Fótbolti

Schweinsteiger: Fullir tilhlökkunar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bastian Schweinsteiger á æfingu fyrir úrslitaleikinn.
Bastian Schweinsteiger á æfingu fyrir úrslitaleikinn. Vísir/Getty
Bastian Schweinsteiger, miðjumaður Bayern München og þýska landsliðsins, er bjartsýnn fyrir úrslitaleikinn gegn Argentínu á heimsmeistaramótinu í Brasilíu sem fer fram í kvöld á Maracana vellinum í Rio de Janeiro.

"Við erum fullir tilhlökkunar, en það er engin pressa á okkur," sagði Schweinsteiger.

"Við höfum marga leikmenn innan okkar raða sem hafa spilað úrslitaleiki. Við vitum hvernig við eigum að bera okkur að.

"Miroslav Klose er enn í hópnum og hann hefur áður spilað úrslitaleik á HM, en það eru fleiri leikmenn í hópnum sem hafa staðið sig frábærlega í stórum leikjum fyrir sín félagslið," sagði miðjumaðurinn sem er á sínu þriðja heimsmeistaramóti með Þýskalandi.

Schweinsteiger kveðst hafa góða tilfinningu fyrir leiknum og segir þýska liðið vera í góðu ásigkomulagi eftir stórsigurinn á Brasilíu í undanúrslitunum.

"Við erum í toppformi eftir sigurinn á Brasilíu.

"Við vitum að við getum spilað góðan fótbolta og við þurfum bara nýta styrkleika okkar," sagði Schweinsteiger.

Hann segir að Lionel Messi sé ekki sá eini sem Þjóðverjar þurfi að óttast í liði Argentínu og tiltók sérstaklega Javier Mascherano sem hefur spilað frábærlega í Brasilíu.

"Mascherano fór fyrir sínum mönnum gegn Hollandi í undanúrslitunum.

"Ég man eftir tæklingunni hans á lokamínútunni þegar hann kom veg í fyrir að Arjen Robben myndi skora. Það atvik sýndi úr hverju hann er gerður.

"Þetta verður ekki auðvelt fyrir okkur, en ég er þess fullviss að við munum vinna ef við spilum okkar besta leik, jafnvel á móti heimsklassaliði eins og Argentínu," sagði Schweinsteiger að endingu.


Tengdar fréttir

Sabella: Leikmennirnir eru þreyttir

Þjálfari argentínska landsliðsins óttast að þreyta gæti orðið Argentínumönnum að falli í úrslitaleik Heimsmeistaramótsins.

Löw fann til með brasilísku þjóðinni

Joachim Löw fann til með brasilísku þjóðinni eftir niðurlægjandi 7-1 tap gegn Þýskalandi í gær á Heimsmeistaramótinu í Brasilíu.

Sabella: Fótbolti er óútreiknanlegur

Alejandro Sabella, þjálfari argentínska landsliðsins, trúði ekki eigin augum þegar hann sá Þýskaland tæta í sig brasilíska liðið í leik liðanna í undanúrslitum Heimsmeistaramótsins í gær.

Brasilía grét | Myndir

Leikmenn og stuðningsmenn Brasilíu voru óhuggandi eftir stórtapið gegn Þýskalandi í kvöld.

Tap Brasilíu metjöfnun

Ófá met féllu hjá brasilíska landsliðinu í kvöld. Kvöldið er eitt hið versta í knattspyrnusögu þessa fimmfalda heimsmeistara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×