Lögreglumaður stefnir fyrrverandi ritstjóra DV vegna umfjöllunar Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. apríl 2020 07:46 Lilja Katrín Gunnarsdóttir var ritstjóri og ábyrgðarmaður DV þegar fréttin birtist á vefnum þann 16. febrúar síðastliðinn. Vísir/vilhelm Lögreglumaður hefur stefnt fyrrverandi ritstjóra og ábyrgðarmanni vefmiðilsins DV vegna fréttar sem birt var á vefnum 16. febrúar síðastliðinn. Lögreglumaðurinn krefst 1,5 milljóna í miskabætur. Fréttablaðið greinir frá þessu í dag en nafngreinir ekki umræddan ritstjóra. Lilja Katrín Gunnarsdóttir var ritstjóri DV þegar fréttin birtist en hún lét af störfum í lok síðasta mánaðar. Umrædd frétt var birt undir fyrirsögninni „Lögreglumaður sakaður um hrottalega árás í miðbænum í nótt – er leikmaður FH“. Lögreglumaðurinn var jafnframt nafngreindur og andlitsmynd af honum birt. Fréttin, sem enn er í birtingu á vef DV en undir uppfærðri fyrirsögn, fjallar um aðgerðir lögreglu vegna hópslagsmála í Bankastræti nóttina áður. Greint er frá frásögn pilts sem sagðist hafa verið að taka upp handtöku tengda aðgerðunum þegar hann varð fyrir árás umrædds lögreglumanns og hlaut áverka. Í fyrstu útgáfu fréttarinnar birtist andlitsmynd af lögreglumanninum og hann var jafnframt nafngreindur. Fyrirsögn fréttarinnar eins og hún stendur nú.Skjáskot/DV.is Lögregla hafnaði alfarið þessum ásökunum piltsins í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér sama dag og kvað ekki annað ráðið af myndefni frá vettvangi en að pilturinn hefði hlotið áverkana áður en lögregla var kölluð til. Fréttablaðið hefur upp úr stefnu lögreglumannsins að fréttinni hafi verið breytt eftir að ritstjóranum var sent kröfubréf og mynd og aðrar persónuupplýsingar fjarlægðar. Þessar breytingar feli í sér viðurkenningu á brotum miðilsins gagnvart lögreglumanninum. Ritstjórinn hafi þó enn ekki séð sóma sinn í að biðjast afsökunar og því sé nauðugur einn kostur að höfða dómsmál. Fjölmiðlar Dómsmál Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira
Lögreglumaður hefur stefnt fyrrverandi ritstjóra og ábyrgðarmanni vefmiðilsins DV vegna fréttar sem birt var á vefnum 16. febrúar síðastliðinn. Lögreglumaðurinn krefst 1,5 milljóna í miskabætur. Fréttablaðið greinir frá þessu í dag en nafngreinir ekki umræddan ritstjóra. Lilja Katrín Gunnarsdóttir var ritstjóri DV þegar fréttin birtist en hún lét af störfum í lok síðasta mánaðar. Umrædd frétt var birt undir fyrirsögninni „Lögreglumaður sakaður um hrottalega árás í miðbænum í nótt – er leikmaður FH“. Lögreglumaðurinn var jafnframt nafngreindur og andlitsmynd af honum birt. Fréttin, sem enn er í birtingu á vef DV en undir uppfærðri fyrirsögn, fjallar um aðgerðir lögreglu vegna hópslagsmála í Bankastræti nóttina áður. Greint er frá frásögn pilts sem sagðist hafa verið að taka upp handtöku tengda aðgerðunum þegar hann varð fyrir árás umrædds lögreglumanns og hlaut áverka. Í fyrstu útgáfu fréttarinnar birtist andlitsmynd af lögreglumanninum og hann var jafnframt nafngreindur. Fyrirsögn fréttarinnar eins og hún stendur nú.Skjáskot/DV.is Lögregla hafnaði alfarið þessum ásökunum piltsins í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér sama dag og kvað ekki annað ráðið af myndefni frá vettvangi en að pilturinn hefði hlotið áverkana áður en lögregla var kölluð til. Fréttablaðið hefur upp úr stefnu lögreglumannsins að fréttinni hafi verið breytt eftir að ritstjóranum var sent kröfubréf og mynd og aðrar persónuupplýsingar fjarlægðar. Þessar breytingar feli í sér viðurkenningu á brotum miðilsins gagnvart lögreglumanninum. Ritstjórinn hafi þó enn ekki séð sóma sinn í að biðjast afsökunar og því sé nauðugur einn kostur að höfða dómsmál.
Fjölmiðlar Dómsmál Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira