Erlent

Átján féllu í árás Talibana á hótel í Kabúl

Átján manns féllu í sjálfsmorðsárás sjö Talibana á lúxushótelið Inter-Continental í Kabúl í Afganistan í nótt.

Auk þess særðust að minnsta kosti 12 manns í árásinni en samkvæmt frétt um málið á CNN er enn verið að leita á hótelinu að fleiri látnum eða særðum eftir árásina.

Árásin mun hafa verið þaulskipulögð og tókst Talibönunum að komast framhjá mjög öflugri öryggisgæslu við hótelið. Einn Talibananna sprengdi sprengju á annari hæð hótelsins en síðan fór hópurinn upp á þak hótelsins og þaðan skutu þeir eldflugum að húsi varaforseta landsins sem er skammt frá hótelinu.

Hermönnum og öryggissveitum tókst síðan að fella alla Talibanana sjö en þá höfðu þeir náð að drepa 11 af gestum hótelsins. Aðgerðum lauk fyrst nú í morgunsárið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×