Lögreglukona má ekki læra að verða lögreglukona vegna þess að hún tekur inn kvíðalyf Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. desember 2019 19:15 Ólafía Kristín Norðfjörð, sem iðulega er kölluð Lóa, hefur verið starfandi lögreglumaður síðan 1. febrúar síðastliðinn. Samhliða því hefur hún stundað nám í lögreglufræðum við HA. Facebook Lögreglukona, sem hóf nám í lögreglufræðum í haust, fær ekki inngöngu í starfsnám við Háskólann á Akureyri vegna þess að hún var að taka inn kvíðalyf þegar hún sendi inn umsóknina. Hún kveðst afar hissa á því að fá slíka synjun, sérstaklega í ljósi vitundarvakningar í samfélaginu um geðheilbrigði – og þess að hún hafi þegar starfað sem lögreglukona svo mánuðum skipti. Forstöðumaður Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar (MLS), sem hefur umsjón með lögreglufræðanáminu, segir stofnunina fara að lögreglulögum. Saga um kvíðaraskanir útilokandi Ólafía Kristín Norðfjörð, sem iðulega er kölluð Lóa, hefur verið starfandi lögreglukona síðan 1. febrúar síðastliðinn. Þá hefur hún samhliða því stundað nám í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri á haustönn, sem lýkur nú í desember. Námið fer fram með þeim hætti að á vormisseri 1. árs hefst starfsnám. Sækja þarf sérstaklega um inngöngu í starfsnámið og gangast undir sérstök hæfnispróf. Þá er fjöldi nemenda í starfsnámið takmarkaður. Trúnaðarlæknir lögreglunnar tekur jafnframt við læknisfræðilegum gögnum við umsókn og metur hvort nemar standist þær kröfur sem gerðar eru um líkamlegt og andlegt heilbrigði til að geta hafið starfsnám. Samkvæmt upplýsingum á vef MSL getur saga umsækjanda um kvíðaraskanir verið útilokandi til starfsnámsins, þar sem „þeir einstaklingar teljast vera með skert álagsþol“. Það dragi verulega úr líkum á því að viðkomandi geti stundað námið með fullnægjandi hætti. Einstaklingar sem þarfnast meðferðar með lyfjum sem hafa „sefjandi áhrif á miðtaugakerfi“ eru einnig útilokaðir frá námi. Lögreglufræði eru kennd við Háskólann á Akureyri.Háskólinn á Akureyri Höfnunin gífurleg Lóa lýsir því í pistli sem hún birti á Facebook-síðu sinni í fyrradag að umsókn hennar um starfsnámið hafi verið hafnað á grundvelli þess að hún hafi verið að taka inn kvíðalyfið sertral þegar hún sótti um. Lyfið er lyfseðilsskylt og gjarnan tekið inn við geðdeyfð, þrjáhyggju- og áráttusýki og kvíða, samkvæmt upplýsingum á vef Lyfju.Lóa hefur tekið lyfið inn við kvíða og tilgreindi inntöku þess á umsókninni. Þá kveðst hún einnig hafa fengið vottorð frá heimilislækni um að sjúkrasaga hennar og skoðun benti til þess að hún væri heilbrigð. Vottorðinu hafi verið skilað inn til trúnaðarlæknis. Trúnaðarlæknirinn hafi hins vegar metið það svo að vegna inntöku lyfsins stæðist Lóa ekki kröfur sem gerðar eru um heilbrigði umsækjenda í starfsnámið. „Ég barðist mikið á móti. Reyndi eftir fremsta megni að segja þeim sem tóku ákvarðanir að það væri mun meira á bakvið mig en þessi kvíðalyf. Höfnunin fyrir því að vera að taka inn Sertral var gífurlega mikil. Mér líður svolítið eins og ég eigi að þegja. Eins og það sé þannig að ég megi ekki segja frá. Miðað við vakninguna hjá þjóðinni um andlega heilsu þá bjóst ég virkilega ekki við því að ég mætti ekki læra það að verða lögreglukona út af því að ég væri að taka kvíðalyf,“ skrifar Lóa. „Ég bjóst ekki við því að fá þessi svör frá fagfólki í kerfinu. Er litið á Sertral sem eitthvað sama sem merki þess að ég sé ekki heilbrigð og fær til þess að læra að verða lögreglukona? Mér líður eins og ég sé sett inn í einhvern kassa og mér þykir þetta svo ótrúlega sárt að ég ætlaði að þegja yfir þessu en ég er ekki að ná mér niður og kannski með því að opna mig um mitt ferli hjálpar það mér. Kannski kemur það niður á sjálfri mér og ég mun aldrei komast inn í lögreglufræði aftur. Kannski.