Ferja bílstjóra að yfirgefnum bílum á Sólheimasandi eftir nótt í fjöldahjálparstöð Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. febrúar 2020 08:58 Vegum var víða lokað á Suðurlandi í gær. Mynd er úr safni. Vísir/vilhelm Um hundrað manns gistu fjöldahjálparstöð að Heimalandi undir Eyjafjöllum í nótt. Langflestir sem gistu í stöðinni festu bíla sína á Sólheimasandi en björgunarsveitir munu ferja bílstjóra að bílum sínum með morgninum. Björgunarsveitir á Suðurlandi og Suðurnesjum voru önnum kafnar í nótt. Veður var afar slæmt og færð jafnvel enn verri. Tugir bíla sátu fastir á Sólheimasandi og voru ökumenn og farþegar fluttir í fjöldahjálparstöðina. Sjá einnig: Komu ökumönnum til bjargar í alla nótt Árný Hrund Svavarsdóttir sjálfboðaliði Rauða krossins hefur haldið utan um fjöldahjálparstöðina síðan í nótt. Hún segir í samtali við Vísi að staðan sé góð, allir vaknaðir og hafi sofið vel. „Björgunarsveitarmenn ætla nú að ferja bílstjóra að Sólheimasandi að bílunum, allir vilja komast af stað.“ Bílstjórarnir muni svo sækja sína farþega í fjöldahjálparstöðina. Árný segir að flestir í stöðinni séu erlendir ferðamenn en tveir eða þrír Íslendingar hafi einnig gist í nótt. Þá komu um tuttugu manns með rútu sem komst ekki leiðar sinnar vegna vegalokana á Suðurlandi í gærkvöldi. 38 manns fengu jafnframt inni að gömlu heimavistinni að Skógum í nótt vegna veðurs og færðar. „Núna erum við að fara í það að tala við fólkið og tilkynna þeim að bílstjórarnir verði ferjaðir að bílunum,“ segir Árný. „Það er ekkert svakalega hvasst lengur en komin bullandi snjókoma.“ Vonir standa til að allir verði komnir aftur af stað á ellefta tímanum. Hornafjörður Samgöngur Veður Tengdar fréttir Austanstormur áfram í kortunum Víða má búast við austanhvassviðri eða -stormi framan af degi en lægir smám saman sunnanlands. 28. febrúar 2020 06:30 Nóg að gera hjá björgunarsveitum Nóg hefur verið að gera hjá björgunarsveitum í dag og í kvöld vegna veðurs og ófærðar víða um sunnanvert landið. 27. febrúar 2020 21:41 Komu ökumönnum til bjargar í alla nótt Þá var einnig nóg að gera hjá björgunarsveitum á Suðurlandi í gærkvöldi og í nótt. 28. febrúar 2020 07:12 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Um hundrað manns gistu fjöldahjálparstöð að Heimalandi undir Eyjafjöllum í nótt. Langflestir sem gistu í stöðinni festu bíla sína á Sólheimasandi en björgunarsveitir munu ferja bílstjóra að bílum sínum með morgninum. Björgunarsveitir á Suðurlandi og Suðurnesjum voru önnum kafnar í nótt. Veður var afar slæmt og færð jafnvel enn verri. Tugir bíla sátu fastir á Sólheimasandi og voru ökumenn og farþegar fluttir í fjöldahjálparstöðina. Sjá einnig: Komu ökumönnum til bjargar í alla nótt Árný Hrund Svavarsdóttir sjálfboðaliði Rauða krossins hefur haldið utan um fjöldahjálparstöðina síðan í nótt. Hún segir í samtali við Vísi að staðan sé góð, allir vaknaðir og hafi sofið vel. „Björgunarsveitarmenn ætla nú að ferja bílstjóra að Sólheimasandi að bílunum, allir vilja komast af stað.“ Bílstjórarnir muni svo sækja sína farþega í fjöldahjálparstöðina. Árný segir að flestir í stöðinni séu erlendir ferðamenn en tveir eða þrír Íslendingar hafi einnig gist í nótt. Þá komu um tuttugu manns með rútu sem komst ekki leiðar sinnar vegna vegalokana á Suðurlandi í gærkvöldi. 38 manns fengu jafnframt inni að gömlu heimavistinni að Skógum í nótt vegna veðurs og færðar. „Núna erum við að fara í það að tala við fólkið og tilkynna þeim að bílstjórarnir verði ferjaðir að bílunum,“ segir Árný. „Það er ekkert svakalega hvasst lengur en komin bullandi snjókoma.“ Vonir standa til að allir verði komnir aftur af stað á ellefta tímanum.
Hornafjörður Samgöngur Veður Tengdar fréttir Austanstormur áfram í kortunum Víða má búast við austanhvassviðri eða -stormi framan af degi en lægir smám saman sunnanlands. 28. febrúar 2020 06:30 Nóg að gera hjá björgunarsveitum Nóg hefur verið að gera hjá björgunarsveitum í dag og í kvöld vegna veðurs og ófærðar víða um sunnanvert landið. 27. febrúar 2020 21:41 Komu ökumönnum til bjargar í alla nótt Þá var einnig nóg að gera hjá björgunarsveitum á Suðurlandi í gærkvöldi og í nótt. 28. febrúar 2020 07:12 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Austanstormur áfram í kortunum Víða má búast við austanhvassviðri eða -stormi framan af degi en lægir smám saman sunnanlands. 28. febrúar 2020 06:30
Nóg að gera hjá björgunarsveitum Nóg hefur verið að gera hjá björgunarsveitum í dag og í kvöld vegna veðurs og ófærðar víða um sunnanvert landið. 27. febrúar 2020 21:41
Komu ökumönnum til bjargar í alla nótt Þá var einnig nóg að gera hjá björgunarsveitum á Suðurlandi í gærkvöldi og í nótt. 28. febrúar 2020 07:12