Einn helsti rithöfundur Albaníu er allur Jakob Bjarnar skrifar 1. júlí 2024 10:17 Ismail Kadare, albanski rithöfundurinn, er allur. Getty Images/Leonardo Cendamo Albanski rithöfundurinn Ismail Kadare er látinn. Hann er fæddur 1936 og lést 1. júlí á þessu ári. Kadare hefur verið talinn eitt helsta skáld og hugsuður 20. og 21. aldarinnar, en hann hefur barist mjög gegn alræði í skrifum sínum. Hann fékkst við skáldsagnaritun, ljóð, pistla og var auk þess handritshöfundur og leikskáld. Kadare hafði átt við vanheilsu að stríða undanfarin ár en hjartað gaf sig. Einn þeirra sem ekki hefur farið dult með hrifningu sína á Kadare er hinn fjölfróði Egill Helgason sjónvarpsmaður sem telur synd og skömm að hann hafi aldrei fengið Nóbelsverðlaunin eins og hann átti svo innilega skilið. Í greinarkorni sem Egill tók saman um Kadare kemur fram að Kadare hafi ýmis búið í Albanínu og Frakklandi. „Kadare er einn af frumlegustu rithöfundum sem nú er uppi – og hann hefur frá miklu að segja. Er frá dularfullri þjóð með dularfulla sögu og dularfullar hugsanir.“ Ein bóka Kadares fjallar um fræðimenn sem fara í albönsk fjöll til að leita að söngvurum sem þylja kvæði í anda Hómers, löng söguljóð sem þeir kunna utan að. „Hún gerist í kringum 1930, Kadare er að leika sér með kenningar um munnlega geymd sem voru vinsælar um tíma. Bókin heitir á ensku The File on H – H er ekki minni maður en sjálfur Hómer. Og Egill heldur áfram að rifja upp bækur eftir Kadare sem hann þekkir: „Önnur bók eftir hann fjallar um fall manns sem átti að verða arftaki hins mikla leiðsögumanns – Envers Hoxha. Og auðvitað fellur fjölskylda hans með honum líka. Allir þurfa alltaf að hafa vara á sér; hvert orð, hver svipur, hver hugsun getur steypt manni í glötun.“ Og áfram heldur Egill í upprifjun sinni á bókum eftir þennan mikla meistara: „Sú þriðja sem ég hef lesið eftir Kadare segir frá stórri og dimmri höll þar sem öllum draumum í ríkinu er safnað saman. Hún er mjög í anda Kafka, en um leið metafóra um hina alltumlykjandi alræðisstjórn sem Albanía bjó við. Kadare er höfundur sem vandist við að geta ekki sagt hlutina beint út. Stundum gerir það bækur forvitnilegri.“ Og Egill segir að endingu: „Albanía var kannski akkúrat staðurinn til að geta af sér annan Kafka.“ Bókaútgáfa Andlát Albanía Bókmenntir Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Innlent Fleiri fréttir Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Heathrow aftur starfandi eftir brunann Fyrrverandi ráðherra Danmerkur ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Sjá meira
Hann fékkst við skáldsagnaritun, ljóð, pistla og var auk þess handritshöfundur og leikskáld. Kadare hafði átt við vanheilsu að stríða undanfarin ár en hjartað gaf sig. Einn þeirra sem ekki hefur farið dult með hrifningu sína á Kadare er hinn fjölfróði Egill Helgason sjónvarpsmaður sem telur synd og skömm að hann hafi aldrei fengið Nóbelsverðlaunin eins og hann átti svo innilega skilið. Í greinarkorni sem Egill tók saman um Kadare kemur fram að Kadare hafi ýmis búið í Albanínu og Frakklandi. „Kadare er einn af frumlegustu rithöfundum sem nú er uppi – og hann hefur frá miklu að segja. Er frá dularfullri þjóð með dularfulla sögu og dularfullar hugsanir.“ Ein bóka Kadares fjallar um fræðimenn sem fara í albönsk fjöll til að leita að söngvurum sem þylja kvæði í anda Hómers, löng söguljóð sem þeir kunna utan að. „Hún gerist í kringum 1930, Kadare er að leika sér með kenningar um munnlega geymd sem voru vinsælar um tíma. Bókin heitir á ensku The File on H – H er ekki minni maður en sjálfur Hómer. Og Egill heldur áfram að rifja upp bækur eftir Kadare sem hann þekkir: „Önnur bók eftir hann fjallar um fall manns sem átti að verða arftaki hins mikla leiðsögumanns – Envers Hoxha. Og auðvitað fellur fjölskylda hans með honum líka. Allir þurfa alltaf að hafa vara á sér; hvert orð, hver svipur, hver hugsun getur steypt manni í glötun.“ Og áfram heldur Egill í upprifjun sinni á bókum eftir þennan mikla meistara: „Sú þriðja sem ég hef lesið eftir Kadare segir frá stórri og dimmri höll þar sem öllum draumum í ríkinu er safnað saman. Hún er mjög í anda Kafka, en um leið metafóra um hina alltumlykjandi alræðisstjórn sem Albanía bjó við. Kadare er höfundur sem vandist við að geta ekki sagt hlutina beint út. Stundum gerir það bækur forvitnilegri.“ Og Egill segir að endingu: „Albanía var kannski akkúrat staðurinn til að geta af sér annan Kafka.“
Bókaútgáfa Andlát Albanía Bókmenntir Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Innlent Fleiri fréttir Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Heathrow aftur starfandi eftir brunann Fyrrverandi ráðherra Danmerkur ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Sjá meira