Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar

Hátt í þúsund manns hafa misst vinnuna í hópuppsögnum í dag en enn eiga fleiri tilkynningar eftir að berast Vinnumálastofnun. Dæmi eru um að öllu starfsfólki fyrirtækja í ferðaþjónustu hafi verið sagt upp. Framkvæmdastjóri Eflingar óttast að lögum um hópuppsagnir sé ekki fylgt í öllum tilfellum, en fjallað verður nánar um þetta í fréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.

Þar rýnum við líka í stöðuna hjá Icelandair og heimsækjum ferðamannastaði á Suðurlandi sem venjulega iða af lífi en eru nú nær mannlausir.

Loks hittum við grunnskólastúlku í Kópavogi sem segir óboðlegt að skólahald skerðist á ný vegna yfirvofandi verkfallsaðgerða Eflingar. Hún segir að hafa eigi hag barna að leiðarljósi við ákvarðanatöku og hefur sent kvörtun til umboðsmanns barna vegna stöðunnar.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×