Varamarkvörður Monaco hefur ekki brugðist Argentínu Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. júlí 2014 13:30 Sergio Romero hefur unnið níu af ellefu leikjum sínum á HM 2010 og 2014. vísir/getty Sergio Romero, markvörður argentínska landsliðsins í knattspyrnu, hefur staðið sig með sóma á HM í Brasilíu. Hann er búinn að fá á sig þrjú mörk, en halda hreinu þrisvar sinnum og mun standa á milli stanganna í kvöld þegar Argentína mætir Þjóðverjum í sjálfum úrslitaleiknum. „Í dag verður þú hetja, er það alveg á hreinu?“ sagði Javier Mascherano, miðjumaður Argentínu, við Romero fyrir vítaspyrnukeppnina gegn Hollandi í undanúrslitunum. Hann var með það alveg á hreinu; varði tvær spyrnur og kom Argentínumönnum í úrslitaleikinn. Romero spilar stærsta fótboltaleik heims í kvöld, en hann var eflaust orðinn ansi smeykur um að hann yrði ekki aðalmarkvörður Argentínu á mótinu. Hann er nefnilega ekki aðalmarkvörður síns félagsliðs. Þessi ágæti markvörður sat á varamannabekk Monaco í frönsku 1. deildinni í allan vetur en fékk þrátt fyrir það traustið hjá Alejandro Sabella, þjálfara Argentínu. „Ég verð að taka ákvörðun og ég mun halda mig við sömu þrjá markverðina,“ sagði Sabella fyrir HM. Það hefur borgað sig, en DiegoSimeone, þjálfari Atlético Madrid, hefur verið mjög hrifinn af Romero á mótinu. „Hann var virkilega góður á móti Íran. Ef þú ert með leikmann eins og Messi sem getur unnið leiki með einni spyrnu og markvörð sem vex með hverjum leik ertu í góðum málum. Ég er svo ánægður fyrir hans hönd. Romero er hógvær strákur sem leggur mikið á sig,“ segir Diego Simeone. HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Schweinsteiger: Fullir tilhlökkunar Bastian Schweinsteiger, miðjumaður Bayern München og þýska landsliðsins, er bjartsýnn fyrir úrslitaleikinn gegn Argentínu á heimsmeistaramótinu í Brasilíu sem fer fram í kvöld á Maracana vellinum í Rio de Janeiro. 13. júlí 2014 11:22 Messi: Mikilvægasti leikur lífs okkar Argentína mætir Þýskalandi í úrslitum HM 2014 í knattspyrnu í kvöld. 13. júlí 2014 12:30 Argentína hefur beðið í 24 löng ár eftir hefndinni Sömu lið og mættust í úrslitum HM 1990 spila í úrslitum HM í ár og Argentínumenn munu ekki sætta sig við annað tap gegn þýskum. 13. júlí 2014 10:00 Tekst Messi loks að stíga út úr skugga Maradona? Það er meira undir í úrslitaleik HM í kvöld en sjálfur titillinn. Sérstaklega hjá besta knattspyrnumanni heims undanfarin ár, Lionel Messi. 13. júlí 2014 06:00 Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Sjá meira
Sergio Romero, markvörður argentínska landsliðsins í knattspyrnu, hefur staðið sig með sóma á HM í Brasilíu. Hann er búinn að fá á sig þrjú mörk, en halda hreinu þrisvar sinnum og mun standa á milli stanganna í kvöld þegar Argentína mætir Þjóðverjum í sjálfum úrslitaleiknum. „Í dag verður þú hetja, er það alveg á hreinu?“ sagði Javier Mascherano, miðjumaður Argentínu, við Romero fyrir vítaspyrnukeppnina gegn Hollandi í undanúrslitunum. Hann var með það alveg á hreinu; varði tvær spyrnur og kom Argentínumönnum í úrslitaleikinn. Romero spilar stærsta fótboltaleik heims í kvöld, en hann var eflaust orðinn ansi smeykur um að hann yrði ekki aðalmarkvörður Argentínu á mótinu. Hann er nefnilega ekki aðalmarkvörður síns félagsliðs. Þessi ágæti markvörður sat á varamannabekk Monaco í frönsku 1. deildinni í allan vetur en fékk þrátt fyrir það traustið hjá Alejandro Sabella, þjálfara Argentínu. „Ég verð að taka ákvörðun og ég mun halda mig við sömu þrjá markverðina,“ sagði Sabella fyrir HM. Það hefur borgað sig, en DiegoSimeone, þjálfari Atlético Madrid, hefur verið mjög hrifinn af Romero á mótinu. „Hann var virkilega góður á móti Íran. Ef þú ert með leikmann eins og Messi sem getur unnið leiki með einni spyrnu og markvörð sem vex með hverjum leik ertu í góðum málum. Ég er svo ánægður fyrir hans hönd. Romero er hógvær strákur sem leggur mikið á sig,“ segir Diego Simeone.
HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Schweinsteiger: Fullir tilhlökkunar Bastian Schweinsteiger, miðjumaður Bayern München og þýska landsliðsins, er bjartsýnn fyrir úrslitaleikinn gegn Argentínu á heimsmeistaramótinu í Brasilíu sem fer fram í kvöld á Maracana vellinum í Rio de Janeiro. 13. júlí 2014 11:22 Messi: Mikilvægasti leikur lífs okkar Argentína mætir Þýskalandi í úrslitum HM 2014 í knattspyrnu í kvöld. 13. júlí 2014 12:30 Argentína hefur beðið í 24 löng ár eftir hefndinni Sömu lið og mættust í úrslitum HM 1990 spila í úrslitum HM í ár og Argentínumenn munu ekki sætta sig við annað tap gegn þýskum. 13. júlí 2014 10:00 Tekst Messi loks að stíga út úr skugga Maradona? Það er meira undir í úrslitaleik HM í kvöld en sjálfur titillinn. Sérstaklega hjá besta knattspyrnumanni heims undanfarin ár, Lionel Messi. 13. júlí 2014 06:00 Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Sjá meira
Schweinsteiger: Fullir tilhlökkunar Bastian Schweinsteiger, miðjumaður Bayern München og þýska landsliðsins, er bjartsýnn fyrir úrslitaleikinn gegn Argentínu á heimsmeistaramótinu í Brasilíu sem fer fram í kvöld á Maracana vellinum í Rio de Janeiro. 13. júlí 2014 11:22
Messi: Mikilvægasti leikur lífs okkar Argentína mætir Þýskalandi í úrslitum HM 2014 í knattspyrnu í kvöld. 13. júlí 2014 12:30
Argentína hefur beðið í 24 löng ár eftir hefndinni Sömu lið og mættust í úrslitum HM 1990 spila í úrslitum HM í ár og Argentínumenn munu ekki sætta sig við annað tap gegn þýskum. 13. júlí 2014 10:00
Tekst Messi loks að stíga út úr skugga Maradona? Það er meira undir í úrslitaleik HM í kvöld en sjálfur titillinn. Sérstaklega hjá besta knattspyrnumanni heims undanfarin ár, Lionel Messi. 13. júlí 2014 06:00