Innlent

Einn greindist með Co­vid-19

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi
Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi

Einn greindist með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. Því hafa nú 1.798 greinst með veiruna hér á landi. Í gær greindust enginn með smit en það var þriðja skiptið sem enginn hafði greinst með smit hér á landi frá upphafi veirunnar.

Þrír eru nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og enginn er á gjörgæslu. Í einagrun eru 99, en þeim fækkaði um 18 síðasta sólarhringinn, og 631 eru í sóttkví. Nú hafa 1.689 manns náð bata og 19.112 lokið sóttkví. Alls hafa verið tekin 49.135 sýni og bættust á fimmta hundrað við á milli daga.

Tíu manns hafa látist í faraldrinum til þessa.

Upplýsingafundur almannavarna vegna veirunnar er á sínum stað klukkan 14 í dag. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Páll Matthíasson forstjóri Landspítala, farar yfir það sem er efst á baugi með tilliti til COVID-19 hér á landi.

Fréttin hefur verið uppfærð. Áður sagði að sex væru á sjúkrahúsi vegna Covid-19 en talan hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×