á öðrum sem útskúfa þeim og þrá að komast í félagsskap þeirra.“ Nú hef ég fylgst lengi með bókaútgáfu og þó mér sýnist þú hafa ákaflega klassískar og jafnvel rómantískar hugmyndir um höfundinn sem slíkan, þá finnst mér þú ekki beinlínis tilheyra þeim hópi? Ekki fastagestur á lista yfir þá sem fá listamannalaun; hvernig upplifir þú þig í þessu samhengi?„Ég átta mig ekki alveg á stöðu minni. Það er alveg ljóst að ég er ekki í hópi vinsælustu eða mest metnu rithöfunda landsins, en er það eitthvert vandamál? Mér líður vel, bý við góðar aðstæður og finnst gaman að skrifa. Ég fæ ekki listamannalaun en ég sæki mjög sjaldan um þau. Ég hef líklega sótt um starfslaunin 7-8 sinnum og fengið tvisvar, en hafnanir í nokkur skipti. Þú finnur hins vegar ákaflega fá dæmi um skrif þar sem rithöfundurinn Ágúst Borgþór er úthrópaður sem fúskari og vonlaus listamaður. Það er hins vegar til mikið af mjög jákvæðum ritdómum um verk mín. Ég er frekar það sem kallað er low-profile, það ber ekki mikið á verkum mínum, en það er eitthvað sem alveg er hægt að sætta sig við. Og svo virðist lesendum fara fjölgandi. Hvort sem staða mín hefur breyst eða ég þroskast með aldrinum þá er ég miklu sáttari við minn hlut en þegar ég var ungur. Ég var að gefa út bók sem fær að sumu leyti fínar viðtökur, og ég er með útgefanda, vissulega lítinn, en sem vill gjarnan gefa út eftir mig smásagnasafn og aðra skáldsögu á næstu misserum. Ég reyni því nú orðið að hugsa frekar um þau skemmtilegu verkefni sem ég á framundan en hvort ég sá að fá næga viðurkenningu.“Fyrirlitningin á blaðamennskunniJá, einmitt... en, þetta er utan frá séð, ég er meira að fiska eftir því hvernig þú upplifir þig meðal kollega, þú virðist ekki vera af sama sauðahúsinu og íslenskir höfundar? Veit ekki alveg hvernig ég á að útskýra það; fáir íslenskir rithöfundar hefðu tekið sér það fyrir hendur að starfa á dv.is, svona svo dæmi sé tekið. Þú ferð þínar leiðir?„Já, það er rétt. Margir fara þá braut að vera í þessu full-time og ströggla sig í gegnum það. Skrifa líka barnabækur og eru á kafi í þýðingum. En ég vil frekar vinna á dv.is en skrifa barnabók. Ég skil hvað þú ert að fara, það er erfitt að sjá fyrir sér þekktan rithöfund vinna við að skrifa fréttir á dv.is - en í sögulegu ljósi hefur það samt verið mjög algengt að sami einstaklingurinn sé bæði blaðamaður og rithöfundur.“Listamaðurinn lengi þar við undi. Ágúst Borgþór er harðduglegur, hann starfar sem blaðamaður, starfar við að skrifa auglýsingatexta einnig og alltaf þegar laus stund er fer hann á kaffihúsið og skrifar skáldskap.visir/ernirEn, mér sýnist hópurinn rithöfundar meira og minna fyrirlíta blaðamennsku og ekki síst tabloid-blaðamennsku, sem eðli máls samkvæmt er sú sem tíðkast á netinu, sú er línan og flestir rithöfundar telja sig hátt yfir allt slíkt hafnir?„Það getur verið. Ég geri það ekki. Mér finnst fínt að vinna við agressíva blaðamennsku en það má heldur ekki ljúga eða afbaka sannleikann. Enda tel ég okkur ekki vera að gera það. Varðandi rithöfund í svipuðum sporum og ég einhvernt tíma þá dettur mér strax í hug Mikael Torfason.“Sér ekki Gyrði fyrir sér á dv.isÞá í framhaldi af þessu, örstutt þó, hvað finnst þér um listmannalaunin sem slík? Um þau hefur staðið afskaplega herpingsleg umræða árum saman, en hlýtur ekki að eðli máls samkvæmt að myndast einhvers konar klíka um þau takmörkuðu gæði, sem þá veldur einsleitni meðal rithöfunda? Ég vísa í þessum efnum til greinar Þórunnar Jörlu sem Vísir birti nýverið.