Fótbolti

Bröndby tapaði á útivelli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stefán Gíslason, leikmaður Bröndby.
Stefán Gíslason, leikmaður Bröndby.
Útivallargengi Bröndby hefur lítið skánað eftir vetrarfríið en í dag tapaði liðið fyrir Nordsjælland, 1-0.

Stefán Gíslason lék allan leikinn í liði Bröndby í dag en það var Martin Bemburg sem tryggði heimamönnum sigurinn með marki á 61. mínútu.

Þá vann AaB sigur á Viborg, 2-0, með tveimur mörkum í fyrri hálfleik. Rúrik Gíslason lék síðari hálfleikinn í liði Viborg.

Kári Árnason á enn við meiðsli að stríða og var ekki í leikmannahópi AGF sem tapaði fyrir OB, 2-0, á útivelli í dag.

AaB er á toppi deildarinnar með 43 stig eftir 21 leik en FCK fylgir fast á hæla liðsins með 40 stig.

Íslendingaliðin þrjú koma svo öll í röð við botn deildarinnar - Bröndby í níunda með 27 stig, AGF í því tíunda með 20 stig og Viborg í ellefta og næstneðsta sætinu með fjórtán stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×