Erlent

Kirkjur fyrir fleira en messur

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Um 37 prósent Norðmanna eru sátt við að kirkjur verði notaðar til annars en kirkjulegra athafna, að því er könnun blaðsins Vårt land sýnir. 56 prósent telja það slæma eða mjög slæma hugmynd og eru konur frekar á þeirri skoðun.

Vårt land segir að víða í Evrópu séu gamlar kirkjur notaðar til ýmiss konar starfsemi. Í Englandi séu þær orðnar að sirkusskólum og farfuglaheimilum. Í Hollandi sé stórmarkaður, blómabúð, fataverslun og bókabúð í gömlum kirkjubyggingum. Í Dublin á Írlandi hafi kirkju verið breytt í veitingastað, bar og næturklúbb. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×