Innlent

Björgunarskip kallað út

Hannes Þ. Hafstein frá Sandgerði, björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, var kallað út klukkan fjögur í fyrrinótt eftir að fimmtán tonna trilla óskaði aðstoðar. Trillan var með bilað stýri sjö sjómílur norðvestur af Garðskaga eins og segir í fréttatilkynningu frá Landsbjörg. Ágætis veður var á þessum slóðum í fyrrinótt, hægur vindur og úrkomulaust, og því engin hætta á ferðum. Björgunarskipið dró trilluna inn til Sandgerðis og komst á leiðarenda klukkan sjö í gærmorgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×