Stefnir í metsamdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2020 11:20 Auður hringveugrinn í kringum Madrid á Spáni í lok mars. Alþjóðaorkumálastofnunin áætlar að vegasamgöngur hafi dregist saman um tæp 50% á milli ára. Vísir/EPA Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun stefnir í að dragast saman um tæp átta prósent á þessu ári vegna minnkandi efnahagsumsvifa í kórónuveiruheimsfaraldrinum. Þrátt fyrir að það væri metsamdráttur varar Alþjóðaorkumálastofnunin við því að þróunin sé ekki endileg góð fyrir baráttuna gegn loftslagsbreytingum af völdum manna. Faraldurinn og aðgerðir ríkisstjórna heims til þess að hafa hemil á honum hefur leitt til fordæmalauss samdráttar á eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti. Flugsamgöngur liggja að mestu niðri, bílaumferð hefur dregist saman víðast hvar og verksmiðjur standa auðar. Í nýrri skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar sem birt var í dag segir að ef fram fer sem horfir gæti losun koltvísýrings dregist saman um 2,6 milljarða tonna á þessu ári, um 8% samdráttur miðað við árið 2019. Losunin yrði þá á pari við árið 2010. Bruni á kolum hefur dregist saman um tæp átta prósent á fyrsta ársfjórðungi og olíunotkun um fimm prósent. Eftirspurn eftir vind- og sólarorku hefur aukist lítillega en almennt hefur dregið úr eftirspurn eftir raforku vegna minnkandi efnahagsumsvifa í faraldrinum. Gangi spáin eftir yrði samdrátturinn í losun sexfalt meiri en eftir fjármálakreppuna árið 2009 og margfalt meiri en gerðist eftir Kreppuna miklu eða eftir eyðileggingu síðari heimsstyrjaldarinnar í Evrópu, að sögn New York Times. Nokkur óvissa er enn sögð um umfang samdráttarins. Margar þjóðir eru byrjaðar að huga að því að slaka á aðgerðum vegna faraldursins en ef takmarkanir verða lengur í gildi en nú er búist við gæti losunin dregist enn meira saman á þessu ári. Gæti aukist enn meira eftir að faraldrinum slotar Þrátt fyrir þetta telja sérfræðingar Alþjóðaorkumálastofnunarinnar þróunina nú ekki endilega jákvæða fyrir glímuna gegn hnattrænni hlýnun af völdum manna. Þegar faraldurinn gengur yfir og efnahagslíf ríkja heims fer aftur á flug gæti losunin stóraukist aftur nema ríkisstjórnir noti endurreisnina sem tækifæri til að skipta yfir í endurnýjanlega orkugjafa. „Þessi sögulegi samdráttur á sér stað vegna allra röngu ástæðnanna. Fólk er að deyja og lönd verða fyrir gífurlegu efnahagslegu áfalli núna. Eina leiðin til að draga úr losun á sjálfbæran hátt er ekki með sársaukafullum útgöngubönnum heldur að reka réttu orku- og loftslagsstefnuna,“ segir Fatih Birol, forstjóri stofnunarinnar. Eftir kreppuna fyrir rúmum áratug jókst losun ennþá meira en hún hafði dregist saman þegar sumar þjóðir reyndu að gefa efnahagslífinu innspýtingu með því að veikja umhverfisreglur eða niðurgreiða mengandi iðnað. „Ein stærsta spurningin er hvort ríki ákveða að skipa hreinni orku í öndvegi í efnahagsaðgerðapökkum sínum,“ segir Birol. Vindmyllur á engi í Hanover í Þýskalandi. Angela Merkel kanslari hefur talað um að huga þurfi að loftslagsmarkmiðum þegar ríki reyna að koma hjólum efnahagslífsins aftur í gang eftir faraldurinn.Vísir/EPA Þarf sambærilegan samdrátt út áratuginn Mögulega tímabundinn samdráttur í losun í faraldrinum nú er aðeins dropi í hafi þess sem vísindamenn segja að þurfi að gerast til að hægt verði að takmarka hlýnun jarðar við 1,5-2°C sem kveðið er á um í Parísarsamkomulaginu. Áætlað er að losun þurfi að dragast saman um átta