Segir Tyrki ekki lengur munu stöðva sýrlenska flóttamenn á leið til Evrópu Atli Ísleifsson skrifar 28. febrúar 2020 11:31 Á landamærum Tyrklands og Grikklands í Pazarkule. AP/Ergin Yildiz Tyrknesk yfirvöld munu ekki lengur stöðva för sýrlenskra flóttamanna sem reyna að ná til Evrópu. Þetta hefur Reuters eftir háttsettum en ónafngreindum heimildarmanni innan tyrkneska stjórnkerfisins. Fréttirnar koma í kjölfar þess að 33 tyrkneskir hermenn hið minnsta létu lífið í árásum sýrlenska stjórnarhersins í Idlib í norðvesturhluta Sýrlands þar sem uppreisnarhópar sem njóta stuðnings Tyrkja ráða ríkjum. BBC segir frá því að tyrkneski herinn hafi í kjölfar árás Sýrlandshers ráðist á um tvö hundruð skotmörk sýrlenska hersins. Búist er við að átökin í norðvesturhluta Sýrlands nú komi til með að leiða til nýrrar öldu flóttamanna til Evrópu. Árið 2016 skuldbundu Tyrkir sig til að stöðva för flóttafólks á leið til Evrópu í skiptum fyrir fjárhagslegan stuðning frá Evrópusambandinu. Um 3,7 milljónir sýrlenskra flóttamanna hafast nú við í Tyrklandi, en Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur ítrekað hótað því að opna landamærin. Í frétt Reuters er haft eftir heimildarmanninum að tyrknesk lögregla, strandgæsla og landamæraverðir hafi fengið boð um að hleypa sýrlenskum flóttamönnum á leið til Evrópu í óhindrað í gegn. Þetta hefur þó ekki fengist opinberlega staðfest. Tyrkneski herinn hefur sent þúsundir hermanna til Sýrlands að undanförnu og hefur Erdogan áður hótað því að hefja stórsókn til að stöðva aðgerðir Sýrlandshers í héraðinu. Sýrland Tyrkland Flóttamenn Tengdar fréttir Börn og kennarar létust í árásum á skóla og leikskóla í Idlib Að minnsta kosti níu börn og þrír kennarar létu lífið í árásum á tíu skóla og leikskóla í Idlib í Sýrlandi í gær. Ted Chaiban, yfirmaður UNICEF í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku, fordæmir árásirnar og segir fólk orðlaust yfir ofbeldinu. 27. febrúar 2020 12:45 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Tyrknesk yfirvöld munu ekki lengur stöðva för sýrlenskra flóttamanna sem reyna að ná til Evrópu. Þetta hefur Reuters eftir háttsettum en ónafngreindum heimildarmanni innan tyrkneska stjórnkerfisins. Fréttirnar koma í kjölfar þess að 33 tyrkneskir hermenn hið minnsta létu lífið í árásum sýrlenska stjórnarhersins í Idlib í norðvesturhluta Sýrlands þar sem uppreisnarhópar sem njóta stuðnings Tyrkja ráða ríkjum. BBC segir frá því að tyrkneski herinn hafi í kjölfar árás Sýrlandshers ráðist á um tvö hundruð skotmörk sýrlenska hersins. Búist er við að átökin í norðvesturhluta Sýrlands nú komi til með að leiða til nýrrar öldu flóttamanna til Evrópu. Árið 2016 skuldbundu Tyrkir sig til að stöðva för flóttafólks á leið til Evrópu í skiptum fyrir fjárhagslegan stuðning frá Evrópusambandinu. Um 3,7 milljónir sýrlenskra flóttamanna hafast nú við í Tyrklandi, en Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur ítrekað hótað því að opna landamærin. Í frétt Reuters er haft eftir heimildarmanninum að tyrknesk lögregla, strandgæsla og landamæraverðir hafi fengið boð um að hleypa sýrlenskum flóttamönnum á leið til Evrópu í óhindrað í gegn. Þetta hefur þó ekki fengist opinberlega staðfest. Tyrkneski herinn hefur sent þúsundir hermanna til Sýrlands að undanförnu og hefur Erdogan áður hótað því að hefja stórsókn til að stöðva aðgerðir Sýrlandshers í héraðinu.
Sýrland Tyrkland Flóttamenn Tengdar fréttir Börn og kennarar létust í árásum á skóla og leikskóla í Idlib Að minnsta kosti níu börn og þrír kennarar létu lífið í árásum á tíu skóla og leikskóla í Idlib í Sýrlandi í gær. Ted Chaiban, yfirmaður UNICEF í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku, fordæmir árásirnar og segir fólk orðlaust yfir ofbeldinu. 27. febrúar 2020 12:45 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Börn og kennarar létust í árásum á skóla og leikskóla í Idlib Að minnsta kosti níu börn og þrír kennarar létu lífið í árásum á tíu skóla og leikskóla í Idlib í Sýrlandi í gær. Ted Chaiban, yfirmaður UNICEF í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku, fordæmir árásirnar og segir fólk orðlaust yfir ofbeldinu. 27. febrúar 2020 12:45