Leik lokið: Ísland - Slóvenía 27-30 | Tap í fyrsta leik í milliriðli Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. janúar 2020 16:30 Bjarki Már var markahæstur í íslenska liðinu með sex mörk. vísir/epa Ísland tapaði fyrir Slóveníu, 27-30, í fyrsta leik sínum í milliriðli. Íslendingar hafa tapað tveimur leikjum í röð á EM 2020. Íslenska liðið byrjaði leikinn skelfilega og lenti 2-7 undir. Ísland svaraði með 7-2 kafla og jafnaði í 9-9. Slóvenía var marki yfir í hálfleik, 14-15. Seinni hálfleikurinn var jafn framan af en Slóvenar skoruðu þrjú mörk í röð í stöðunni 16-16 og náðu frumkvæðinu. Eftir það var íslenska liðið alltaf í eltingarleik og náði aldrei að ógna forskoti Slóvena sem unnu á endanum þriggja marka sigur, 27-30. Bjarki Már Elísson var markahæstur í íslenska liðinu með sex mörk. Viggó Kristjánsson átti góða innkomu og skoraði fimm mörk úr jafn mörgum skotum. Næsti leikur Íslands er gegn Portúgal á sunnudaginn. EM 2020 í handbolta
Ísland tapaði fyrir Slóveníu, 27-30, í fyrsta leik sínum í milliriðli. Íslendingar hafa tapað tveimur leikjum í röð á EM 2020. Íslenska liðið byrjaði leikinn skelfilega og lenti 2-7 undir. Ísland svaraði með 7-2 kafla og jafnaði í 9-9. Slóvenía var marki yfir í hálfleik, 14-15. Seinni hálfleikurinn var jafn framan af en Slóvenar skoruðu þrjú mörk í röð í stöðunni 16-16 og náðu frumkvæðinu. Eftir það var íslenska liðið alltaf í eltingarleik og náði aldrei að ógna forskoti Slóvena sem unnu á endanum þriggja marka sigur, 27-30. Bjarki Már Elísson var markahæstur í íslenska liðinu með sex mörk. Viggó Kristjánsson átti góða innkomu og skoraði fimm mörk úr jafn mörgum skotum. Næsti leikur Íslands er gegn Portúgal á sunnudaginn.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti