Úlfarnir aðeins þremur stigum frá Meistaradeildarsæti eftir sigur á Spurs Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. mars 2020 15:45 Raúl Jiménez fagnar sigurmarki sínu gegn Spurs. vísir/getty Wolves er aðeins þremur stigum frá Meistaradeildarsæti eftir 2-3 útisigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Með sigrinum fóru Úlfararnir upp fyrir Spurs í töflunni. Úlfarnir lentu tvisvar sinnum undir í leiknum en komu til baka og unnu annan deildarleikinn í röð. Þetta var hins vegar annað tap Spurs í deildinni í röð. Steven Bergwijn kom Tottenham yfir á 13. mínútu en Matt Doherty jafnaði á 27. mínútu. Á lokamínútu fyrri hálfleiks kom Serge Aurier heimamönnum svo aftur yfir með góðu vinstri fótar skoti í fjærhornið. Diego Jota jafnaði á 57. mínútu með sínu sjötta marki í síðustu þremur leikjum. Á 73. mínútu skoraði Raúl Jiménez sigurmark Úlfanna eftir að hafa leikið skemmtilega á Japhet Tanganga. Þetta var þrettánda deildarmark Mexíkóans á tímabilinu og hann er því búinn að jafna markafjölda sinn frá því á síðasta tímabili. Wolves er í 6. sæti deildarinnar með 42 stig, tveimur stigum og einu sæti á undan Tottenham. Enski boltinn
Wolves er aðeins þremur stigum frá Meistaradeildarsæti eftir 2-3 útisigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Með sigrinum fóru Úlfararnir upp fyrir Spurs í töflunni. Úlfarnir lentu tvisvar sinnum undir í leiknum en komu til baka og unnu annan deildarleikinn í röð. Þetta var hins vegar annað tap Spurs í deildinni í röð. Steven Bergwijn kom Tottenham yfir á 13. mínútu en Matt Doherty jafnaði á 27. mínútu. Á lokamínútu fyrri hálfleiks kom Serge Aurier heimamönnum svo aftur yfir með góðu vinstri fótar skoti í fjærhornið. Diego Jota jafnaði á 57. mínútu með sínu sjötta marki í síðustu þremur leikjum. Á 73. mínútu skoraði Raúl Jiménez sigurmark Úlfanna eftir að hafa leikið skemmtilega á Japhet Tanganga. Þetta var þrettánda deildarmark Mexíkóans á tímabilinu og hann er því búinn að jafna markafjölda sinn frá því á síðasta tímabili. Wolves er í 6. sæti deildarinnar með 42 stig, tveimur stigum og einu sæti á undan Tottenham.