Alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi Margrét Helga Erlingsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 17. janúar 2020 14:12 Slysið varð á Suðurlandsvegi við Háöldukvísl á Skeiðarársandi. Vísir/Vilhelm Þrjú börn á aldrinum 5 til 10 ára eru alvarlega slösuð eftir árekstur jeppa og jepplings við Háöldukvísl á Skeiðarársandi á Suðurlandsvegi skömmu fyrir klukkan 14 í dag. Þau voru flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann rétt fyrir klukkan 16 og mun þyrlan lenda í Fossvogi skömmu fyrir klukkan 17. Með börnunum í fylgd í þyrlunni var einstaklingur sem einnig lenti í slysinu en slapp án teljandi meiðsla. Auk þess slasaðist einn fullorðinn einstaklingur alvarlega og tveir eru minna slasaðir. Þeir þrír fóru með annarri þyrlu gæslunnar á Landspítalann sem líka var kölluð út vegna slyssins eftir klukkan 16. Alls voru níu manns í bílunum tveimur, allt erlendir ferðamenn. Tveir eru minna slasaðir og þrír sluppu án teljandi meiðsla. Hópslysaáætlun vegna slyssins var virkjuð og veginum lokað. Að því er fram kemur í tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi er hált og hvasst á vettvangi. Vegurinn er lokaður. Með fyrri þyrlu Gæslunnar fóru tveir læknar að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, og með þeirri seinni greiningarteymi frá Landspítalnum auk tveggja bráðatækna frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Björgunarsveitir á Suðurlandi voru einnig kallaðar út eins og venja er þegar hópslysaáætlun er. Þá hefur samhæfingarmiðstöðin í Skógarhlíð verið virkjuð sem og aðgerðastjórn á Suðurlandi. Viðbúnaður er á Landspítalanum vegna slyssins sem er samkvæmt upplýsingum þaðan fullfær um að taka á móti hinum slösuðu. Þegar er hafinn undirbúningur þar og verða allir kallaðir til sem þurfa þykir. Þá mun Rauði krossinn bjóða upp á sálrænan stuðning fyrir þá sem komu fyrst að slysinu. Það var rúta sem kom fyrst að og er fólkið sem var í henni á leiðinni á Kirkjubæjarklaustur þar sem þau munu hitta sjálfboðaliða RKÍ. Fréttin var uppfærð klukkan 16:37. Frá vettvangi slyssins í dag.Landhelgisgæslan Hornafjörður Samgönguslys Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Þrjú börn á aldrinum 5 til 10 ára eru alvarlega slösuð eftir árekstur jeppa og jepplings við Háöldukvísl á Skeiðarársandi á Suðurlandsvegi skömmu fyrir klukkan 14 í dag. Þau voru flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann rétt fyrir klukkan 16 og mun þyrlan lenda í Fossvogi skömmu fyrir klukkan 17. Með börnunum í fylgd í þyrlunni var einstaklingur sem einnig lenti í slysinu en slapp án teljandi meiðsla. Auk þess slasaðist einn fullorðinn einstaklingur alvarlega og tveir eru minna slasaðir. Þeir þrír fóru með annarri þyrlu gæslunnar á Landspítalann sem líka var kölluð út vegna slyssins eftir klukkan 16. Alls voru níu manns í bílunum tveimur, allt erlendir ferðamenn. Tveir eru minna slasaðir og þrír sluppu án teljandi meiðsla. Hópslysaáætlun vegna slyssins var virkjuð og veginum lokað. Að því er fram kemur í tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi er hált og hvasst á vettvangi. Vegurinn er lokaður. Með fyrri þyrlu Gæslunnar fóru tveir læknar að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, og með þeirri seinni greiningarteymi frá Landspítalnum auk tveggja bráðatækna frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Björgunarsveitir á Suðurlandi voru einnig kallaðar út eins og venja er þegar hópslysaáætlun er. Þá hefur samhæfingarmiðstöðin í Skógarhlíð verið virkjuð sem og aðgerðastjórn á Suðurlandi. Viðbúnaður er á Landspítalanum vegna slyssins sem er samkvæmt upplýsingum þaðan fullfær um að taka á móti hinum slösuðu. Þegar er hafinn undirbúningur þar og verða allir kallaðir til sem þurfa þykir. Þá mun Rauði krossinn bjóða upp á sálrænan stuðning fyrir þá sem komu fyrst að slysinu. Það var rúta sem kom fyrst að og er fólkið sem var í henni á leiðinni á Kirkjubæjarklaustur þar sem þau munu hitta sjálfboðaliða RKÍ. Fréttin var uppfærð klukkan 16:37. Frá vettvangi slyssins í dag.Landhelgisgæslan
Hornafjörður Samgönguslys Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira