Erlent

Átta ný tilfelli staðfest á Norðurlöndunum

Andri Eysteinsson skrifar
Frá Stokkhólmi þar sem einn þeirra sjúklinga sem greindust í dag býr.
Frá Stokkhólmi þar sem einn þeirra sjúklinga sem greindust í dag býr. Getty/AGF

Fimm tilfelli kórónuveirunnar,sem valdið getur Covid-19-sjúkdómnum, greindust í Svíþjóð í dag, þá greindust þrjú ný tilfelli í Noregi.

Heildarfjöldi staðfestra tilfella í Svíþjóð er því orðinn 7. Þrír þeirra sem greindust í dag eru búsettir í Vestra-Gautlandi, einn í Uppsala og sá síðasti í Stokkhólmi. Allir þeirra sem veikir eru höfðu nýverið ferðast til staða þar sem vitað er til að smit hafi greinst.

Aftonbladet greinir frá því að konan, sem greindist í Stokkhólmi, hafi verið á ferð um Íran og sú í Uppsala hafði sótt ráðstefnu í Þýskalandi.

Tveir þeirra sem hafa greinst með kórónuveiruna í dag í Noregi eru búsettir í Osló en sá þriðji býr í Bærum. Öll þrjú dvelja nú í einangrun í heimahúsi sínu og telst enginn alvarlega veikur.  NRK greinir frá að heilbrigðisyfirvöld búi sig undir möguleikann á því að fjórðungur Norðmanna greinist með veiruna. Miðar undirbúningur norskra yfirvalda af því.

Tvö þeirra smituðust á ferð sinni um Ítalíu en sá þriðji eftir heimsókn til Íran.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×