“Pistil Lóu má lesa í heild hér að neðan. Lítil sem engin svör Lóa segir í samtali við Vísi að í samtölum sínum við trúnaðarlækninn hafi viðhorf þess síðarnefnda orðið ljóst: að þeir sem tækju inn kvíðalyf væru ekki andlega heilir. Þá kveðst Lóa hafa óskað eftir því að fá að senda inn álit sérfræðilæknis en því hafi verið synjað. Henni þykir það jafnframt skjóta skökku við að hafa starfað sem lögreglukona svo mánuðum skiptir en fá ekki að halda áfram námi sínu í faginu. „Það sem mér finnst líka ótrúlega sorglegt í þessu er að svörin hafa verið lítil sem engin. Öll svörin hafa í raun gengið út frá því að svona sé þetta bara,“ segir Lóa. Hún hafi ekkert skriflegt í hendi heldur hafi henni einungis verið sagt af synjuninni símleiðis í lok nóvember. Getur sótt um aftur Ólafur Örn Bragason forstöðumaður Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar segir í samtali við Vísi að hann geti ekki tjáð sig um mál einstakra umsækjenda. Þá leggur hann áherslu á að MSL fái engar upplýsingar um heilbrigði einstakra umsækjenda heldur séu það eingöngu læknar. „En það er að sjálfsögðu samkvæmt lögreglulögum að umsækjendur eiga að vera líkamlega og andlega heilbrigðir. Við gefum út læknisfræðilegar kröfur sem eru á vefnum og öllum aðgengilegar og fólk þarf að standast þær. Við erum með trúnaðarlækni sem fer yfir þessi vottorð og hann metur hvort umsækjandi sé hæfur eða ekki,“ segir Ólafur.Sjá einnig: Segir rangt að fólk með ADHD sé útilokað frá lögreglunni „Þegar svona er, og sérstaklega þegar við erum að tala um kvíða, þunglyndi eða slíkar raskanir, þá er það ekki þannig að viðkomandi sé útilokaður frá starfsnáminu að eilífu heldur snýst þetta um stöðuna akkúrat þessa stundina. Viðkomandi getur sótt um aftur síðar og þannig er þetta á öðrum Norðurlöndum.“ Inntur eftir því hvort að það ætti ekki að líta til þess að einstaklingur sem taki inn lyf við kvíða slái einmitt á einkenni röskunar sinnar bendir Ólafur á að viðkomandi einstaklingur sé samt sem áður háður lyfjunum. Þá kveðst hann ekki vita til þess að nokkurra breytinga á áðurnefndum viðmiðum sé að vænta. „Þá þarf viðkomandi samt að vera háður því að taka lyfin. Þetta verður að vera mat lækna. Það sem við gerum er að við fáum sérfræðilækna til að rýna kröfurnar árlega og fylgjast með þróuninni eins og hún er á Norðurlöndunum og við eigum mjög þétt samstarf þar. Þetta eru læknar sem eru að fylgjast mjög vel með,“ segir Ólafur. Birgir Örn Guðjónsson, lögreglumaður.stöð 2 Vonar að viðmiðunum verði breytt Færsla Lóu hefur vakið töluverð viðbrögð á samfélagsmiðlum. Á meðal þeirra sem deila færslunni er Birgir Örn Guðjónsson lögreglumaður. Hann segir í sinni eigin færslu um málið að það viðhorf sem Lóa mætir lýsi ekki aðeins fáfræði, heldur sé það beinlínis „stórhættulegt“. „Lögreglustarfið er vissulega mjög krefjandi. Meðal lífaldur lögreglumanna er lægri en flestra ef ekki allra starfsstétta á Íslandi. Sjálfsvíg hafa því miður líka verið of algeng og einnig hefur sjálfdeyfing, eins og með áfengi, einnig verið nokkuð algeng hjá stéttinni í gegnum tíðina. Er það í alvörunni skárri kostur en að hafa vilja og þor til að takast á við hluti eins og t.d. kvíða eða þunglyndi í okkar lífi? Það er nefnilega eitt að burðast með slíkt og annað að viðurkenna það fyrir sjálfum sér og taka á því. Til þess þarf raunverulega sjálfskoðun einstaklings og þor!“ skrifar Birgir. Þá geti andleg veikindi á borð við þunglyndi, kvíða eða ADHD hugsanlega haft áhrif á störf lögreglumanns – ef ekkert er gert í málunum. Sjálfur hafi Birgir rætt opinskátt um sína kvíðaröskun, sem hann taki nú lyf við. Lyfin hafi gert hann, og aðra lögreglumenn í sömu stöðu, að betri lögreglumönnum. „Ætlum við í alvörunni enn að reyna að grafa þetta ofan í jörðina og hafa þetta sem feimnismál? Erum við í alvörunni ekki komin lengra en svo? Ég neita að trúa því. Ég vona að þessum viðmiðum verði breytt svo þetta útiloki ekki góða og hæfa einstaklinga frá lögreglustarfinu. Við þurfum svo sannarlega á þeim að halda.“Færslu Birgis má sjá í heild hér að neðan. Akureyri Lögreglan Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Lögreglunemar ætla ekki að vera viðstaddir útskrift vegna óánægju Háskólinn á Akureyri mun í fyrsta sinn brautskrá lögreglumenn með starfsréttindi á morgun, laugardaginn 9. júní. 45 nemendur útskrifast þá úr lögreglufræðum. 8. júní 2018 21:15 Mikil mannekla í lögreglunni en einungis 41 komast í starfsnám Ríflega tvö hundruð nemendur í lögreglufræðum sóttu um starfsnám hjá mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar í ár en einungis 41 nemandi komst að. Það mun vanta a.m.k. 170 nýja lögregluþjóna á næstu fimm árum. 30. desember 2017 21:57 Skilyrðum breytt og á annað hundrað nemendur útilokaðir frá námi um áramót Allt stefnir í að á annað hundrað manns í diplómanámi í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri fái ekki áframhaldandi skólavist um áramótin eins og þau töldu sig eiga rétt á þegar þau skráðu sig í námið. 11. október 2019 11:37 Segir rangt að fólk með ADHD sé útilokað frá lögreglunni Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar, segir reglur um einstaklinga með ADHD innan lögreglunnar ekki hafa verið hertar. 19. ágúst 2019 20:30 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Fleiri fréttir Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Sjá meira
Lögreglukona, sem hóf nám í lögreglufræðum í haust, fær ekki inngöngu í starfsnám við Háskólann á Akureyri vegna þess að hún var að taka inn kvíðalyf þegar hún sendi inn umsóknina. Hún kveðst afar hissa á því að fá slíka synjun, sérstaklega í ljósi vitundarvakningar í samfélaginu um geðheilbrigði – og þess að hún hafi þegar starfað sem lögreglukona svo mánuðum skipti. Forstöðumaður Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar (MLS), sem hefur umsjón með lögreglufræðanáminu, segir stofnunina fara að lögreglulögum. Saga um kvíðaraskanir útilokandi Ólafía Kristín Norðfjörð, sem iðulega er kölluð Lóa, hefur verið starfandi lögreglukona síðan 1. febrúar síðastliðinn. Þá hefur hún samhliða því stundað nám í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri á haustönn, sem lýkur nú í desember. Námið fer fram með þeim hætti að á vormisseri 1. árs hefst starfsnám. Sækja þarf sérstaklega um inngöngu í starfsnámið og gangast undir sérstök hæfnispróf. Þá er fjöldi nemenda í starfsnámið takmarkaður. Trúnaðarlæknir lögreglunnar tekur jafnframt við læknisfræðilegum gögnum við umsókn og metur hvort nemar standist þær kröfur sem gerðar eru um líkamlegt og andlegt heilbrigði til að geta hafið starfsnám. Samkvæmt upplýsingum á vef MSL getur saga umsækjanda um kvíðaraskanir verið útilokandi til starfsnámsins, þar sem „þeir einstaklingar teljast vera með skert álagsþol“. Það dragi verulega úr líkum á því að viðkomandi geti stundað námið með fullnægjandi hætti. Einstaklingar sem þarfnast meðferðar með lyfjum sem hafa „sefjandi áhrif á miðtaugakerfi“ eru einnig útilokaðir frá námi. Lögreglufræði eru kennd við Háskólann á Akureyri.Háskólinn á Akureyri Höfnunin gífurleg Lóa lýsir því í pistli sem hún birti á Facebook-síðu sinni í fyrradag að umsókn hennar um starfsnámið hafi verið hafnað á grundvelli þess að hún hafi verið að taka inn kvíðalyfið sertral þegar hún sótti um. Lyfið er lyfseðilsskylt og gjarnan tekið inn við geðdeyfð, þrjáhyggju- og áráttusýki og kvíða, samkvæmt upplýsingum á vef Lyfju.Lóa hefur tekið lyfið inn við kvíða og tilgreindi inntöku þess á umsókninni. Þá kveðst hún einnig hafa fengið vottorð frá heimilislækni um að sjúkrasaga hennar og skoðun benti til þess að hún væri heilbrigð. Vottorðinu hafi verið skilað inn til trúnaðarlæknis. Trúnaðarlæknirinn hafi hins vegar metið það svo að vegna inntöku lyfsins stæðist Lóa ekki kröfur sem gerðar eru um heilbrigði umsækjenda í starfsnámið. „Ég barðist mikið á móti. Reyndi eftir fremsta megni að segja þeim sem tóku ákvarðanir að það væri mun meira á bakvið mig en þessi kvíðalyf. Höfnunin fyrir því að vera að taka inn Sertral var gífurlega mikil. Mér líður svolítið eins og ég eigi að þegja. Eins og það sé þannig að ég megi ekki segja frá. Miðað við vakninguna hjá þjóðinni um andlega heilsu þá bjóst ég virkilega ekki við því að ég mætti ekki læra það að verða lögreglukona út af því að ég væri að taka kvíðalyf,“ skrifar Lóa. „Ég bjóst ekki við því að fá þessi svör frá fagfólki í kerfinu. Er litið á Sertral sem eitthvað sama sem merki þess að ég sé ekki heilbrigð og fær til þess að læra að verða lögreglukona? Mér líður eins og ég sé sett inn í einhvern kassa og mér þykir þetta svo ótrúlega sárt að ég ætlaði að þegja yfir þessu en ég er ekki að ná mér niður og kannski með því að opna mig um mitt ferli hjálpar það mér. Kannski kemur það niður á sjálfri mér og ég mun aldrei komast inn í lögreglufræði aftur. Kannski.“Pistil Lóu má lesa í heild hér að neðan. Lítil sem engin svör Lóa segir í samtali við Vísi að í samtölum sínum við trúnaðarlækninn hafi viðhorf þess síðarnefnda orðið ljóst: að þeir sem tækju inn kvíðalyf væru ekki andlega heilir. Þá kveðst Lóa hafa óskað eftir því að fá að senda inn álit sérfræðilæknis en því hafi verið synjað. Henni þykir það jafnframt skjóta skökku við að hafa starfað sem lögreglukona svo mánuðum skiptir en fá ekki að halda áfram námi sínu í faginu. „Það sem mér finnst líka ótrúlega sorglegt í þessu er að svörin hafa verið lítil sem engin. Öll svörin hafa í raun gengið út frá því að svona sé þetta bara,“ segir Lóa. Hún hafi ekkert skriflegt í hendi heldur hafi henni einungis verið sagt af synjuninni símleiðis í lok nóvember. Getur sótt um aftur Ólafur Örn Bragason forstöðumaður Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar segir í samtali við Vísi að hann geti ekki tjáð sig um mál einstakra umsækjenda. Þá leggur hann áherslu á að MSL fái engar upplýsingar um heilbrigði einstakra umsækjenda heldur séu það eingöngu læknar. „En það er að sjálfsögðu samkvæmt lögreglulögum að umsækjendur eiga að vera líkamlega og andlega heilbrigðir. Við gefum út læknisfræðilegar kröfur sem eru á vefnum og öllum aðgengilegar og fólk þarf að standast þær. Við erum með trúnaðarlækni sem fer yfir þessi vottorð og hann metur hvort umsækjandi sé hæfur eða ekki,“ segir Ólafur.Sjá einnig: Segir rangt að fólk með ADHD sé útilokað frá lögreglunni „Þegar svona er, og sérstaklega þegar við erum að tala um kvíða, þunglyndi eða slíkar raskanir, þá er það ekki þannig að viðkomandi sé útilokaður frá starfsnáminu að eilífu heldur snýst þetta um stöðuna akkúrat þessa stundina. Viðkomandi getur sótt um aftur síðar og þannig er þetta á öðrum Norðurlöndum.“ Inntur eftir því hvort að það ætti ekki að líta til þess að einstaklingur sem taki inn lyf við kvíða slái einmitt á einkenni röskunar sinnar bendir Ólafur á að viðkomandi einstaklingur sé samt sem áður háður lyfjunum. Þá kveðst hann ekki vita til þess að nokkurra breytinga á áðurnefndum viðmiðum sé að vænta. „Þá þarf viðkomandi samt að vera háður því að taka lyfin. Þetta verður að vera mat lækna. Það sem við gerum er að við fáum sérfræðilækna til að rýna kröfurnar árlega og fylgjast með þróuninni eins og hún er á Norðurlöndunum og við eigum mjög þétt samstarf þar. Þetta eru læknar sem eru að fylgjast mjög vel með,“ segir Ólafur. Birgir Örn Guðjónsson, lögreglumaður.stöð 2 Vonar að viðmiðunum verði breytt Færsla Lóu hefur vakið töluverð viðbrögð á samfélagsmiðlum. Á meðal þeirra sem deila færslunni er Birgir Örn Guðjónsson lögreglumaður. Hann segir í sinni eigin færslu um málið