„Ég ætla ekki að fullyrða að það sé klíkuskapur, en ég ætla ekki að útiloka það heldur. Almennt sé ég ekki ástæðu fyrir nokkurn listamann að falla í einhvern hóp. En ég kann mjög vel persónulega við þá íslensku rithöfunda sem ég á annað borð þekki til,“ segir Ágúst Borgþór en horfir svo á fyrirbærið úr annarri átt:Ágúst Borgþór hefur blendna afstöðu til listamannalauna, þau fara í taugarnar á honum sem blaðamanni en sem rithöfundi finnst honum þau nauðsynleg, þó sjálfum hafi honum einatt verið hafnað.visir/ernir„Í fyrra kom ég að úthlutunum sem blaðamaður og hafði þá ekki sótt um í nokkuð langan tíma sjálfur. Mér þóttu úthlutanirnar þá skrýtnar og ekki sanngjarnar í nokkrum dæmum. Verra þótti mér þó sem blaðamaður að enginn sem tengdist þessari úthlutun taldi sér skylt að ræða þau á nokkurn hátt við fjölmiðla,“ segir Ágúst Borgþór sem er blendinn í afstöðu sinni. „Hvað mér finnnst um listamannalaun almennt og hvort fyrirkomulag þeirra er rétt, þá veit ég það ekki. Ég veit bara að það eru margir mjög afkastamiklir rithöfundur sem ég les mikið sem ég vildi alls ekki sjá detta af starfslaunum. Mér fyndist það til dæmis ömurlegt ef Gyrðir Elíasson, Bragi Ólafsson eða Ólafur Gunnarsson fengju ekki lengur starfslaun. Ætlarðu að fara að pína Gyrði til að skrifa á dv.is svo hann geti séð fyrir sér? Mér finnst hins vegar að það ætti að leggja þann kross á úthlutunarnefndir að þær rökstyddu niðurstöður sínar. Hermann Stefánsson hefði til dæmis verðskuldað skýringar á því hvers vegna honum var allt í einu sparkað af starfslaunum. Það þarf líka að rökstyðja það þegar höfundar sem eru ekki mikið þekktari en ég eru allt í einu settir á 2ja ára laun.“Jájá? „En svo ég bara tali hreint út um þetta persónulega: Ég þarf ekki starfslaun sjálfur og er hættur að sækja um þau. Ég var mjög þakklátur árið 2009 þegar ég fékk þriggja mánaða laun þegar ég var nýbúinn að missa vinnuna á auglýsingastofu. Og svo var ég eflaust oft pirraður þegar ég á unga aldri fékk nánast aldrei starfslaun fyrir smásagnasöfn mér mér þóttu mjög fín.“Að drukkna í jólabókaflóðinuEn, þá aðeins að nýju bókinni og því að hrópa á athyglina... Þú segir að þú sért þekktari en nokkru sinni fyrr á þínum rithöfundaferli, þú segist selja betur en áður en, þú virðist nú engu að síður vera að troða marvaðann í þeim efnum því þú sést ekki á sölulistum?„Já, ég er alls ekki að keppa á toppnum, það er alveg rétt. En þetta gengur betur en áður. Það er miklu algengara en fólk heldur að bækur höfunda seljist bara á bókasöfn og til vina og ættingja. Það er algengara en margan grunar að bók fari í 150 eintökum, jafnvel skáldsaga. Ég var á sölulistum fyrstu vikurnar en ekki meira. En ég hef eignast nýja lesendur sem eru ánægðir og ég hef trú á að þetta muni halda áfram að aukast.“ En, hann er þarna óttinn við að drukkna í jólabókaflóðinu, þú færð því vart neitað og þú ert reyndar þar í mjög góðu kompaníi, höfundar sem eru verðlaunaðir í bak og fyrir mega bíta í það súra epli að busla hundasund og mara í hálfu kafi?„Ég hef oft upplifað þá ömurlegu tilfinningu að sjá smásagnasafn eftir mig óhreyft í búðahillum á meðan aðrar bækur renna út. Kannski drukknar meirihlutinn í flóðinu ef maður horfir þannig á það. En mér þykir landslagið dálítið breytt. Með Facebook-kynningunni og vel heppnuðum útgáfuteitum fer þetta að verða meira þannig að hver listamaður horfir á sinn hóp og reynir að stækka hann, frekar en að horfa yfir allt sviðið og velta því fyrir sér hvort hann sjáist þar.“Bókin fer örugglega yfir 500 eintök seldOg allra bragða neytt, er það rétt sem ég heyri að þú hafir sjálfur lagt inn myndapöntun, á ljósmyndara DV þess efnis að hann kæmi á útgáfuteiti þitt og myndaði fyrir blaðið?„Ég spurði ljósmyndara sem vinnur á DV hvort hann vildi taka myndir í teitinu og gefa mér, ég ætlaði síðan að nota þær í minni eigin kynningu. Hann reyndist ekki hafa tíma til þess og ekki varð af því. Ég notaði þá bara myndir sem gestir tóku. Ég bað líka Séð og heyrt um að mæta en þeir komu ekki. Þetta lukkaðist samt vel. Það má kalla þetta að neyta allra bragða en ég sé ekki skandalinn.“Neinei, það er svo sem enginn að tala um skandal, bara reyna að ná utan um þetta sérkennilega tímabil sem er bókavertíðin?„Já, ég fæ mikið af nei-um en ég er ekki mjög stressaður yfir því - ekki eins og ég var einu sinni.“Mér heyrist þú furðu rólegur yfir þessu öllu, miðað við hversu mikið hefur gengið á?„Kannski þarf svona lítið til að gleðja mig eftir allt saman. Að vera allt í einu öruggur um að bókin mín fari yfir 500 eintök yfir jól og eiga vonir um að hún endi í 1000 eintökum á næsta ári, það er ný og skárri staða fyrir mig.“Fagurfræðilegur fjandskapurEn, segðu mér annað, verður þú var við mikla samkeppni milli höfunda á þessum tíma og jafnvel öfund?„Ég verð ekki var við hana. Ég hef ekki mikið verið að hitta rithöfunda undanfarið. Og margir þeirra eru einfarar, Ég held að við séum orðin dálítið leiðinlegt hvað það varðar að við séum orðin öll mjög elskuleg hvert við annað. Öll þessi læk á Facebook, það er svo auðvelt að læka. Og svo einn daginn er búið að læka svo mikið að við erum öll orðin vinir. Maður skynjar kannski eitthvað sem mætti kalla fagurfræðilegan fjandskap. Við að lesa Kötu eftir Steinar Braga er erfitt að verjast þeirri tilhugsun að hann fyrirlíti skáldskap Jóns Kalmanns.“Verður þú var við andúð frá öðrum höfundum, fagurfræðilegs eðlis þá?„Ég get ekki sagt að ég hafi orðið var við hana. Kannski frekar að þeir séu latir að lesa mig. Ég veit þó að til dæmis Bragi Ólafsson og Þráinn Bertelsson hafa verið hrifnir af mínum verkum, svo ég nefni tvo sem mér dettur í hug í augnablikinu.“Lélegri sala en almennt er taliðNú hafa bækur þínar fengið fínar viðtökur meðal þeirra sem um hafa fjallað, en af hverju heldurðu að þær hafi ekki selst meira en raun ber vitni?„Smásagnasöfn eða mjög stuttar skáldsögur, litlir útgefendur og stundum mjög léleg dreifing. Annars held ég að léleg sala skáldsagna sé miklu algengara en hitt, jafnvel hjá sæmilega þekktum höfundum.“Ágúst Borgþór telur víst að almennt telji fólk bóksölu talsvert miklu stærri í sniðum en hún er, sjálfur hefur hann verið að selja um 150 eintök bóka sinna en sér fyrir sér að fara vel yfir 500 eintök núna.visir/ernirJá, er ekki staðreyndin sú að almennt er talið að bækur seljist miklu meira en þær gera?„Ég held að það sé almennt þannig. En auðvitað seljast sumar bækur vel. Einu sinni sagði ég nemendum á smásagnanámskeiði hjá mér frá því að smásagnasafn Rúnars Helga Vignissonar, sem kom út vorið 2012, hafi selst í 1000 eintökum, sem þótti ansi gott. En nemendunum fannst þetta ekki vera góð sala.“Rétttrúnaðurinn og rithöfundurinnLíklega telur almenningur bóksölu stærri í sniðum en hún er, en getur verið að umfjöllarefni þín séu með þeim hætti að skorta tilhöfun á mikilvægum póstum? Þú hefur tekið rétttrúnað fyrir, þú veltir fyrir þér karllægum sjónarmiðum ... er þetta kannski eitthvað sem þeir sem stýra menningarneyslunni hafa fremur takmarkaðan áhuga á? „Ég veit það ekki. Það getur verið. Ég held samt að smásagnaformið hafi unnið mjög gegn mér og svo voru skáldsögurnar tvær mjög stuttar.“ En, sko... mér finnst þetta athyglisvert með þetta karllæga sjónarhorn og svo þetta að leyfa sér að efast um þetta sem við leyfum okkur að kalla rétttrúnað; að það sé umfjöllunarefni sem þeir sem kaupa bækur kæri sig bara ekkert um? Nú eru einkum konur sem stýra menningarneyslunni... og fólk les það sem það les einkum til að staðfesta skoðanir sínar, ekki til að láta ögra þeim?„Ég held að viðhorf mín til réttrúnaðar hafi getað unnið gegn mér þegar ég gaf til dæmis út skáldsöguna Hliðarspor árið 2007 og jafnvel þegar nóvellan Stolnar stundir kom út árið 2001, en báðar fengu ágæta umfjöllun og fína kynningu. Það leit jafnvel út fyrir að Stolnar stundir væri að slá í gegn. Núna er ég hins vegar ekki á þessum miðum, ég held að erfitt sé að finna andóf gegn pc í þessari bók og hún hefur ekki verið kynnt þannig.“Telur Steinar Braga og Stefán Mána einlæga femínistaBurtséð frá kynningum, þær drífa svo og svo langt, þetta er kannski frekar spurning um ímynd; heldur þú kannski að ímynd þín sem karkyns KR-ingur á miðjum aldri sé þess eðlis að bókakaupendur setji það fyrir sig?