prósent á hverju ári til ársins 2030 ef ætlunin er að halda hlýnuninni vel innan við 2°C. „Útgöngubann er einstakur atburður, það kemur þér ekki alla leið á leiðarenda,“ segir Glenn Peters, yfirmaður rannsókna með Alþjóðlegu loftslagsrannsóknamiðstöðina í Noregi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loftslagsmál Umhverfismál Orkumál Tengdar fréttir Síðasti áratugur sá hlýjasti í sögunni Í nýrri skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar um stöðu loftslagsmálai eru staðfestar bráðabirgðaniðurstöður sem lagðar voru fram á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember síðastliðnum sem sýndu að árið 2019 var næst heitasta ár frá upphafi mælinga. 11. mars 2020 13:15 Flugfélög krefjast afnáms umhverfisskatta Evrópsk flugfélög sem róa nú sum lífróður vegna kórónuveirufaraldursins krefjast þess að þau verði losuð undan því að greiða umhverfisskatta sem eiga að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi. Sum staðar eru þó kröfur uppi um að stjórnvöld setji samdrátt í losun sem skilyrði fyrir því að bjarga flugfélögum. 24. mars 2020 13:09 Losun Kína dregst saman tímabundið vegna kórónuveirunnar Dregið hefur úr mengun og framleiðslu í Kína vegna aðgerða til að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar sem kom fyrst upp í Wuhan í desember. 25. febrúar 2020 10:33 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun stefnir í að dragast saman um tæp átta prósent á þessu ári vegna minnkandi efnahagsumsvifa í kórónuveiruheimsfaraldrinum. Þrátt fyrir að það væri metsamdráttur varar Alþjóðaorkumálastofnunin við því að þróunin sé ekki endileg góð fyrir baráttuna gegn loftslagsbreytingum af völdum manna. Faraldurinn og aðgerðir ríkisstjórna heims til þess að hafa hemil á honum hefur leitt til fordæmalauss samdráttar á eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti. Flugsamgöngur liggja að mestu niðri, bílaumferð hefur dregist saman víðast hvar og verksmiðjur standa auðar. Í nýrri skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar sem birt var í dag segir að ef fram fer sem horfir gæti losun koltvísýrings dregist saman um 2,6 milljarða tonna á þessu ári, um 8% samdráttur miðað við árið 2019. Losunin yrði þá á pari við árið 2010. Bruni á kolum hefur dregist saman um tæp átta prósent á fyrsta ársfjórðungi og olíunotkun um fimm prósent. Eftirspurn eftir vind- og sólarorku hefur aukist lítillega en almennt hefur dregið úr eftirspurn eftir raforku vegna minnkandi efnahagsumsvifa í faraldrinum. Gangi spáin eftir yrði samdrátturinn í losun sexfalt meiri en eftir fjármálakreppuna árið 2009 og margfalt meiri en gerðist eftir Kreppuna miklu eða eftir eyðileggingu síðari heimsstyrjaldarinnar í Evrópu, að sögn New York Times. Nokkur óvissa er enn sögð um umfang samdráttarins. Margar þjóðir eru byrjaðar að huga að því að slaka á aðgerðum vegna faraldursins en ef takmarkanir verða lengur í gildi en nú er búist við gæti losunin dregist enn meira saman á þessu ári. Gæti aukist enn meira eftir að faraldrinum slotar Þrátt fyrir þetta telja sérfræðingar Alþjóðaorkumálastofnunarinnar þróunina nú ekki endilega jákvæða fyrir glímuna gegn hnattrænni hlýnun af völdum manna. Þegar faraldurinn gengur yfir og efnahagslíf ríkja heims fer aftur á flug gæti losunin stóraukist aftur nema ríkisstjórnir noti endurreisnina sem tækifæri til að skipta yfir í endurnýjanlega orkugjafa. „Þessi sögulegi samdráttur á sér stað vegna allra röngu ástæðnanna. Fólk er að deyja og lönd verða fyrir gífurlegu efnahagslegu áfalli núna. Eina leiðin til að draga úr losun á sjálfbæran hátt er ekki með sársaukafullum útgöngubönnum heldur að reka réttu orku- og loftslagsstefnuna,“ segir Fatih Birol, forstjóri stofnunarinnar. Eftir kreppuna fyrir rúmum áratug jókst losun ennþá meira en hún hafði dregist saman þegar sumar þjóðir reyndu að gefa efnahagslífinu innspýtingu með því að veikja umhverfisreglur eða niðurgreiða mengandi iðnað. „Ein stærsta spurningin er hvort ríki ákveða að skipa hreinni orku í öndvegi í efnahagsaðgerðapökkum sínum,“ segir Birol. Vindmyllur á engi í Hanover í Þýskalandi. Angela Merkel kanslari hefur talað um að huga þurfi að loftslagsmarkmiðum þegar ríki reyna að koma hjólum efnahagslífsins aftur í gang eftir faraldurinn.Vísir/EPA Þarf sambærilegan samdrátt út áratuginn Mögulega tímabundinn samdráttur í losun í faraldrinum nú er aðeins dropi í hafi þess sem vísindamenn segja að þurfi að gerast til að hægt verði að takmarka hlýnun jarðar við 1,5-2°C sem kveðið er á um í Parísarsamkomulaginu. Áætlað er að losun þurfi að dragast saman um átta prósent á hverju ári til ársins 2030 ef ætlunin er að halda hlýnuninni vel innan við 2°C. „Útgöngubann er einstakur atburður, það kemur þér ekki alla leið á leiðarenda,“ segir Glenn Peters, yfirmaður rannsókna með Alþjóðlegu loftslagsrannsóknamiðstöðina í Noregi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loftslagsmál Umhverfismál Orkumál Tengdar fréttir Síðasti áratugur sá hlýjasti í sögunni Í nýrri skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar um stöðu loftslagsmálai eru staðfestar bráðabirgðaniðurstöður sem lagðar voru fram á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember síðastliðnum sem sýndu að árið 2019 var næst heitasta ár frá upphafi mælinga. 11. mars 2020 13:15 Flugfélög krefjast afnáms umhverfisskatta Evrópsk flugfélög sem róa nú sum lífróður vegna kórónuveirufaraldursins krefjast þess að þau verði losuð undan því að greiða umhverfisskatta sem eiga að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi. Sum staðar eru þó kröfur uppi um að stjórnvöld setji samdrátt í losun sem skilyrði fyrir því að bjarga flugfélögum. 24. mars 2020 13:09 Losun Kína dregst saman tímabundið vegna kórónuveirunnar Dregið hefur úr mengun og framleiðslu í Kína vegna aðgerða til að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar sem kom fyrst upp í Wuhan í desember. 25. febrúar 2020 10:33 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Síðasti áratugur sá hlýjasti í sögunni Í nýrri skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar um stöðu loftslagsmálai eru staðfestar bráðabirgðaniðurstöður sem lagðar voru fram á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember síðastliðnum sem sýndu að árið 2019 var næst heitasta ár frá upphafi mælinga. 11. mars 2020 13:15
Flugfélög krefjast afnáms umhverfisskatta Evrópsk flugfélög sem róa nú sum lífróður vegna kórónuveirufaraldursins krefjast þess að þau verði losuð undan því að greiða umhverfisskatta sem eiga að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi. Sum staðar eru þó kröfur uppi um að stjórnvöld setji samdrátt í losun sem skilyrði fyrir því að bjarga flugfélögum. 24. mars 2020 13:09
Losun Kína dregst saman tímabundið vegna kórónuveirunnar Dregið hefur úr mengun og framleiðslu í Kína vegna aðgerða til að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar sem kom fyrst upp í Wuhan í desember. 25. febrúar 2020 10:33