Erlent

Vilja vörumerkingar fyrir blinda og sjónskerta

Blindir og sjónskertir búa við misrétti þegar kemur að innkaupum
Blindir og sjónskertir búa við misrétti þegar kemur að innkaupum Mynd úr safni
Evrópuþingið hefur samþykkt yfirlýsingu þar sem hvatt er til þess að Evrópusambandið beiti sér fyrir því að vörumerkingar verði gerðar aðgengilegar fyrir blinda og sjónskerta. Metfjöldi þingmanna á Evrópuþinginu skrifaði undir yfirlýsinguma.

Yfirlýsingin, sem var að frumkvæði þingmannanna Konstantinos Poupakis og Ádám Kósa, með stuðningi þingmannanna Cecilia Wikström, Richard Howitt og Eva Lichtenberger, skorar á Evrópuráðið að hleypa af stokkunum breiðu samráðsferli um kosti þess að setja  upp valfrjálst merkingakerfi með punktaletri og á öðrum aðgengilegum formum.  

Í kjölfar öflugrar herferðar af hálfu European Blind Union var skriflega yfirlýsing afgreidd af Evrópuþinginu á fundi í Brussel þann 23 júní síðast liðinn með metstuðningi 447 undirskrifta. Þetta er mesti stuðningur sem nokkur yfirlýsing hefur fengið á Evrópuþinginu og varpar skýru ljósi á það misrétti sem blindir og sjónskertir hafa þurft að búa við varðandi athafnir daglegs lífs, eins og til dæmis við innkaup.

Forseti European Blind Union, Colin Low lávarður, segir þetta mikilvægan sigur: „Ég er yfir mig ánægður með þennan mikla stuðning frá þingmönnum Evrópuþingsins. Án aðgengis að upplýsingum er ekkert sjálfstæði, ekkert val og ekkert öryggi. Á þessu verður að taka. Sá mikli stuðningur sem þetta mál hefur fengið setur það á dagskrá hjá Evrópusambandinu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×