„Ég veit það ekki. Það er til mikið af karlkyns miðaldra rithöfundum. Kannski ekki margir þeirra yfirlýstir KR-ingar og sumir eru mjög vinstri sinnaðir eða eldheitir feministar. Ég er kannski meira eins og miðaldra kallinn úti í samfélaginu. Ég hef meira að segja stundum kosið Sjálfstæðisflokkinn.“En, getur hugsast að miðaldra karlkyns rithöfundar telji hag sínum betur borgið með því að flagga því að þeir séu femínistar; að það sé hreinlega liður í markaðssetningu?„Það getur verið. Ég ætla samt að trúa því að Stefán Máni og Steinar Bragi séu einlægir feministar. En það kemur þeim vel. Ég færðist nokkuð til vinstri eftir hrun og fór að draga ýmsar niðurnegldar skoðanir í efa. Ég er sammála feministum um sumt en ekki annað.“ Menning Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Jólabókaflóðið er sérkennilegur tími fyrir rithöfunda. Ritstörf krefjast einveru en á þessum árstíma er rithöfundum gert að breytast úr innhverfum einstaklingum í úthverfa og hrópa á athygli. Æpa á athygli á markaðstorginu. Takið eftir mér! Auglýsa bókina og sjálfan sig í leiðinni. Ágúst Borgþór Sverrisson á alllangan feril að baki sem rithöfundur, hann er að mörgu leyti erkitýpískur rithöfundur og að ýmsu leyti einstakur í sínum hópi. Ekki vefst fyrir honum að sækjast eftir athyglinni og hann reyndar kýs helst að skrifa á kaffihúsum. Einveran er ekkert endilega málið þegar hann á í hlut. Ágúst Borgþór er umdeildur blaðamaður, þekktur sem slíkur og hann segir að sú staðreynd geti virkað hamlandi á allt kynningarstarf. Sem gæti komið einhverjum á óvart. Ágúst Borgþór sendir nýverið frá sér skáldsöguna Inn í myrkrið, en ekki verður höfundinum að ósk sinni í þessu viðtali; að það verði fjallað um bókina, efni og inntak hennar kynnt heldur lék blaðamanni Vísis meiri forvitni á að ræða við hann um stöðu rithöfundarins og stöðu hans sjálfs meðal rithöfunda.Textavélin Ágúst BorgþórViðmælandi Vísis hefur lengi fengist við ritstörf; þýðingar, auglýsingaskrif, blaðamennsku ... en hann hefur lengi stefnt að því leynt og ljóst að verða rithöfundur. En, það hefur verið brokkgengt, er það ekki, þá bæði hvað varða að fá verk sín útgefin sem og að komast til að sinna þessu?„Það hefur oft verið erfitt að fá útgefið, sérstaklega þegar ég var í smásagnasöfnunum. Að geta sinnt ritstörfum hefur líka alltaf verið vandamál en ég lít ekki lengur þannig á það. Annars vegar líkar mjög vel það líf að vinna við önnur störf og skrifa í hjáverkum og hef mikið vinnuþrek; hins vegar er fjárhagsstaða mín orðin þannig að ég hef meiri sveigjanleika til að taka mér launalaus leyfi og/eða fara í utanlandsferðir og skrifa þar í einhvern tíma. Mér er farið að líka með vel við þennan ryþma að vinna dagsdaglega við að skrifa mikinn texta hratt en vera meðfram með eitthvert prjójekt, skáldsögu eða smásagnasafn, sem þróast á löngum tíma.“Og, þó það allt hafist; að finna sér tíma til skrifta, troða því í koll útgefandans að þetta verði að koma út, annars farist himinn og jörð, þá er ekkert björninn unninn: Þá er það þetta að vekja athygli á verkinu?„Jú, en ég reytti hár mitt meira yfir því áður fyrr. Ég átti tímabil þar sem ég komst ekki að í fjölmiðlum og var oft mjög bitur yfir því,“ segir Ágúst Borgþór.Að selja og selja ekki En, svo gerðist það að hann fór að fá meiri aðgang að fjölmiðlum en bækurnar seldust samt ekki og telur Ágúst Borgþór það vera vegna þess að þær voru ekki söluvænlegar.Ágúst Þór flokkar viðtalið sem hann tók við sjálfan sig og birti á Pressunni hafi klárlega ekki verið mistök.visir/ernir„Núna er aftur orðið erfitt að fá umfjöllun í hefðbundnum fjölmiðlum, að ég held einfaldlega vegna þess að bókumfjöllun hefur minnkað. En á sama tíma eru samfélagsmiðlarnir að koma sterkir inn, sérstaklega Facebook, og þar er ég á heimavelli. Niðurstaðan er sú að núna er ég í fyrsta skipti að upplifa það að bók eftir mig er að seljast eitthvað þó að hún verði ekki metsölubók. Ég hélt stórt útgáfuhóf þar sem komu yfir 100 manns, er að fá jákvæðar umsagnir í mörg þúsund manna Facebook-hópum bókaáhugafólks og svo deilir maður allri kynningu til stórs hóps fólks á Facebook. Netið vinnur með mér og hefur reyndar gert það áður, þegar ég var bloggari og varð fyrir vikið þekktari sem rithöfundur.“Umdeilt viðtal við sjálfan sigÞú ert umdeildur blaðamaður, starfaðir á Pressunni, varst færður þaðan yfir á dv.is hvar er sama eignarhaldið þar sem þú ert nú. Og, þú hefur mátt sæta nokkuð harðri gagnrýni fyrir þá meintu ósvífni að taka við sjálfan þig viðtal og birta á miðli sem er systurmiðill þess hins sama og þú starfar hjá. Segðu mér aðeins frá því, hvernig það kom til og hver viðbrögðin hafa verið, til að mynda skrifa Björns Þorlákssonar á Hringbraut sem vildi fordæma þetta uppátæki og hafa til marks um spillingu og blaðamann sem ekki þekkir mörkin?„Ég hef gert mistök sem blaðamaður og sé mjög eftir þeim, misjafnlega mikið þó enda mistökin misstór. Sjálfsviðtalið á Pressunni flokkast klárlega ekki undir það. Ég fékk þau boð frá ritstjórum DV að ég fengi enga kynningu í blaðinu vegna þess að ég væri starfsmaður fyrirtækisins. DV er núna fyrir þessi jól að gefa út nokkur bókablöð þar sem ekki er minnst á Ágúst Borþór Sverrisson og enginn ritdómur mun birtast í DV. Pressan hefur ekki sömu stefnu og ég fékk að birta sjálfsviðtalið þar. Sjálfur hef ég, sem fyrrverandi blaðamaður á Pressunni, tekið við viðtölum frá um tíu höfundum og mér skilst að nokkrir tugir hafi fengið birt slík viðtöl við sig áður.“Rígur milli miðlaÞetta er athyglisvert, svo virðist sem það tíðkist í menningarumfjöllun að þar skrifi fólk um sig sjálft, leynt og svo ljóst. Eins og í tilfelli Ágústs Borgþórs. Hann segir spursmálin í raun tvö „Er fáránlegt að rithöfundur taki viðtal við sjálfan sig? Svarið er nei. Þetta er aðferð sem hefur tíðkast lengi í listaheiminum og fellur raunar meira undir leik og stílbragð en blaðamennsku eða fréttamennsku, enda er Pressan öðrum þræði afþreyingarmiðill,“ segir Ágúst Borgþór og beinir þá sjónum að hinu álitamálinu: „Ég er starfsmaður Vefpressunnar sem rekur Dagblaðið Vísir, dv.is, Pressan.is, Eyjan.is, bleikt.is og nokkur staðarblöð. Á ég af þeim sökum ekki að fá neina kynningu í neinum af þessum miðlum á meðan aðrir rithöfundar fá kynningu í þeim? Það finnst mér ekki.“Ágúst Borgþór hefur mikið dálæti á kanadíska nóbelsverðlaunahafanum Alice Munro, enda fæst hún við smásagnagerð líkt og Ágúst.visir/ernirÞú segir að umfjöllun um rithöfunda og verk þeirra hafi dregist saman, og það má vera rétt ... en heldurðu að þú fáir jafnframt að gjalda þess á öðrum miðlum, að ekki sé við þig rætt sem rithöfund, þá væntanlega á forsendum einhvers skotgrafarhernaðar milli miðla?„Ég hef ekki hugsað út í það. Svona í fljótu bragði efast ég um það. Það hata alls ekki allir fjölmiðlar Vefpressuna, öðru nær. Stundin hefur ekki boðið mér viðtal en mér finnst það allt í lagi. Ég þarf ekki að vera alls staðar.“Aldrei verið úthrópaður sem vonlaus listamaðurGuðbergur skrifar einhvers staðar: „Útrekna menn langar ekki að sýna sínum líkum samstöðu heldur hafa þeir áhuga á öðrum sem útskúfa þeim og þrá að komast í félagsskap þeirra.“ Nú hef ég fylgst lengi með bókaútgáfu og þó mér sýnist þú hafa ákaflega klassískar og jafnvel rómantískar hugmyndir um höfundinn sem slíkan, þá finnst mér þú ekki beinlínis tilheyra þeim hópi? Ekki fastagestur á lista yfir þá sem fá listamannalaun; hvernig upplifir þú þig í þessu samhengi?„Ég átta mig ekki alveg á stöðu minni. Það er alveg ljóst að ég er ekki í hópi vinsælustu eða mest metnu rithöfunda landsins, en er það eitthvert vandamál? Mér líður vel, bý við góðar aðstæður og finnst gaman að skrifa. Ég fæ ekki listamannalaun en ég sæki mjög sjaldan um þau. Ég hef líklega sótt um starfslaunin 7-8 sinnum og fengið tvisvar, en hafnanir í nokkur skipti. Þú finnur hins vegar ákaflega fá dæmi um skrif þar sem rithöfundurinn Ágúst Borgþór er úthrópaður sem fúskari og vonlaus listamaður. Það er hins vegar til mikið af mjög jákvæðum ritdómum um verk mín. Ég er frekar það sem kallað er low-profile, það ber ekki mikið á verkum mínum, en það er eitthvað sem alveg er hægt að sætta sig við. Og svo virðist lesendum fara fjölgandi. Hvort sem staða mín hefur breyst eða ég þroskast með aldrinum þá er ég miklu sáttari við minn hlut en þegar ég var ungur. Ég var að gefa út bók sem fær að sumu leyti fínar viðtökur, og ég er með útgefanda, vissulega lítinn, en sem vill gjarnan gefa út eftir mig smásagnasafn og aðra skáldsögu á næstu misserum. Ég reyni því nú orðið að hugsa frekar um þau skemmtilegu verkefni sem ég á framundan en hvort ég sá að fá næga viðurkenningu.“Fyrirlitningin á blaðamennskunniJá, einmitt... en, þetta er utan frá séð, ég er meira að fiska eftir því hvernig þú upplifir þig meðal kollega, þú virðist ekki vera af sama sauðahúsinu og íslenskir höfundar? Veit ekki alveg hvernig ég á að útskýra það; fáir íslenskir rithöfundar hefðu tekið sér það fyrir hendur að starfa á dv.is, svona svo dæmi sé tekið. Þú ferð þínar leiðir?„Já, það er rétt. Margir fara þá braut að vera í þessu full-time og ströggla sig í gegnum það. Skrifa líka barnabækur og eru á kafi í þýðingum. En ég vil frekar vinna á dv.is en skrifa barnabók. Ég skil hvað þú ert að fara, það er erfitt að sjá fyrir sér þekktan rithöfund vinna við að skrifa fréttir á dv.is - en í sögulegu ljósi hefur það samt verið mjög algengt að sami einstaklingurinn sé bæði blaðamaður og rithöfundur.“Listamaðurinn lengi þar við undi. Ágúst Borgþór er harðduglegur, hann starfar sem blaðamaður, starfar við að skrifa auglýsingatexta einnig og alltaf þegar laus stund er fer hann á kaffihúsið og skrifar skáldskap.visir/ernirEn, mér sýnist hópurinn rithöfundar meira og minna fyrirlíta blaðamennsku og ekki síst tabloid-blaðamennsku, sem eðli máls samkvæmt er sú sem tíðkast á netinu, sú er línan og flestir rithöfundar telja sig hátt yfir allt slíkt hafnir?„Það getur verið. Ég geri það ekki. Mér finnst fínt að vinna við agressíva blaðamennsku en það má heldur ekki ljúga eða afbaka sannleikann. Enda tel ég okkur ekki vera að gera það. Varðandi rithöfund í svipuðum sporum og ég einhvernt tíma þá dettur mér strax í hug Mikael Torfason.“Sér ekki Gyrði fyrir sér á dv.isÞá í framhaldi af þessu, örstutt þó, hvað finnst þér um listmannalaunin sem slík? Um þau hefur staðið afskaplega herpingsleg umræða árum saman, en hlýtur ekki að eðli máls samkvæmt að myndast einhvers konar klíka um þau takmörkuðu gæði, sem þá veldur einsleitni meðal rithöfunda? Ég vísa í þessum efnum til greinar Þórunnar Jörlu sem Vísir birti nýverið.„Ég ætla ekki að fullyrða að það sé klíkuskapur, en ég ætla ekki að útiloka það heldur. Almennt sé ég ekki ástæðu fyrir nokkurn listamann að falla í einhvern hóp. En ég kann mjög vel persónulega við þá íslensku rithöfunda sem ég á annað borð þekki til,“ segir Ágúst Borgþór en horfir svo á fyrirbærið úr annarri átt:Ágúst Borgþór hefur blendna afstöðu til listamannalauna, þau fara í taugarnar á honum sem blaðamanni en sem rithöfundi finnst honum þau nauðsynleg, þó sjálfum hafi honum einatt verið hafnað.visir/ernir„Í fyrra kom ég að úthlutunum sem blaðamaður og hafði þá ekki sótt um í nokkuð langan tíma sjálfur. Mér þóttu úthlutanirnar þá skrýtnar og ekki sanngjarnar í nokkrum dæmum. Verra þótti mér þó sem blaðamaður að enginn sem tengdist þessari úthlutun taldi sér skylt að ræða þau á nokkurn hátt við fjölmiðla,“ segir Ágúst Borgþór sem er blendinn í afstöðu sinni. „Hvað mér finnnst um listamannalaun almennt og hvort fyrirkomulag þeirra er rétt, þá veit ég það ekki. Ég veit bara að það eru margir mjög afkastamiklir rithöfundur sem ég les mikið sem ég vildi alls ekki sjá detta af starfslaunum. Mér fyndist það til dæmis ömurlegt ef Gyrðir Elíasson, Bragi Ólafsson eða Ólafur Gunnarsson fengju ekki lengur starfslaun. Ætlarðu að fara að pína Gyrði til að skrifa á dv.is svo hann geti séð fyrir sér? Mér finnst hins vegar að það ætti að leggja þann kross á úthlutunarnefndir að þær rökstyddu niðurstöður sínar. Hermann Stefánsson hefði til dæmis verðskuldað skýringar á því hvers vegna honum var allt í einu sparkað af starfslaunum. Það þarf líka að rökstyðja það þegar höfundar sem eru ekki mikið þekktari en ég eru allt í einu settir á 2ja ára laun.“Jájá? „En svo ég bara tali hreint út um þetta persónulega: Ég þarf ekki starfslaun sjálfur og er hættur að sækja um þau. Ég var mjög þakklátur árið 2009 þegar ég fékk þriggja mánaða laun þegar ég var nýbúinn að missa vinnuna á auglýsingastofu. Og svo var ég eflaust oft pirraður þegar ég á unga aldri fékk nánast aldrei starfslaun fyrir smásagnasöfn mér mér þóttu mjög fín.“Að drukkna í jólabókaflóðinuEn, þá aðeins að nýju bókinni og því að hrópa á athyglina... Þú segir að þú sért þekktari en nokkru sinni fyrr á þínum rithöfundaferli, þú segist selja betur en áður en, þú virðist nú engu að síður vera að troða marvaðann í þeim efnum því þú sést ekki á sölulistum?„Já, ég er alls ekki að keppa á toppnum, það er alveg rétt. En þetta gengur betur en áður. Það er miklu algengara en fólk heldur að bækur höfunda seljist bara á bókasöfn og til vina og ættingja. Það er algengara en margan grunar að bók fari í 150 eintökum, jafnvel skáldsaga. Ég var á sölulistum fyrstu vikurnar en ekki meira. En ég hef eignast nýja lesendur sem eru ánægðir og ég hef trú á að þetta muni halda áfram að aukast.“ En, hann er þarna óttinn við að drukkna í jólabókaflóðinu, þú færð því vart neitað og þú ert reyndar þar í mjög góðu kompaníi, höfundar sem eru verðlaunaðir í bak og fyrir mega bíta í það súra epli að busla hundasund og mara í hálfu kafi?„Ég hef oft upplifað þá ömurlegu tilfinningu að sjá smásagnasafn eftir mig óhreyft í búðahillum á meðan aðrar bækur renna út. Kannski drukknar meirihlutinn í flóðinu ef maður horfir þannig á það. En mér þykir landslagið dálítið breytt. Með Facebook-kynningunni og vel heppnuðum útgáfuteitum fer þetta að verða meira þannig að hver listamaður horfir á sinn hóp og reynir að stækka hann, frekar en að horfa yfir allt sviðið og velta því fyrir sér hvort hann sjáist þar.“Bókin fer örugglega yfir 500 eintök seldOg allra bragða neytt, er það rétt sem ég heyri að þú hafir sjálfur lagt inn myndapöntun, á ljósmyndara DV þess efnis að hann kæmi á útgáfuteiti þitt og myndaði fyrir blaðið?„Ég spurði ljósmyndara sem vinnur á DV hvort hann vildi taka myndir í teitinu og gefa mér, ég ætlaði síðan að nota þær í minni eigin kynningu. Hann reyndist ekki hafa tíma til þess og ekki varð af því. Ég notaði þá bara myndir sem gestir tóku. Ég bað líka Séð og heyrt um að mæta en þeir komu ekki. Þetta lukkaðist samt vel. Það má kalla þetta að neyta allra bragða en ég sé ekki skandalinn.“Neinei, það er svo sem enginn að tala um skandal, bara reyna að ná utan um þetta sérkennilega tímabil sem er bókavertíðin?„Já, ég fæ mikið af nei-um en ég er ekki mjög stressaður yfir því - ekki eins og ég var einu sinni.“Mér heyrist þú furðu rólegur yfir þessu öllu, miðað við hversu mikið hefur gengið á?„Kannski þarf svona lítið til að gleðja mig eftir allt saman. Að vera allt í einu öruggur um að bókin mín fari yfir 500 eintök yfir jól og eiga vonir um að hún endi í 1000 eintökum á næsta ári, það er ný og skárri staða fyrir mig.“Fagurfræðilegur fjandskapurEn, segðu mér annað, verður þú var við mikla samkeppni milli höfunda á þessum tíma og jafnvel öfund?„Ég verð ekki var við hana. Ég hef ekki mikið verið að hitta rithöfunda undanfarið. Og margir þeirra eru einfarar, Ég held að við séum orðin dálítið leiðinlegt hvað það varðar að við séum orðin öll mjög elskuleg hvert við annað. Öll þessi læk á Facebook, það er svo auðvelt að læka. Og svo einn daginn er búið að læka svo mikið að við erum öll orðin vinir. Maður skynjar kannski eitthvað sem mætti kalla fagurfræðilegan fjandskap. Við að lesa Kötu eftir Steinar Braga er erfitt að verjast þeirri tilhugsun að hann fyrirlíti skáldskap Jóns Kalmanns.“Verður þú var við andúð frá öðrum höfundum, fagurfræðilegs eðlis þá?„Ég get ekki sagt að ég hafi orðið var við hana. Kannski frekar að þeir séu latir að lesa mig. Ég veit þó að til dæmis Bragi Ólafsson og Þráinn Bertelsson hafa verið hrifnir af mínum verkum, svo ég nefni tvo sem mér dettur í hug í augnablikinu.“Lélegri sala en almennt er taliðNú hafa bækur þínar fengið fínar viðtökur meðal þeirra sem um hafa fjallað, en af hverju heldurðu að þær hafi ekki selst meira en raun ber vitni?„Smásagnasöfn eða mjög stuttar skáldsögur, litlir útgefendur og stundum mjög léleg dreifing. Annars held ég að léleg sala skáldsagna sé miklu algengara en hitt, jafnvel hjá sæmilega þekktum höfundum.“Ágúst Borgþór telur víst að almennt telji fólk bóksölu talsvert miklu stærri í sniðum en hún er, sjálfur hefur hann verið að selja um 150 eintök bóka sinna en sér fyrir sér að fara vel yfir 500 eintök núna.visir/ernirJá, er ekki staðreyndin sú að almennt er talið að bækur seljist miklu meira en þær gera?„Ég held að það sé almennt þannig. En auðvitað seljast sumar bækur vel. Einu sinni sagði ég nemendum á smásagnanámskeiði hjá mér frá því að smásagnasafn Rúnars Helga Vignissonar, sem kom út vorið 2012, hafi selst í 1000 eintökum, sem þótti ansi gott. En nemendunum fannst þetta ekki vera góð sala.“Rétttrúnaðurinn og rithöfundurinnLíklega telur almenningur bóksölu stærri í sniðum en hún er, en getur verið að umfjöllarefni þín séu með þeim hætti að skorta tilhöfun á mikilvægum póstum? Þú hefur tekið rétttrúnað fyrir, þú veltir fyrir þér karllægum sjónarmiðum ... er þetta kannski eitthvað sem þeir sem stýra menningarneyslunni hafa fremur takmarkaðan áhuga á? „Ég veit það ekki. Það getur verið. Ég held samt að smásagnaformið hafi unnið mjög gegn mér og svo voru skáldsögurnar tvær mjög stuttar.“ En, sko... mér finnst þetta athyglisvert með þetta karllæga sjónarhorn og svo þetta að leyfa sér að efast um þetta sem við leyfum okkur að kalla rétttrúnað; að það sé umfjöllunarefni sem þeir sem kaupa bækur kæri sig bara ekkert um? Nú eru einkum konur sem stýra menningarneyslunni... og fólk les það sem það les einkum til að staðfesta skoðanir sínar, ekki til að láta ögra þeim?„Ég held að viðhorf mín til réttrúnaðar hafi getað unnið gegn mér þegar ég gaf til dæmis út skáldsöguna Hliðarspor árið 2007 og jafnvel þegar nóvellan Stolnar stundir kom út árið 2001, en báðar fengu ágæta umfjöllun og fína kynningu. Það leit jafnvel út fyrir að Stolnar stundir væri að slá í gegn. Núna er ég hins vegar ekki á þessum miðum, ég held að erfitt sé að finna andóf gegn pc í þessari bók og hún hefur ekki verið kynnt þannig.“Telur Steinar Braga og Stefán Mána einlæga femínistaBurtséð frá kynningum, þær drífa svo og svo langt, þetta er kannski frekar spurning um ímynd; heldur þú kannski að ímynd þín sem karkyns KR-ingur á miðjum aldri sé þess eðlis að bókakaupendur setji það fyrir sig?„Ég veit það ekki. Það er til mikið af karlkyns miðaldra rithöfundum. Kannski ekki margir þeirra yfirlýstir KR-ingar og sumir eru mjög vinstri sinnaðir eða eldheitir feministar. Ég er kannski meira eins og miðaldra kallinn úti í samfélaginu. Ég hef meira að segja stundum kosið Sjálfstæðisflokkinn.“En, getur hugsast að miðaldra karlkyns rithöfundar telji hag sínum betur borgið með því að flagga því að þeir séu femínistar; að það sé hreinlega liður í markaðssetningu?„Það getur verið. Ég ætla samt að trúa því að Stefán Máni og Steinar Bragi séu einlægir feministar. En það kemur þeim vel. Ég færðist nokkuð til vinstri eftir hrun og fór að draga ýmsar niðurnegldar skoðanir í efa. Ég er sammála feministum um sumt en ekki annað.“
Menning Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira