Lýðræðinu ógnað með fjölþættum, leynilegum og skipulögðum aðgerðum Heimir Már Pétursson skrifar 27. febrúar 2020 19:30 Sérfræðingur Atlantshafsbandalagsins segir nútíma hernað í vaxandi mæli falinn á bakvið fjölþættar aðgerðir sem lýðræðisríki geti átt í erfiðleikum með að greina og bregðast við. Forsætisráðherra segir markmið slíks hernaðar að grafa undan stöðugleika. Þjóðaröryggisráð Íslands í samvinnu við fjölda stofnana, ráðuneyta og samtaka stóð í dag fyrir ráðstefnu um nýjar og fjölþættar ógnir sem samfélög nútímans þurfi að þekkja og verjast. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í ávarpi sínu að lýðræðisríkjum væri stöðugt ögrað með fjölþættum og skipulögðum aðferðum. „Sem miða sérstaklega að því að skapa óreiðu og grafa undan stöðugleika samfélaga og draga úr trausti á lýðræðislegum ferlum og stjórnun. Fyrir utan að gera línur milli friðar og ófriðar óskýrar geta þessar aðferðir falið í sér afskipti af kosningum, netárásir, misnotkun á veikleikum í áríðandi innviðum og efnahags- og viðskiptalegan þrýsting,“ sagði Katrín. Fjölmargir erlendir sérfræðingar fluttu erindi og tóku þátt í umræðum í bland með íslenskum sérfræðingum. Antonio Missiroli aðstoðarframkvæmdastjóri rísandi öryggis ögrana hjá Atlantshafsbandalaginu er einn þeirra sem fylgist grannt með fjölþættum ógnum og hernaði, eins og Rússar beittu til að mynda í Úkraínu árið 2014. „Þetta er samsetning leynilegra og augljósra aðgerða. Þar sem beitt er fölskum upplýsingum, tækni og þá sérstaklega starfrænni tækni til netárása. Með það að markmiði að slá vopnin úr höndum andstæðingsins til að framkvæma mjög þróaðar aðgerðir,“ segir Missiroli. Síðar hafi menn gert sér grein fyrir að fjölþættur hernaður væri í raun fjölþættar aðgerðir og ógnir sem lægju faldar undir vopnuðum átökum og hefðu áhrif á öll samfélög okkar. „Þetta er mjög ódýr aðferð til að grafa undan stöðugleika okkar. Þetta er ódýr leið til að valda truflunum hjá okkur. Þetta eru aðferðir sem er mjög erfitt að greina og verjast,“ segir Missiroli. Aðildarríki NATO þyrftu að þekkja ógnirnar og tækin sem jafnvel væru í boði á almennum markaði allir gætu notað. „Það er einnig hægt að beita samfélagsmiðlum og internetinu til að aðgerða gegn okkur. Þetta geta verið netárásir hakkara, skipulagðra hópa eða samtaka sem studd eru studd af ríkjum. Það er þetta sem gerir okkur erfitt að greina ógnirnar og bregðast við þeim. Þetta snýst ekki um skriðdreka sem fara yfir landamæri,“ segir Antonio Missiroli. NATO Varnarmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
Sérfræðingur Atlantshafsbandalagsins segir nútíma hernað í vaxandi mæli falinn á bakvið fjölþættar aðgerðir sem lýðræðisríki geti átt í erfiðleikum með að greina og bregðast við. Forsætisráðherra segir markmið slíks hernaðar að grafa undan stöðugleika. Þjóðaröryggisráð Íslands í samvinnu við fjölda stofnana, ráðuneyta og samtaka stóð í dag fyrir ráðstefnu um nýjar og fjölþættar ógnir sem samfélög nútímans þurfi að þekkja og verjast. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í ávarpi sínu að lýðræðisríkjum væri stöðugt ögrað með fjölþættum og skipulögðum aðferðum. „Sem miða sérstaklega að því að skapa óreiðu og grafa undan stöðugleika samfélaga og draga úr trausti á lýðræðislegum ferlum og stjórnun. Fyrir utan að gera línur milli friðar og ófriðar óskýrar geta þessar aðferðir falið í sér afskipti af kosningum, netárásir, misnotkun á veikleikum í áríðandi innviðum og efnahags- og viðskiptalegan þrýsting,“ sagði Katrín. Fjölmargir erlendir sérfræðingar fluttu erindi og tóku þátt í umræðum í bland með íslenskum sérfræðingum. Antonio Missiroli aðstoðarframkvæmdastjóri rísandi öryggis ögrana hjá Atlantshafsbandalaginu er einn þeirra sem fylgist grannt með fjölþættum ógnum og hernaði, eins og Rússar beittu til að mynda í Úkraínu árið 2014. „Þetta er samsetning leynilegra og augljósra aðgerða. Þar sem beitt er fölskum upplýsingum, tækni og þá sérstaklega starfrænni tækni til netárása. Með það að markmiði að slá vopnin úr höndum andstæðingsins til að framkvæma mjög þróaðar aðgerðir,“ segir Missiroli. Síðar hafi menn gert sér grein fyrir að fjölþættur hernaður væri í raun fjölþættar aðgerðir og ógnir sem lægju faldar undir vopnuðum átökum og hefðu áhrif á öll samfélög okkar. „Þetta er mjög ódýr aðferð til að grafa undan stöðugleika okkar. Þetta er ódýr leið til að valda truflunum hjá okkur. Þetta eru aðferðir sem er mjög erfitt að greina og verjast,“ segir Missiroli. Aðildarríki NATO þyrftu að þekkja ógnirnar og tækin sem jafnvel væru í boði á almennum markaði allir gætu notað. „Það er einnig hægt að beita samfélagsmiðlum og internetinu til að aðgerða gegn okkur. Þetta geta verið netárásir hakkara, skipulagðra hópa eða samtaka sem studd eru studd af ríkjum. Það er þetta sem gerir okkur erfitt að greina ógnirnar og bregðast við þeim. Þetta snýst ekki um skriðdreka sem fara yfir landamæri,“ segir Antonio Missiroli.
NATO Varnarmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira