Arnarlax á leið í norsku kauphöllina Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 22. ágúst 2018 06:14 Kjartan Ólafsson segir útlit fyrir að tvö af stærstu laxeldislöndunum nálgist framleiðsluþak innan skamms. Ísland sé þannig í góðri stöðu til að grípa tækifærin í laxeldi á næstu árum. Fréttablaðið/Stefán Laxeldisfyrirtækið Arnarlax er vel í stakk búið fyrir uppbyggingu atvinnugreinarinnar á Íslandi. Eftir að hafa margfaldað efnahagsreikning sinn og lokið við 2,6 milljarða króna hlutafjáraukningu í sumar stefnir fyrirtækið á skráningu á norska hlutabréfamarkaðinn innan tveggja ára. Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax, segir að íslensk laxeldisfyrirtæki geti með tímanum orðið stærri en útgerðirnar. „Undirbúningstímabilinu er að mestu leyti lokið og nú hefst uppbygging atvinnugreinarinnar,“ segir Kjartan í samtali við Markaðinn. „Fyrsta heila rekstrarárið okkar var í fyrra og önnur laxeldisfyrirtæki byrja að slátra í lok árs þannig að beinu áhrifin af fjárfestingu í greininni koma fram á næsta ári.“ Arnarlax var stofnað árið 2009 af feðgunum Matthíasi Garðarssyni og Kristian Matthíassyni ásamt hópi Bílddælinga. Kjartan var kjörinn stjórnarformaður félagsins árið 2013 en fyrirtækið réðst í fyrstu hlutafjáraukninguna 2014 að virði 640 milljónir króna á gengi dagsins í dag. „Þá fengum við inn breiðan hóp af fjárfestum og sama ár settum við fyrstu laxana í sjó,“ segir Kjartan. Norski laxeldisrisinn Salmar fjárfesti síðar í Arnarlaxi gegnum Salmus AS og jók við sinn hlut árið 2015 til þess að fjármagna kaupin á Fjarðarlaxi. „Fyrirtækið margfaldaðist í umfangi við kaupin á Fjarðarlaxi. Heildareignir fyrirtækisins fóru úr 20 milljónum evra í 110 milljónir og fjöldi starfsmanna úr 20 í 120. Við lítum á þessi kaup sem mikið heillaskref og innkomu Salmar í hluthafahópinn fylgdi mikil þekking og reynsla, bæði á seiðastigi og í sjóeldinu. Þeir hafa náð góðum árangri með sínu eldi norðarlega í Noregi og hugmyndin var að nýta þá þekkingu við íslenskar aðstæður. Þetta hljómar kannski einfalt en er í framkvæmd heilmikil áskorun.“Tólf prósenta hlutafjáraukning Kjartan greinir Markaðinum frá því að Arnarlax hafi nýlokið við 2,6 milljarða króna hlutafjáraukningu sem mun renna stoðum undir frekari uppbyggingu fyrirtækisins. Hlutafé var aukið um tólf prósent en hluthafar Arnarlax lögðu fram rúmlega 60 prósent á móti 40 prósentum frá tveimur nýjum fjárfestum, norskum og sænskum. „Fjármagninu verður ráðstafað í uppbyggingu á lífmassa, seiðastöð og vinnslu. Þetta er fjármagnsfrekur rekstur og hann krefst sterks efnahags,“ segir Kjartan. Hann segir að hluthafasamkomulagið sé þannig að á næsta ári sé stefnt að skráningu Arnarlax á markaðstorg í Noregi sem er sambærilegt First North í Kauphöllinni á Íslandi. „Eftir það er stefnt að skráningu á norska hlutabréfamarkaðinn innan árs. Það er framtíðarsýnin.“ Greint var frá árshlutauppgjöri Salmar í vor en þar kom fram að Arnarlax hefði tapað 810 milljónum á fyrsta fjórðungi ársins, samanborið við 514 milljónir á síðasta ári. Þá var EBIT-rekstrarhagnaður félagsins neikvæður um 514 milljónir króna en hann var jákvæður um 450 milljónir á sama tímabili 2017. Kjartan segir að mikilvægt sé að skilja greinina og uppgjörsaðferðir skráðra fiskeldisfyrirtækja þar sem sveiflur í afkomu megi rekja til laxaverðs og bókhaldsaðferða. „Salmar er skráð í norsku Kauphöllina í Ósló og gert upp með svokallaðri „fair-value“-aðferð en þá er allur lífmassinn metinn á markaðsverði. Þegar verðið hækkar geturðu fengið út himinháan hagnað en stórtap þegar það lækkar. Við erum enn ekki skráð fyrirtæki og gerum lífmassann upp á kostnaðarverði en reikningar Arnarlax eru gerðir upp í evrum samkvæmt íslenskum ársreikningalögum.“Árstíðasveiflur stýra væntingum Framboð á eldislaxi jókst um ríflega helming á árunum 2008 til 2017. Atvinnugreinin hefur þó búið við miklar sveiflur. Heimsframleiðslan jókst til að mynda um 22 prósent á árinu 2012 og dróst saman um sjö prósent árið 2016. Greinendur spá því að framleiðsluaukningin leiti nú í jafnvægi og verði um fimm prósent á næstu tveimur árum. „Það er útlit fyrir að tvö af stærstu laxeldislöndunum, Noregur og Síle, nálgist framleiðsluþak á næstu árum. Vaxtartækifærin í fiskeldi hér á landi eru því umtalsverð, sérstaklega í samanburði við hefðbundinn sjávarútveg. Heimsaflinn stendur í stað og nú er svo komið að fiskeldið framleiðir stærri hluta framboðs á sjávarafurðum. Þannig stöndum við í raun frammi fyrir hafi tækifæra með aukinni þekkingu á ræktun matvæla í sjónum,“ segir Kjartan. „Iðnbyltingin kom til Íslands mörgum áratugum á eftir Evrópu og eins er fiskeldið á Íslandi áratugum á eftir nágrönnum okkar við Norður-Atlantshafið; Norðmönnum, Skotum, Færeyingum, Kanadamönnum. Því fylgja bæði áskoranir og tækifæri til að tileinka okkur það sem vel er gert og forðast mistök.“ Þá eru framboðssveiflurnar einnig árstíðabundnar og verðið dansar í takt. Laxaverð lækkaði um nærri 35 prósent í sumar, vegna aukinnar slátrunar á eldislaxi í Noregi sem flutti út 16 prósent meira af laxi en á sama tímabili í fyrra. „Markaðurinn hegðar sér iðulega þannig að þegar líður að lokum sumarsins eykst slátrun sem veldur umframframboði. Eftirspurnin tekur síðan við sér þegar nær dregur hátíðunum. Þessar árstíðabundnu sveiflur stýra væntingum okkar til skemmri tíma.“Einblína á framleiðslukostnað Arnarlax getur varið sig fyrir verðsveiflunum með tvenns konar hætti, annars vegar með langtímaafhendingarsamningum og hins vegar framvirkum samningum. „Arnarlax hefur verið ágætlega varinn fyrir sveiflunum með langtímasamningum en við einblínum þó umfram allt á að ná framleiðslukostnaðinum niður fyrir 40 norskar krónur á kílóið sem er meðalkostnaðarverð í greininni þannig að fyrirtækið sé samkeppnishæft. Áherslur okkar eru því alfarið á rekstur félagsins þessi misserin til að tryggja samkeppnishæfni. Öðruvísi getum við ekki byggt þessa grein upp á Íslandi. Það er ekki í boði að sitja og bíða eftir betri markaðsaðstæðum.“ Arnarlax gerir ráð fyrir að framleiðslan vaxi úr 10 þúsund tonnum árið 2017 upp í 23 þúsund tonn árið 2022. Framleiðsluspáin fyrir árið 2018 hljóðaði upp á um tíu þúsund tonn en hún var lækkuð niður í um 7 þúsund tonn. „Við stöðvuðum framleiðslu í júní og júlí og munum einnig stöðva hana í september, annars vegar vegna slyss sem við urðum fyrir í febrúar og hins vegar vegna framkvæmda við vinnsluna á Bíldudal og seinkunar á slátrun. Hlutafjáraukningin gerir okkur hins vegar kleift að auka framleiðsluna enn frekar og við stefnum á að setja rúmlega þrjár milljónir seiða í sjó á næsta ári. Ef hver fiskur verður um fjögur kíló að þyngd eykst framleiðslan um 12 þúsund tonn á næstu árum. Uppbyggingin tekur hins vegar drjúgan tíma vegna þess að framleiðsluferillinn er svo langur.“Þrátt fyrir töluverðar skammtímasveiflur hefur laxaverð að jafnaði hækkað á undanförnum árum. Þannig nam árleg meðalhækkun laxaverðs 8,2 prósentum á árunum 2008 til 2017 en hana má rekja til kröftugrar eftirspurnar að sögn Kjartans. „Laxinn er hágæðavara sem er neytt á öllum tímum dagsins, alla daga vikunnar, jafnt helgar sem virka daga hvort sem er reykt eða grafið, nú eða í sushi, sashimi eða laxa-carpaccio svo dæmi sé tekið. Vöruþróunin hefur í raun gengið einstaklega vel,“ segir Kjartan. „Það hefur verið stöðug sex til átta prósenta aukning í eftirspurn á hverju ári. Eftirspurnin hefur að jafnaði vaxið hraðar en framboð og að því leyti höfum við ekki áhyggjur af skammtímasveiflum í framboði,“ segir hann og bendir á að samkvæmt líkönum greinenda þurfi framboð að aukast um rúm 8% prósent til þess að verðlækkun á milli ára komi fram. Það séu ólíklegar langtímahorfur í ljósi þeirrar aukningar í eftirspurn sem vænta má ef spár alþjóðastofnana um fólksfjölgun og áframhaldandi fjölgun í millistétt Asíu ganga eftir. Eldin verði stærri en útgerðir Kjartan segir Ísland verða að nýta þau tækifæri sem landfræðileg staða þess býður upp á. „Þannig höfum við í raun byggt upp þau lífsgæði sem við búum við í dag eins og glöggt má sjá af þorskinum á krónunni. Það eru í raun bara örfá lönd sem hafa aðstæður fyrir laxeldi og Sameinuðu þjóðirnar hafa hvatt þau lönd sem tækifæri hafa til til að nýta aðstöðu sína til fiskeldis. Færeyingar og Norðmenn hafa á undanförnum árum margfaldað útflutningsverðmæti sjávarafurða með laxeldi. Ef við viljum áframhaldandi uppbyggingu lífsgæða, svo sem í mennta- og heilbrigðiskerfi, þá þurfum við vöxt.“ Í þessu samhengi ber Kjartan saman þróun á tekjum stærstu íslensku útgerðarinnar, HB Granda, annars vegar og Salmar hins vegar. Fyrirtækin tvö höfðu álíka miklar tekjur árið 2006 en tíu árum síðar voru tekjur Salmar orðnar um það bil fimm sinnum meiri. Þá vaknar sú spurning hvort íslensk fiskeldisfyrirtæki geti með tímanum orðið jafn umsvifamikil og útgerðirnar. „Útgerðirnar eru nú þegar uppi í þakinu og geta ekki vaxið ef þeim er ekki heimilt að hagræða og sameinast. Villti aflinn í höfunum breytist lítið í heild sinni á meðan markaðir stækka. Þetta er stóri munurinn á fiskeldinu og hinu hefðbundna útgerðarformi,“ segir Kjartan og nefnir einnig að fiskeldi og útgerð séu ólík að því leyti að fiskeldið sé drifið áfram af eftirspurn en veiðarnar af framboði. „Á föstudegi erum við búin að selja uppskeruna fyrir komandi viku. Hefðbundinn sjávarútvegur er í meiri mæli framleiðsludrifinn, í þeim skilningi að fiskurinn er seldur eftir að hann er veiddur.“700 milljóna króna skattsporHvað geta stjórnvöld gert til þess að búa íslenska laxeldisiðnaðinum betri skilyrði? „Það er að mínu mati gríðarlega mikilvægt að við sættumst á lagaramma og umgjörð sem þurfa að vera þannig að hagsmunaaðilar beygi sig undir vísindalega ráðgjöf. Áhættumat Hafrannsóknastofnunar kveður á um að framleiðsla á um 70 þúsund tonnum á ári sé vel innan skynsamlegra hættumarka hvað varðar hugsanleg áhrif á villilaxinn. Við þurfum að vinna áfram með áhættustýringu og beita mælitækjum upplýsingar og vísinda.“Hvaða skoðun hefurðu á umræðunni um laxeldi á Íslandi? „Umræðan hefur verið lituð af hagsmunabaráttu þar sem veiðiréttarhafar leitast við að rægja atvinnugreinina með ósannindum og hræðsluáróðri eins og til dæmis um áhrif hugsanlegrar erfðamengunar og ástand botns undir sjókvíum. Það er að sjálfsögðu ekki okkur í hag og beinlínis stórhættulegt í svona rekstri, að sinna ekki umhverfisþáttum eins lús og uppsöfnun á botni. Þannig tekur Arnarlax umhverfismálin mjög alvarlega og við höfum stutt við tillögur um aukið gegnsæi og birtum nú til dæmis lúsatölur á heimasíðu okkar. Auk áhættumats á áhrifum á villilaxinn framkvæmir Hafrannsóknastofnun burðarþolsmat á fjörðunum þar sem aðstæður eru metnar. Það er algjört lykilatriði að umræðan byggi á staðreyndum og vísindum,“ segir Kjartan.Í skýrslu starfshóps sjávarútvegsráðherra, sem þú sast í, er lagt til að innheimt verði auðlindagjald af þeim sem stunda laxeldi í sjókvíum. Hefur laxeldisiðnaðurinn á Íslandi burði til að greiða sérstakan skatt eins og stendur? „Arnarlax hefur ekki sett sig upp á móti umræðu um auðlindagjald. En hafa þarf í huga að í Noregi var laxeldi leyft að vaxa sem atvinnugrein í 40 ár áður en umræða um auðlindagjald hófst. Skattspor Arnarlax fyrir síðasta ár var uppi í kringum 700 milljónir og ef við tökum Bíldudal sérstaklega fyrir var það svæði áður skilgreint sem brothætt byggð en er nú í blóma. Uppbygging í þessari grein hefur blásið lífi í strandbæi um allan heim og haft ótvíræða kosti hvað varðar umhverfisvæna matvælaframleiðslu og samfélagsáhrif.“Víðtæk reynsla í sjávarútvegi Kjartan Ólafsson útskrifaðist með meistaragráðu í sjávarútvegsfræðum frá Háskólanum í Tromsø með áherslu á fiskihagfræði og fjármál. Árið 1999 gekk gekk hann til liðs við Fjárfestingarbanka atvinnulífsins sem síðar varð Glitnir. Þar vann Kjartan við kostgæfnisathuganir og greiningu á sjávarútvegi. „Ég flutti til Álasunds eftir yfirtöku Glitnis á KredittBanken árið 2005 og leiddi þar norska sjávarútvegsteymið. Þremur árum síðar var ég ráðinn framkvæmdastjóri sjávarútvegsteymis Glitnis.“ Kjartan stofnaði sitt eigið ráðgjafarfyrirtæki, Markó Partners, árið 2011 og var það meðal annars ráðgjafi kanadíska félagsins High Liner Seafood við kaup á bandaríska hluta Icelandic Group sama ár. Hann var kjörinn stjórnarformaður Arnarlax árið 2013. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Sjávarútvegur Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Laxeldisfyrirtækið Arnarlax er vel í stakk búið fyrir uppbyggingu atvinnugreinarinnar á Íslandi. Eftir að hafa margfaldað efnahagsreikning sinn og lokið við 2,6 milljarða króna hlutafjáraukningu í sumar stefnir fyrirtækið á skráningu á norska hlutabréfamarkaðinn innan tveggja ára. Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax, segir að íslensk laxeldisfyrirtæki geti með tímanum orðið stærri en útgerðirnar. „Undirbúningstímabilinu er að mestu leyti lokið og nú hefst uppbygging atvinnugreinarinnar,“ segir Kjartan í samtali við Markaðinn. „Fyrsta heila rekstrarárið okkar var í fyrra og önnur laxeldisfyrirtæki byrja að slátra í lok árs þannig að beinu áhrifin af fjárfestingu í greininni koma fram á næsta ári.“ Arnarlax var stofnað árið 2009 af feðgunum Matthíasi Garðarssyni og Kristian Matthíassyni ásamt hópi Bílddælinga. Kjartan var kjörinn stjórnarformaður félagsins árið 2013 en fyrirtækið réðst í fyrstu hlutafjáraukninguna 2014 að virði 640 milljónir króna á gengi dagsins í dag. „Þá fengum við inn breiðan hóp af fjárfestum og sama ár settum við fyrstu laxana í sjó,“ segir Kjartan. Norski laxeldisrisinn Salmar fjárfesti síðar í Arnarlaxi gegnum Salmus AS og jók við sinn hlut árið 2015 til þess að fjármagna kaupin á Fjarðarlaxi. „Fyrirtækið margfaldaðist í umfangi við kaupin á Fjarðarlaxi. Heildareignir fyrirtækisins fóru úr 20 milljónum evra í 110 milljónir og fjöldi starfsmanna úr 20 í 120. Við lítum á þessi kaup sem mikið heillaskref og innkomu Salmar í hluthafahópinn fylgdi mikil þekking og reynsla, bæði á seiðastigi og í sjóeldinu. Þeir hafa náð góðum árangri með sínu eldi norðarlega í Noregi og hugmyndin var að nýta þá þekkingu við íslenskar aðstæður. Þetta hljómar kannski einfalt en er í framkvæmd heilmikil áskorun.“Tólf prósenta hlutafjáraukning Kjartan greinir Markaðinum frá því að Arnarlax hafi nýlokið við 2,6 milljarða króna hlutafjáraukningu sem mun renna stoðum undir frekari uppbyggingu fyrirtækisins. Hlutafé var aukið um tólf prósent en hluthafar Arnarlax lögðu fram rúmlega 60 prósent á móti 40 prósentum frá tveimur nýjum fjárfestum, norskum og sænskum. „Fjármagninu verður ráðstafað í uppbyggingu á lífmassa, seiðastöð og vinnslu. Þetta er fjármagnsfrekur rekstur og hann krefst sterks efnahags,“ segir Kjartan. Hann segir að hluthafasamkomulagið sé þannig að á næsta ári sé stefnt að skráningu Arnarlax á markaðstorg í Noregi sem er sambærilegt First North í Kauphöllinni á Íslandi. „Eftir það er stefnt að skráningu á norska hlutabréfamarkaðinn innan árs. Það er framtíðarsýnin.“ Greint var frá árshlutauppgjöri Salmar í vor en þar kom fram að Arnarlax hefði tapað 810 milljónum á fyrsta fjórðungi ársins, samanborið við 514 milljónir á síðasta ári. Þá var EBIT-rekstrarhagnaður félagsins neikvæður um 514 milljónir króna en hann var jákvæður um 450 milljónir á sama tímabili 2017. Kjartan segir að mikilvægt sé að skilja greinina og uppgjörsaðferðir skráðra fiskeldisfyrirtækja þar sem sveiflur í afkomu megi rekja til laxaverðs og bókhaldsaðferða. „Salmar er skráð í norsku Kauphöllina í Ósló og gert upp með svokallaðri „fair-value“-aðferð en þá er allur lífmassinn metinn á markaðsverði. Þegar verðið hækkar geturðu fengið út himinháan hagnað en stórtap þegar það lækkar. Við erum enn ekki skráð fyrirtæki og gerum lífmassann upp á kostnaðarverði en reikningar Arnarlax eru gerðir upp í evrum samkvæmt íslenskum ársreikningalögum.“Árstíðasveiflur stýra væntingum Framboð á eldislaxi jókst um ríflega helming á árunum 2008 til 2017. Atvinnugreinin hefur þó búið við miklar sveiflur. Heimsframleiðslan jókst til að mynda um 22 prósent á árinu 2012 og dróst saman um sjö prósent árið 2016. Greinendur spá því að framleiðsluaukningin leiti nú í jafnvægi og verði um fimm prósent á næstu tveimur árum. „Það er útlit fyrir að tvö af stærstu laxeldislöndunum, Noregur og Síle, nálgist framleiðsluþak á næstu árum. Vaxtartækifærin í fiskeldi hér á landi eru því umtalsverð, sérstaklega í samanburði við hefðbundinn sjávarútveg. Heimsaflinn stendur í stað og nú er svo komið að fiskeldið framleiðir stærri hluta framboðs á sjávarafurðum. Þannig stöndum við í raun frammi fyrir hafi tækifæra með aukinni þekkingu á ræktun matvæla í sjónum,“ segir Kjartan. „Iðnbyltingin kom til Íslands mörgum áratugum á eftir Evrópu og eins er fiskeldið á Íslandi áratugum á eftir nágrönnum okkar við Norður-Atlantshafið; Norðmönnum, Skotum, Færeyingum, Kanadamönnum. Því fylgja bæði áskoranir og tækifæri til að tileinka okkur það sem vel er gert og forðast mistök.“ Þá eru framboðssveiflurnar einnig árstíðabundnar og verðið dansar í takt. Laxaverð lækkaði um nærri 35 prósent í sumar, vegna aukinnar slátrunar á eldislaxi í Noregi sem flutti út 16 prósent meira af laxi en á sama tímabili í fyrra. „Markaðurinn hegðar sér iðulega þannig að þegar líður að lokum sumarsins eykst slátrun sem veldur umframframboði. Eftirspurnin tekur síðan við sér þegar nær dregur hátíðunum. Þessar árstíðabundnu sveiflur stýra væntingum okkar til skemmri tíma.“Einblína á framleiðslukostnað Arnarlax getur varið sig fyrir verðsveiflunum með tvenns konar hætti, annars vegar með langtímaafhendingarsamningum og hins vegar framvirkum samningum. „Arnarlax hefur verið ágætlega varinn fyrir sveiflunum með langtímasamningum en við einblínum þó umfram allt á að ná framleiðslukostnaðinum niður fyrir 40 norskar krónur á kílóið sem er meðalkostnaðarverð í greininni þannig að fyrirtækið sé samkeppnishæft. Áherslur okkar eru því alfarið á rekstur félagsins þessi misserin til að tryggja samkeppnishæfni. Öðruvísi getum við ekki byggt þessa grein upp á Íslandi. Það er ekki í boði að sitja og bíða eftir betri markaðsaðstæðum.“ Arnarlax gerir ráð fyrir að framleiðslan vaxi úr 10 þúsund tonnum árið 2017 upp í 23 þúsund tonn árið 2022. Framleiðsluspáin fyrir árið 2018 hljóðaði upp á um tíu þúsund tonn en hún var lækkuð niður í um 7 þúsund tonn. „Við stöðvuðum framleiðslu í júní og júlí og munum einnig stöðva hana í september, annars vegar vegna slyss sem við urðum fyrir í febrúar og hins vegar vegna framkvæmda við vinnsluna á Bíldudal og seinkunar á slátrun. Hlutafjáraukningin gerir okkur hins vegar kleift að auka framleiðsluna enn frekar og við stefnum á að setja rúmlega þrjár milljónir seiða í sjó á næsta ári. Ef hver fiskur verður um fjögur kíló að þyngd eykst framleiðslan um 12 þúsund tonn á næstu árum. Uppbyggingin tekur hins vegar drjúgan tíma vegna þess að framleiðsluferillinn er svo langur.“Þrátt fyrir töluverðar skammtímasveiflur hefur laxaverð að jafnaði hækkað á undanförnum árum. Þannig nam árleg meðalhækkun laxaverðs 8,2 prósentum á árunum 2008 til 2017 en hana má rekja til kröftugrar eftirspurnar að sögn Kjartans. „Laxinn er hágæðavara sem er neytt á öllum tímum dagsins, alla daga vikunnar, jafnt helgar sem virka daga hvort sem er reykt eða grafið, nú eða í sushi, sashimi eða laxa-carpaccio svo dæmi sé tekið. Vöruþróunin hefur í raun gengið einstaklega vel,“ segir Kjartan. „Það hefur verið stöðug sex til átta prósenta aukning í eftirspurn á hverju ári. Eftirspurnin hefur að jafnaði vaxið hraðar en framboð og að því leyti höfum við ekki áhyggjur af skammtímasveiflum í framboði,“ segir hann og bendir á að samkvæmt líkönum greinenda þurfi framboð að aukast um rúm 8% prósent til þess að verðlækkun á milli ára komi fram. Það séu ólíklegar langtímahorfur í ljósi þeirrar aukningar í eftirspurn sem vænta má ef spár alþjóðastofnana um fólksfjölgun og áframhaldandi fjölgun í millistétt Asíu ganga eftir. Eldin verði stærri en útgerðir Kjartan segir Ísland verða að nýta þau tækifæri sem landfræðileg staða þess býður upp á. „Þannig höfum við í raun byggt upp þau lífsgæði sem við búum við í dag eins og glöggt má sjá af þorskinum á krónunni. Það eru í raun bara örfá lönd sem hafa aðstæður fyrir laxeldi og Sameinuðu þjóðirnar hafa hvatt þau lönd sem tækifæri hafa til til að nýta aðstöðu sína til fiskeldis. Færeyingar og Norðmenn hafa á undanförnum árum margfaldað útflutningsverðmæti sjávarafurða með laxeldi. Ef við viljum áframhaldandi uppbyggingu lífsgæða, svo sem í mennta- og heilbrigðiskerfi, þá þurfum við vöxt.“ Í þessu samhengi ber Kjartan saman þróun á tekjum stærstu íslensku útgerðarinnar, HB Granda, annars vegar og Salmar hins vegar. Fyrirtækin tvö höfðu álíka miklar tekjur árið 2006 en tíu árum síðar voru tekjur Salmar orðnar um það bil fimm sinnum meiri. Þá vaknar sú spurning hvort íslensk fiskeldisfyrirtæki geti með tímanum orðið jafn umsvifamikil og útgerðirnar. „Útgerðirnar eru nú þegar uppi í þakinu og geta ekki vaxið ef þeim er ekki heimilt að hagræða og sameinast. Villti aflinn í höfunum breytist lítið í heild sinni á meðan markaðir stækka. Þetta er stóri munurinn á fiskeldinu og hinu hefðbundna útgerðarformi,“ segir Kjartan og nefnir einnig að fiskeldi og útgerð séu ólík að því leyti að fiskeldið sé drifið áfram af eftirspurn en veiðarnar af framboði. „Á föstudegi erum við búin að selja uppskeruna fyrir komandi viku. Hefðbundinn sjávarútvegur er í meiri mæli framleiðsludrifinn, í þeim skilningi að fiskurinn er seldur eftir að hann er veiddur.“700 milljóna króna skattsporHvað geta stjórnvöld gert til þess að búa íslenska laxeldisiðnaðinum betri skilyrði? „Það er að mínu mati gríðarlega mikilvægt að við sættumst á lagaramma og umgjörð sem þurfa að vera þannig að hagsmunaaðilar beygi sig undir vísindalega ráðgjöf. Áhættumat Hafrannsóknastofnunar kveður á um að framleiðsla á um 70 þúsund tonnum á ári sé vel innan skynsamlegra hættumarka hvað varðar hugsanleg áhrif á villilaxinn. Við þurfum að vinna áfram með áhættustýringu og beita mælitækjum upplýsingar og vísinda.“Hvaða skoðun hefurðu á umræðunni um laxeldi á Íslandi? „Umræðan hefur verið lituð af hagsmunabaráttu þar sem veiðiréttarhafar leitast við að rægja atvinnugreinina með ósannindum og hræðsluáróðri eins og til dæmis um áhrif hugsanlegrar erfðamengunar og ástand botns undir sjókvíum. Það er að sjálfsögðu ekki okkur í hag og beinlínis stórhættulegt í svona rekstri, að sinna ekki umhverfisþáttum eins lús og uppsöfnun á botni. Þannig tekur Arnarlax umhverfismálin mjög alvarlega og við höfum stutt við tillögur um aukið gegnsæi og birtum nú til dæmis lúsatölur á heimasíðu okkar. Auk áhættumats á áhrifum á villilaxinn framkvæmir Hafrannsóknastofnun burðarþolsmat á fjörðunum þar sem aðstæður eru metnar. Það er algjört lykilatriði að umræðan byggi á staðreyndum og vísindum,“ segir Kjartan.Í skýrslu starfshóps sjávarútvegsráðherra, sem þú sast í, er lagt til að innheimt verði auðlindagjald af þeim sem stunda laxeldi í sjókvíum. Hefur laxeldisiðnaðurinn á Íslandi burði til að greiða sérstakan skatt eins og stendur? „Arnarlax hefur ekki sett sig upp á móti umræðu um auðlindagjald. En hafa þarf í huga að í Noregi var laxeldi leyft að vaxa sem atvinnugrein í 40 ár áður en umræða um auðlindagjald hófst. Skattspor Arnarlax fyrir síðasta ár var uppi í kringum 700 milljónir og ef við tökum Bíldudal sérstaklega fyrir var það svæði áður skilgreint sem brothætt byggð en er nú í blóma. Uppbygging í þessari grein hefur blásið lífi í strandbæi um allan heim og haft ótvíræða kosti hvað varðar umhverfisvæna matvælaframleiðslu og samfélagsáhrif.“Víðtæk reynsla í sjávarútvegi Kjartan Ólafsson útskrifaðist með meistaragráðu í sjávarútvegsfræðum frá Háskólanum í Tromsø með áherslu á fiskihagfræði og fjármál. Árið 1999 gekk gekk hann til liðs við Fjárfestingarbanka atvinnulífsins sem síðar varð Glitnir. Þar vann Kjartan við kostgæfnisathuganir og greiningu á sjávarútvegi. „Ég flutti til Álasunds eftir yfirtöku Glitnis á KredittBanken árið 2005 og leiddi þar norska sjávarútvegsteymið. Þremur árum síðar var ég ráðinn framkvæmdastjóri sjávarútvegsteymis Glitnis.“ Kjartan stofnaði sitt eigið ráðgjafarfyrirtæki, Markó Partners, árið 2011 og var það meðal annars ráðgjafi kanadíska félagsins High Liner Seafood við kaup á bandaríska hluta Icelandic Group sama ár. Hann var kjörinn stjórnarformaður Arnarlax árið 2013.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Sjávarútvegur Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira