Innlent

Slökkviliðsmenn eru mjög eldfimir eftir fund hjá ríkissáttasemjara

Fundur í kjaradeilu Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og Launanefndar sveitarfélaganna er loikið hjá ríkissáttasemjara, en menn settust til samninga klukkan hálf eitt í dag. Á fundinum náðist engin niðurstaða og er annar fundur boðaður í fyrramálið klukkan 9.00. Vernhard Guðnason segir að allt sé á suðupunkti þeirra megin og slökkvuliðsmenn séu mjög eldfimir þessa dagana. Á fimmtudag verður atkvæðagreiðslu lokið hjá Um 280 atvinnuslökkviliðsmönnum sem ákveða þá hvort boðað verður til verkfalls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×