Erlent

Heilsufar Hugos Chavez enn á huldu

Kastró og Chavez. Myndin á að hafa verið tekin í gær.
Kastró og Chavez. Myndin á að hafa verið tekin í gær. Mynd/AP
Ekki liggur fyrir hvort Hugos Chavez, forseti Venesúela, sé heill heilsu en orðrómur er á kreiki um að hann sé alvarlega veikur. Ráðstefna sem átti að hefjast í Venesúela 5. júlí hefur verið aflýst og eru veikindi forsetans sögð orsökin.

Chavez hefur ekki sést opinberlega í tvær og hálfa viku eða frá því að hann fór til Kúbu í aðgerð. Yfirvöld segja að þangað hafi forsetinn farið til að láta fjarlægja kýli af mjöðm hans. Sögusagnir eru hins vegar uppi um að Chavez sé með krabbamein og liggi alvarlega veikur á Kúbu eða forsetahöllinni í Venesúela. Yfirvöld í Kúbu birtu þó í gær mynd af Chavez með Fidel Kastró, fyrrverandi leiðtoga Kúbu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×