Viðskipti erlent

NASA vantar fjármagn

Getty Images

Fulltrúar Geimsferðarstofnunar Bandaríkjanna, Nasa, segja stofnunina vanta fjármagn til að rannsaka alla þá loftsteina og halastjörnur sem Jörðinni kann að stafa ógn af. Talið er að um 20,000 hluti sé að finna í sólkerfi okkar sem kunna að nálgast Jörðina í framtíðinni. Ætlun Nasa er að finna og rannsaka 90 prósent þeirra fyrir árið 2020. Í skýrslu sem Nasa lét vinna kemur fram að kostnaðurinn við þá vinnu yrði um einn milljarður bandaríkjadala.

„Við vitum hvað á að gera, en höfum ekki fjármagnið", segir Simon Worder yfirmaður verkefnisins. Nú hafa um 769 hugsanlega hættulegir loftsteinar og halastjörnur verið fundnir og sporbrautir þeirra raktar. Lítil hætta er talin á að þessir hlutir rekist í heilu lagi á Jörðina en gætu þó valdið skaða ef þeir springa í námunda við hana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×