Tekjur Icelandair drógust saman um 16% á fyrsta ársfjórðungi Kjartan Kjartansson skrifar 1. maí 2020 19:50 Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á starfsemi Icelandair líkt og annarra flugfélaga. Vísir/Vilhelm Mikill samdráttur í eftirspurn eftir flugferðum vegna kórónuveirufaraldursins leiddi til þess að tekjur Icelandair drógust saman um 16% á fyrsta ársfjórðungi þess árs. Í bráðabirgðauppgjöri Icelandair Group kemur fram að afkoma félagsins fyrir vaxtagreiðslur og skatta hafi verið neikvæð um 26,8 milljarða króna á ársfjórðungnum. Afkoma félagsins á fyrstu tveimur mánuðum ársins er sögð hafa verið í takti við væntingar og batnað verulega á milli ára í bráðabirgðauppgjöri sem Icelandair Group birti í Kauphöllinni í kvöld. Afkoma félagsins í mars var aftur á móti töluvert undir væntingum vegna áhrifa COVID-19 farsóttarinnar og afleiðinga hennar. Uppgjörið í heild sinni verður verður birt mánudaginn 4. maí. Bráðabirgðatölur úr uppgjöri félagsins gefa til kynna að tekjur hafi dregist saman um 16% og numið 26,9 milljörðum króna (209 milljónum dala), að því er segir í tilkynningu Icelandair Group. Virðisrýrnun viðskiptavildar í tengslum við COVID-19 nam 14,8 milljörðum króna (115 milljónum dala). Þá hafði neikvæð þróun eldsneytisvarna, sem nam 6,6 milljörðum króna (51 milljón dala), einnig verulega neikvæð áhrif á afkomu félagsins í fjórðungnum. Að teknu tilliti til þessara þátta, gefa bráðabirgðatölur í uppgjöri félagsins fyrir fyrsta ársfjórðung 2020 til kynna að EBIT hafi verið neikvætt um 26,8 milljarða króna (208 milljónir dala). Lausafjárstaða félagsins er sögð enn yfir því viðmiði sem félagið vinnur eftir en stefna þess hefur verið sú að lausafjárstaða félagsins fari ekki undir 29 milljarða króna (200 milljónir dala) á hverjum tíma. Miðað við áætlanir um áframhaldandi lágmarkstekjuflæði, gerir félagið ráð fyrir að lausafjárstaða þess fari undir ofangreint viðmið á næstu vikum. Þá hefur félagið, í ljósi neikvæðrar þróunar eldsneytisvarna millifært 2,6 milljarða (18 milljónir dala) inn á bundna reikninga hjá mótaðilum sínum. Stjórnendur félagsins eru nú sagðir vinna að því að styrkja bæði lausafjár- og eiginfjárstöðu félagsins sem og tryggja arðbæran rekstur til lengri tíma. Til að þau markmið náist sé félagið að undirbúa hlutafjárútboð, eins og tilkynnt hefur verið um. Fyrirhugað útboð sé háð því að viðræður við stéttafélög skili árangri sem og samþykki hluthafafundar. Viðræður standi einnig yfir við aðra hagaðila, svo sem fjármögnunaraðila, flugvélaleigusala og birgja til að styrkja langtíma samkeppnishæfni félagsins enn frekar. Þá var tilkynnt í gær að íslensk stjórnvöld væru tilbúin að kanna möguleika á að veita félaginu lánalínu eða ábyrgð á lánum til félagsins. Er aðkoma stjórnvalda háð því að fullnægjandi árangur náist í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins í samræmi við þær áætlanir sem kynntar hafa verið, þ.m.t. að afla nýs hlutafjár, ásamt öðrum skilyrðum sem kunna að vera sett. Eins og fram hefur komið, hefur félagið gripið til ýmissa aðgerða til að bæta lausafjárstöðu sína á undanförnum vikum. Til viðbótar, hefur félagið sagt stórum hluta starfsfólks upp störfum eins og tilkynnt var um þann 28. apríl sl. Samanlagt er gert ráð fyrir að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til muni minnka útflæði fjármagns um 1,7 milljarða króna (12 milljónir dala) á næstu þremur mánuðum, þegar tekið er tillit til mótvægisaðgerða íslenskra stjórnvalda þar sem hluti uppsagnarfrests starfsfólks er greiddur. Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Mikill samdráttur í eftirspurn eftir flugferðum vegna kórónuveirufaraldursins leiddi til þess að tekjur Icelandair drógust saman um 16% á fyrsta ársfjórðungi þess árs. Í bráðabirgðauppgjöri Icelandair Group kemur fram að afkoma félagsins fyrir vaxtagreiðslur og skatta hafi verið neikvæð um 26,8 milljarða króna á ársfjórðungnum. Afkoma félagsins á fyrstu tveimur mánuðum ársins er sögð hafa verið í takti við væntingar og batnað verulega á milli ára í bráðabirgðauppgjöri sem Icelandair Group birti í Kauphöllinni í kvöld. Afkoma félagsins í mars var aftur á móti töluvert undir væntingum vegna áhrifa COVID-19 farsóttarinnar og afleiðinga hennar. Uppgjörið í heild sinni verður verður birt mánudaginn 4. maí. Bráðabirgðatölur úr uppgjöri félagsins gefa til kynna að tekjur hafi dregist saman um 16% og numið 26,9 milljörðum króna (209 milljónum dala), að því er segir í tilkynningu Icelandair Group. Virðisrýrnun viðskiptavildar í tengslum við COVID-19 nam 14,8 milljörðum króna (115 milljónum dala). Þá hafði neikvæð þróun eldsneytisvarna, sem nam 6,6 milljörðum króna (51 milljón dala), einnig verulega neikvæð áhrif á afkomu félagsins í fjórðungnum. Að teknu tilliti til þessara þátta, gefa bráðabirgðatölur í uppgjöri félagsins fyrir fyrsta ársfjórðung 2020 til kynna að EBIT hafi verið neikvætt um 26,8 milljarða króna (208 milljónir dala). Lausafjárstaða félagsins er sögð enn yfir því viðmiði sem félagið vinnur eftir en stefna þess hefur verið sú að lausafjárstaða félagsins fari ekki undir 29 milljarða króna (200 milljónir dala) á hverjum tíma. Miðað við áætlanir um áframhaldandi lágmarkstekjuflæði, gerir félagið ráð fyrir að lausafjárstaða þess fari undir ofangreint viðmið á næstu vikum. Þá hefur félagið, í ljósi neikvæðrar þróunar eldsneytisvarna millifært 2,6 milljarða (18 milljónir dala) inn á bundna reikninga hjá mótaðilum sínum. Stjórnendur félagsins eru nú sagðir vinna að því að styrkja bæði lausafjár- og eiginfjárstöðu félagsins sem og tryggja arðbæran rekstur til lengri tíma. Til að þau markmið náist sé félagið að undirbúa hlutafjárútboð, eins og tilkynnt hefur verið um. Fyrirhugað útboð sé háð því að viðræður við stéttafélög skili árangri sem og samþykki hluthafafundar. Viðræður standi einnig yfir við aðra hagaðila, svo sem fjármögnunaraðila, flugvélaleigusala og birgja til að styrkja langtíma samkeppnishæfni félagsins enn frekar. Þá var tilkynnt í gær að íslensk stjórnvöld væru tilbúin að kanna möguleika á að veita félaginu lánalínu eða ábyrgð á lánum til félagsins. Er aðkoma stjórnvalda háð því að fullnægjandi árangur náist í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins í samræmi við þær áætlanir sem kynntar hafa verið, þ.m.t. að afla nýs hlutafjár, ásamt öðrum skilyrðum sem kunna að vera sett. Eins og fram hefur komið, hefur félagið gripið til ýmissa aðgerða til að bæta lausafjárstöðu sína á undanförnum vikum. Til viðbótar, hefur félagið sagt stórum hluta starfsfólks upp störfum eins og tilkynnt var um þann 28. apríl sl. Samanlagt er gert ráð fyrir að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til muni minnka útflæði fjármagns um 1,7 milljarða króna (12 milljónir dala) á næstu þremur mánuðum, þegar tekið er tillit til mótvægisaðgerða íslenskra stjórnvalda þar sem hluti uppsagnarfrests starfsfólks er greiddur.
Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira