Leit lögreglu í Kópavogi hætt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. apríl 2020 20:07 Lögreglumenn við leit í kvöld. Vísir/Vilhelm Leit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að manni í tengslum við alvarlegt atvik í Kópavogi fyrr í kvöld hefur verið hætt, en málavextir voru ekki með þeim hætti sem í fyrstu voru taldir, að því er fram kom í tilkynningu lögreglu sem barst skömmu fyrir klukkan níu í kvöld. Það var upp úr klukkan átta sem fyrst var greint frá því að lögregla væri með mikinn viðbúnað við Salahverfi í Kópavogi og að fjöldi lögreglumanna væri að leita að manni sem talið var að hefði ráðist með hníf að fjórtán ára gömlum unglingi. Klukkan 20:22 sendi lögreglan svo frá sér tilkynningu þar sem kom fram að leitað væri að manni sem ráðist hefði að tveimur unglingum um sexleytið í kvöld. Væri meðal annars notast við sporhunda við leitina og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Mikill viðbúnaður var í Kópavogi í kvöld vegna málsins.Vísir/Vilhelm „Maðurinn er talinn vera dökkklæddur, í hettupeysu og með sólgleraugu og grímu. Talið er mögulegt að hann hafi farið að Vífilsstaðavatni. Þeir sem kunna að hafa séð mann, sem lýsingin passar við, eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 112,“ sagði í tilkynningu lögreglu. Um korteri síðar varð ljósmyndari Vísis var við að dregið var úr viðbúnaði en ekki fengust strax upplýsingar frá lögreglu varðandi það hvort maðurinn væri fundinn eða hvort verið væri að fara að leita annars staðar. Var sagt að von væri á tilkynningu innan skamms. Sú tilkynning barst síðan klukkan 20:52. Þar kom fram að leitinni að manninum hefði verið hætt og að málavextir voru ekki með þeim hætti sem í fyrstu voru taldir. Ekki væri hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu en lögreglan þakkar öllum þeim sem veittu aðstoð við leitina í kvöld. Hér fyrir neðan má sjá myndband af aðgerðum lögreglu á vettvangi í kvöld. Fréttin var uppfærð kl. 21:43 með myndbandi frá vettvangi. Lögreglumál Kópavogur Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Leit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að manni í tengslum við alvarlegt atvik í Kópavogi fyrr í kvöld hefur verið hætt, en málavextir voru ekki með þeim hætti sem í fyrstu voru taldir, að því er fram kom í tilkynningu lögreglu sem barst skömmu fyrir klukkan níu í kvöld. Það var upp úr klukkan átta sem fyrst var greint frá því að lögregla væri með mikinn viðbúnað við Salahverfi í Kópavogi og að fjöldi lögreglumanna væri að leita að manni sem talið var að hefði ráðist með hníf að fjórtán ára gömlum unglingi. Klukkan 20:22 sendi lögreglan svo frá sér tilkynningu þar sem kom fram að leitað væri að manni sem ráðist hefði að tveimur unglingum um sexleytið í kvöld. Væri meðal annars notast við sporhunda við leitina og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Mikill viðbúnaður var í Kópavogi í kvöld vegna málsins.Vísir/Vilhelm „Maðurinn er talinn vera dökkklæddur, í hettupeysu og með sólgleraugu og grímu. Talið er mögulegt að hann hafi farið að Vífilsstaðavatni. Þeir sem kunna að hafa séð mann, sem lýsingin passar við, eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 112,“ sagði í tilkynningu lögreglu. Um korteri síðar varð ljósmyndari Vísis var við að dregið var úr viðbúnaði en ekki fengust strax upplýsingar frá lögreglu varðandi það hvort maðurinn væri fundinn eða hvort verið væri að fara að leita annars staðar. Var sagt að von væri á tilkynningu innan skamms. Sú tilkynning barst síðan klukkan 20:52. Þar kom fram að leitinni að manninum hefði verið hætt og að málavextir voru ekki með þeim hætti sem í fyrstu voru taldir. Ekki væri hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu en lögreglan þakkar öllum þeim sem veittu aðstoð við leitina í kvöld. Hér fyrir neðan má sjá myndband af aðgerðum lögreglu á vettvangi í kvöld. Fréttin var uppfærð kl. 21:43 með myndbandi frá vettvangi.
Lögreglumál Kópavogur Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira