Stefnir í metsamdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2020 11:20 Auður hringveugrinn í kringum Madrid á Spáni í lok mars. Alþjóðaorkumálastofnunin áætlar að vegasamgöngur hafi dregist saman um tæp 50% á milli ára. Vísir/EPA Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun stefnir í að dragast saman um tæp átta prósent á þessu ári vegna minnkandi efnahagsumsvifa í kórónuveiruheimsfaraldrinum. Þrátt fyrir að það væri metsamdráttur varar Alþjóðaorkumálastofnunin við því að þróunin sé ekki endileg góð fyrir baráttuna gegn loftslagsbreytingum af völdum manna. Faraldurinn og aðgerðir ríkisstjórna heims til þess að hafa hemil á honum hefur leitt til fordæmalauss samdráttar á eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti. Flugsamgöngur liggja að mestu niðri, bílaumferð hefur dregist saman víðast hvar og verksmiðjur standa auðar. Í nýrri skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar sem birt var í dag segir að ef fram fer sem horfir gæti losun koltvísýrings dregist saman um 2,6 milljarða tonna á þessu ári, um 8% samdráttur miðað við árið 2019. Losunin yrði þá á pari við árið 2010. Bruni á kolum hefur dregist saman um tæp átta prósent á fyrsta ársfjórðungi og olíunotkun um fimm prósent. Eftirspurn eftir vind- og sólarorku hefur aukist lítillega en almennt hefur dregið úr eftirspurn eftir raforku vegna minnkandi efnahagsumsvifa í faraldrinum. Gangi spáin eftir yrði samdrátturinn í losun sexfalt meiri en eftir fjármálakreppuna árið 2009 og margfalt meiri en gerðist eftir Kreppuna miklu eða eftir eyðileggingu síðari heimsstyrjaldarinnar í Evrópu, að sögn New York Times. Nokkur óvissa er enn sögð um umfang samdráttarins. Margar þjóðir eru byrjaðar að huga að því að slaka á aðgerðum vegna faraldursins en ef takmarkanir verða lengur í gildi en nú er búist við gæti losunin dregist enn meira saman á þessu ári. Gæti aukist enn meira eftir að faraldrinum slotar Þrátt fyrir þetta telja sérfræðingar Alþjóðaorkumálastofnunarinnar þróunina nú ekki endilega jákvæða fyrir glímuna gegn hnattrænni hlýnun af völdum manna. Þegar faraldurinn gengur yfir og efnahagslíf ríkja heims fer aftur á flug gæti losunin stóraukist aftur nema ríkisstjórnir noti endurreisnina sem tækifæri til að skipta yfir í endurnýjanlega orkugjafa. „Þessi sögulegi samdráttur á sér stað vegna allra röngu ástæðnanna. Fólk er að deyja og lönd verða fyrir gífurlegu efnahagslegu áfalli núna. Eina leiðin til að draga úr losun á sjálfbæran hátt er ekki með sársaukafullum útgöngubönnum heldur að reka réttu orku- og loftslagsstefnuna,“ segir Fatih Birol, forstjóri stofnunarinnar. Eftir kreppuna fyrir rúmum áratug jókst losun ennþá meira en hún hafði dregist saman þegar sumar þjóðir reyndu að gefa efnahagslífinu innspýtingu með því að veikja umhverfisreglur eða niðurgreiða mengandi iðnað. „Ein stærsta spurningin er hvort ríki ákveða að skipa hreinni orku í öndvegi í efnahagsaðgerðapökkum sínum,“ segir Birol. Vindmyllur á engi í Hanover í Þýskalandi. Angela Merkel kanslari hefur talað um að huga þurfi að loftslagsmarkmiðum þegar ríki reyna að koma hjólum efnahagslífsins aftur í gang eftir faraldurinn.Vísir/EPA Þarf sambærilegan samdrátt út áratuginn Mögulega tímabundinn samdráttur í losun í faraldrinum nú er aðeins dropi í hafi þess sem vísindamenn segja að þurfi að gerast til að hægt verði að takmarka hlýnun jarðar við 1,5-2°C sem kveðið er á um í Parísarsamkomulaginu. Áætlað er að losun þurfi að dragast saman um átta prósent á hverju ári til ársins 2030 ef ætlunin er að halda hlýnuninni vel innan við 2°C. „Útgöngubann er einstakur atburður, það kemur þér ekki alla leið á leiðarenda,“ segir Glenn Peters, yfirmaður rannsókna með Alþjóðlegu loftslagsrannsóknamiðstöðina í Noregi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loftslagsmál Umhverfismál Orkumál Tengdar fréttir Síðasti áratugur sá hlýjasti í sögunni Í nýrri skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar um stöðu loftslagsmálai eru staðfestar bráðabirgðaniðurstöður sem lagðar voru fram á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember síðastliðnum sem sýndu að árið 2019 var næst heitasta ár frá upphafi mælinga. 11. mars 2020 13:15 Flugfélög krefjast afnáms umhverfisskatta Evrópsk flugfélög sem róa nú sum lífróður vegna kórónuveirufaraldursins krefjast þess að þau verði losuð undan því að greiða umhverfisskatta sem eiga að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi. Sum staðar eru þó kröfur uppi um að stjórnvöld setji samdrátt í losun sem skilyrði fyrir því að bjarga flugfélögum. 24. mars 2020 13:09 Losun Kína dregst saman tímabundið vegna kórónuveirunnar Dregið hefur úr mengun og framleiðslu í Kína vegna aðgerða til að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar sem kom fyrst upp í Wuhan í desember. 25. febrúar 2020 10:33 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Sjá meira
Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun stefnir í að dragast saman um tæp átta prósent á þessu ári vegna minnkandi efnahagsumsvifa í kórónuveiruheimsfaraldrinum. Þrátt fyrir að það væri metsamdráttur varar Alþjóðaorkumálastofnunin við því að þróunin sé ekki endileg góð fyrir baráttuna gegn loftslagsbreytingum af völdum manna. Faraldurinn og aðgerðir ríkisstjórna heims til þess að hafa hemil á honum hefur leitt til fordæmalauss samdráttar á eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti. Flugsamgöngur liggja að mestu niðri, bílaumferð hefur dregist saman víðast hvar og verksmiðjur standa auðar. Í nýrri skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar sem birt var í dag segir að ef fram fer sem horfir gæti losun koltvísýrings dregist saman um 2,6 milljarða tonna á þessu ári, um 8% samdráttur miðað við árið 2019. Losunin yrði þá á pari við árið 2010. Bruni á kolum hefur dregist saman um tæp átta prósent á fyrsta ársfjórðungi og olíunotkun um fimm prósent. Eftirspurn eftir vind- og sólarorku hefur aukist lítillega en almennt hefur dregið úr eftirspurn eftir raforku vegna minnkandi efnahagsumsvifa í faraldrinum. Gangi spáin eftir yrði samdrátturinn í losun sexfalt meiri en eftir fjármálakreppuna árið 2009 og margfalt meiri en gerðist eftir Kreppuna miklu eða eftir eyðileggingu síðari heimsstyrjaldarinnar í Evrópu, að sögn New York Times. Nokkur óvissa er enn sögð um umfang samdráttarins. Margar þjóðir eru byrjaðar að huga að því að slaka á aðgerðum vegna faraldursins en ef takmarkanir verða lengur í gildi en nú er búist við gæti losunin dregist enn meira saman á þessu ári. Gæti aukist enn meira eftir að faraldrinum slotar Þrátt fyrir þetta telja sérfræðingar Alþjóðaorkumálastofnunarinnar þróunina nú ekki endilega jákvæða fyrir glímuna gegn hnattrænni hlýnun af völdum manna. Þegar faraldurinn gengur yfir og efnahagslíf ríkja heims fer aftur á flug gæti losunin stóraukist aftur nema ríkisstjórnir noti endurreisnina sem tækifæri til að skipta yfir í endurnýjanlega orkugjafa. „Þessi sögulegi samdráttur á sér stað vegna allra röngu ástæðnanna. Fólk er að deyja og lönd verða fyrir gífurlegu efnahagslegu áfalli núna. Eina leiðin til að draga úr losun á sjálfbæran hátt er ekki með sársaukafullum útgöngubönnum heldur að reka réttu orku- og loftslagsstefnuna,“ segir Fatih Birol, forstjóri stofnunarinnar. Eftir kreppuna fyrir rúmum áratug jókst losun ennþá meira en hún hafði dregist saman þegar sumar þjóðir reyndu að gefa efnahagslífinu innspýtingu með því að veikja umhverfisreglur eða niðurgreiða mengandi iðnað. „Ein stærsta spurningin er hvort ríki ákveða að skipa hreinni orku í öndvegi í efnahagsaðgerðapökkum sínum,“ segir Birol. Vindmyllur á engi í Hanover í Þýskalandi. Angela Merkel kanslari hefur talað um að huga þurfi að loftslagsmarkmiðum þegar ríki reyna að koma hjólum efnahagslífsins aftur í gang eftir faraldurinn.Vísir/EPA Þarf sambærilegan samdrátt út áratuginn Mögulega tímabundinn samdráttur í losun í faraldrinum nú er aðeins dropi í hafi þess sem vísindamenn segja að þurfi að gerast til að hægt verði að takmarka hlýnun jarðar við 1,5-2°C sem kveðið er á um í Parísarsamkomulaginu. Áætlað er að losun þurfi að dragast saman um átta prósent á hverju ári til ársins 2030 ef ætlunin er að halda hlýnuninni vel innan við 2°C. „Útgöngubann er einstakur atburður, það kemur þér ekki alla leið á leiðarenda,“ segir Glenn Peters, yfirmaður rannsókna með Alþjóðlegu loftslagsrannsóknamiðstöðina í Noregi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loftslagsmál Umhverfismál Orkumál Tengdar fréttir Síðasti áratugur sá hlýjasti í sögunni Í nýrri skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar um stöðu loftslagsmálai eru staðfestar bráðabirgðaniðurstöður sem lagðar voru fram á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember síðastliðnum sem sýndu að árið 2019 var næst heitasta ár frá upphafi mælinga. 11. mars 2020 13:15 Flugfélög krefjast afnáms umhverfisskatta Evrópsk flugfélög sem róa nú sum lífróður vegna kórónuveirufaraldursins krefjast þess að þau verði losuð undan því að greiða umhverfisskatta sem eiga að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi. Sum staðar eru þó kröfur uppi um að stjórnvöld setji samdrátt í losun sem skilyrði fyrir því að bjarga flugfélögum. 24. mars 2020 13:09 Losun Kína dregst saman tímabundið vegna kórónuveirunnar Dregið hefur úr mengun og framleiðslu í Kína vegna aðgerða til að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar sem kom fyrst upp í Wuhan í desember. 25. febrúar 2020 10:33 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Sjá meira
Síðasti áratugur sá hlýjasti í sögunni Í nýrri skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar um stöðu loftslagsmálai eru staðfestar bráðabirgðaniðurstöður sem lagðar voru fram á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember síðastliðnum sem sýndu að árið 2019 var næst heitasta ár frá upphafi mælinga. 11. mars 2020 13:15
Flugfélög krefjast afnáms umhverfisskatta Evrópsk flugfélög sem róa nú sum lífróður vegna kórónuveirufaraldursins krefjast þess að þau verði losuð undan því að greiða umhverfisskatta sem eiga að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi. Sum staðar eru þó kröfur uppi um að stjórnvöld setji samdrátt í losun sem skilyrði fyrir því að bjarga flugfélögum. 24. mars 2020 13:09
Losun Kína dregst saman tímabundið vegna kórónuveirunnar Dregið hefur úr mengun og framleiðslu í Kína vegna aðgerða til að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar sem kom fyrst upp í Wuhan í desember. 25. febrúar 2020 10:33