Það varð uppi fótur og fit í Mílanóborg þegar David Beckham lenti á flugvellinum í Mílanó í dag en hann byrjar að spila með AC Milan eftir áramót. Fjöldi aðdáenda og fjölmiðla mættu á flugvöllinn en gripu í tómt.
Beckham kom með einkaflugvél og honum var rúllað beint upp í glæsibifreið eins fljótt og unnt var án þess að ræða við fjölmiðla. Olli það aðdáendum og ekki síst fjölmiðlum miklum vonbrigðum.
Beckham mun eyða deginum í læknisskoðun og síðan fer hann á sama lúxushótel og hann gisti á er hann var hjá félaginu síðast.