að það viðhorf sem Lóa mætir lýsi ekki aðeins fáfræði, heldur sé það beinlínis „stórhættulegt“. „Lögreglustarfið er vissulega mjög krefjandi. Meðal lífaldur lögreglumanna er lægri en flestra ef ekki allra starfsstétta á Íslandi. Sjálfsvíg hafa því miður líka verið of algeng og einnig hefur sjálfdeyfing, eins og með áfengi, einnig verið nokkuð algeng hjá stéttinni í gegnum tíðina. Er það í alvörunni skárri kostur en að hafa vilja og þor til að takast á við hluti eins og t.d. kvíða eða þunglyndi í okkar lífi? Það er nefnilega eitt að burðast með slíkt og annað að viðurkenna það fyrir sjálfum sér og taka á því. Til þess þarf raunverulega sjálfskoðun einstaklings og þor!“ skrifar Birgir. Þá geti andleg veikindi á borð við þunglyndi, kvíða eða ADHD hugsanlega haft áhrif á störf lögreglumanns – ef ekkert er gert í málunum. Sjálfur hafi Birgir rætt opinskátt um sína kvíðaröskun, sem hann taki nú lyf við. Lyfin hafi gert hann, og aðra lögreglumenn í sömu stöðu, að betri lögreglumönnum. „Ætlum við í alvörunni enn að reyna að grafa þetta ofan í jörðina og hafa þetta sem feimnismál? Erum við í alvörunni ekki komin lengra en svo? Ég neita að trúa því. Ég vona að þessum viðmiðum verði breytt svo þetta útiloki ekki góða og hæfa einstaklinga frá lögreglustarfinu. Við þurfum svo sannarlega á þeim að halda.“Færslu Birgis má sjá í heild hér að neðan.
Akureyri Lögreglan Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Lögreglunemar ætla ekki að vera viðstaddir útskrift vegna óánægju Háskólinn á Akureyri mun í fyrsta sinn brautskrá lögreglumenn með starfsréttindi á morgun, laugardaginn 9. júní. 45 nemendur útskrifast þá úr lögreglufræðum. 8. júní 2018 21:15 Mikil mannekla í lögreglunni en einungis 41 komast í starfsnám Ríflega tvö hundruð nemendur í lögreglufræðum sóttu um starfsnám hjá mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar í ár en einungis 41 nemandi komst að. Það mun vanta a.m.k. 170 nýja lögregluþjóna á næstu fimm árum. 30. desember 2017 21:57 Skilyrðum breytt og á annað hundrað nemendur útilokaðir frá námi um áramót Allt stefnir í að á annað hundrað manns í diplómanámi í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri fái ekki áframhaldandi skólavist um áramótin eins og þau töldu sig eiga rétt á þegar þau skráðu sig í námið. 11. október 2019 11:37 Segir rangt að fólk með ADHD sé útilokað frá lögreglunni Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar, segir reglur um einstaklinga með ADHD innan lögreglunnar ekki hafa verið hertar. 19. ágúst 2019 20:30 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Fleiri fréttir Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Sjá meira
Lögreglunemar ætla ekki að vera viðstaddir útskrift vegna óánægju Háskólinn á Akureyri mun í fyrsta sinn brautskrá lögreglumenn með starfsréttindi á morgun, laugardaginn 9. júní. 45 nemendur útskrifast þá úr lögreglufræðum. 8. júní 2018 21:15
Mikil mannekla í lögreglunni en einungis 41 komast í starfsnám Ríflega tvö hundruð nemendur í lögreglufræðum sóttu um starfsnám hjá mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar í ár en einungis 41 nemandi komst að. Það mun vanta a.m.k. 170 nýja lögregluþjóna á næstu fimm árum. 30. desember 2017 21:57
Skilyrðum breytt og á annað hundrað nemendur útilokaðir frá námi um áramót Allt stefnir í að á annað hundrað manns í diplómanámi í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri fái ekki áframhaldandi skólavist um áramótin eins og þau töldu sig eiga rétt á þegar þau skráðu sig í námið. 11. október 2019 11:37
Segir rangt að fólk með ADHD sé útilokað frá lögreglunni Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar, segir reglur um einstaklinga með ADHD innan lögreglunnar ekki hafa verið hertar. 19. ágúst 2019 20:30
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent