Margeir: Hélt þetta væri Kim Jong Un en reyndist Haukur Örn Anton Ingi Leifsson skrifar 9. janúar 2016 14:50 Margeir Vilhjálmsson, stjórnarmaður í Golfklúbbi Reykjavíkur, skrifar athyglisverðan pistil á vefsíðuna kylfingur.is, en pistillinn birtist í hádeginu. Þar krefst Margeir þess að forseti Golfsamband Íslands segi af sér. Í Markaðinum, sem fylgdi Fréttablaðinu í vikunni, var ítarlegt viðtal við Hauk Örn Birgisson, forseta Golfsambands Íslands, þar sem hann fór yfir stöðu mála. Margeir segir meðal annars í pistli sínum: „Það fyrsta sem kom í hugann var: „Það er ekki í lagi með þennan mann“. Auðvitað á maður ekki að hugsa svona, en þegar á forsíðu Fréttablaðsins má lesa orðrétt: „Golfklúbbarnir velta samtals 2 milljörðum. Forseti Golfsambandsins telur unnt að reka íþróttina án opinbers stuðnings“, held ég að mér sé fyrirgefið. Aldrei hef ég orðið eins reiður við lestur forsíðu Fréttablaðsins.Sjá einnig: Golfhagkerfið veltir yfir tveimur milljörðum á ári Í mikilli geðshræringu fletti ég að forsíðu Markaðarins, sem er viðskiptablað inni í Fréttablaðinu. Þar blasti við mynd sem ég hélt fyrst að væri af Kim Jong Un, en reyndist þegar betur var að gáð enginn annar en Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ. Ég viðurkenni fúslega að vera með stuttan þráð svo ég taldi það bara góða hugmynd að fá mér koníaksglas með kaffinu í morgunmat bara til að róa taugarnar.“ Margeir var ekki hættur og hélt áfram að senda Hauki tóninn, en Haukur Örn hafði einmitt betur gegn Margeiri í forsetakosningum GSÍ árið 2013. „Sú staðreynd að æðsti maður golfhreyfingarinnar á Íslandi hafi hvorki betri sýn, skynbragð né skilning á íþróttinni en raun ber vitni í téðu viðtali er í besta falli sorgleg. Þetta viðtal ætti að mínu mati ekki að túlka sem neitt annað en opinbert uppsagnarbréf, en svo verður nú líkast til ekki.“ Þennan afar athyglisverða pistil má lesa hér. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Margeir Vilhjálmsson, stjórnarmaður í Golfklúbbi Reykjavíkur, skrifar athyglisverðan pistil á vefsíðuna kylfingur.is, en pistillinn birtist í hádeginu. Þar krefst Margeir þess að forseti Golfsamband Íslands segi af sér. Í Markaðinum, sem fylgdi Fréttablaðinu í vikunni, var ítarlegt viðtal við Hauk Örn Birgisson, forseta Golfsambands Íslands, þar sem hann fór yfir stöðu mála. Margeir segir meðal annars í pistli sínum: „Það fyrsta sem kom í hugann var: „Það er ekki í lagi með þennan mann“. Auðvitað á maður ekki að hugsa svona, en þegar á forsíðu Fréttablaðsins má lesa orðrétt: „Golfklúbbarnir velta samtals 2 milljörðum. Forseti Golfsambandsins telur unnt að reka íþróttina án opinbers stuðnings“, held ég að mér sé fyrirgefið. Aldrei hef ég orðið eins reiður við lestur forsíðu Fréttablaðsins.Sjá einnig: Golfhagkerfið veltir yfir tveimur milljörðum á ári Í mikilli geðshræringu fletti ég að forsíðu Markaðarins, sem er viðskiptablað inni í Fréttablaðinu. Þar blasti við mynd sem ég hélt fyrst að væri af Kim Jong Un, en reyndist þegar betur var að gáð enginn annar en Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ. Ég viðurkenni fúslega að vera með stuttan þráð svo ég taldi það bara góða hugmynd að fá mér koníaksglas með kaffinu í morgunmat bara til að róa taugarnar.“ Margeir var ekki hættur og hélt áfram að senda Hauki tóninn, en Haukur Örn hafði einmitt betur gegn Margeiri í forsetakosningum GSÍ árið 2013. „Sú staðreynd að æðsti maður golfhreyfingarinnar á Íslandi hafi hvorki betri sýn, skynbragð né skilning á íþróttinni en raun ber vitni í téðu viðtali er í besta falli sorgleg. Þetta viðtal ætti að mínu mati ekki að túlka sem neitt annað en opinbert uppsagnarbréf, en svo verður nú líkast til ekki.“ Þennan afar athyglisverða pistil má lesa hér.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira