Fótbolti

Verona enn án sigurs eftir fimmtán umferðir | Fiorentina skaust upp í annað sætið

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Emil í leik með Verona á dögunum.
Emil í leik með Verona á dögunum. Vísir/getty
Ekkert virðist ætla að ganga hjá Emil Hallfreðssyni og félögum í Hellas Verona en þeir töpuðu í dag fjórða leik sínum í röð í ítölsku úrvalsdeildinni.

Þetta var fyrsti leikur liðsins undir stjórn Luigi Delneri í ítölsku deildinni og það voru skýr batamerki á leik liðsins í dag.

Þrátt fyrir það tókst leikmönnum ekki að skora og kom eina mark leiksins á 62. mínútu þegar varnarmaðurinn Andrea Costa fylgdi eftir eigin skalla og stýrði boltanum í netið.

Hellas Verona vermir botnsæti ítölsku deildarinnar að 15 umferðum loknum en liðið hefur ekki enn unnið leik og er níu stigum frá öruggu sæti í deildinni.

Fiorentina lyfti sér upp fyrir Napoli með öruggum 3-0 sigri á Udinese á heimavelli og þá vann Atalanta 3-0 sigur á Palermo þrátt fyrir að leika manni færri síðasta korterið.

Úrslit dagsins:

Atalanta 3-0 Palermo

Fiorentina 3-0 Udinese

Frosinone 0-2 Chievo

Verona 0-1 Empoli




Fleiri fréttir

Sjá meira


×