Erlent

Umdeild forsíða Newsweek á fimmtugsafmæli Díönu

Díana fimmtug. Myndin á forsíðunni er mjög sannfærandi og sýnir prinsessuna ganga við hlið tengdadóttur sinnar, Katrínar hertogaynju af Cambridge. Margir eru æfir og telja athæfið ósmekklegt hjá Newsweek.
Díana fimmtug. Myndin á forsíðunni er mjög sannfærandi og sýnir prinsessuna ganga við hlið tengdadóttur sinnar, Katrínar hertogaynju af Cambridge. Margir eru æfir og telja athæfið ósmekklegt hjá Newsweek.
Nýjasta tölublað tímaritsins Newsweek hefur vakið hörð viðbrögð, en á forsíðunni er að finna tölvugerða mynd af Díönu prinsessu og Katrínu hertogaynju af Cambridge. Díana prinsessa hefði orðið fimmtug á morgun hefði hún lifað og veltir ritstjóri blaðsins, Tina Brown, fyrir sér hvernig líf prinsessunnnar væri árið 2011.

Lafði Díana Spencer, betur þekkt sem Díana prinsessa, hefði orðið fimmtug á morgun, 1. júlí. Af því tilefni er forsíða tímaritsins Newsweek heldur óvenjuleg, en þar má sjá Díönu prinsessu og tengdadóttur hennar Katrínu hertogaynju af Cambridge ganga brosandi hlið við hlið. Myndin er mjög sannfærandi en vart þarf að taka fram að hún er tölvugerð. Eins og flestir vita lést Díana prinsessa langt fyrir aldur fram í bílslysi í París árið 1997.





Díana prinsessa var mjög vinsæl og var dauði hennar mikill harmleikur, en hún lést í bílslysi í París aðeins 36 ára að aldri.
Ritstjóri Newsweek er Tina Brown og veltir hún fyrir sér í grein inni í blaðinu hvernig líf Díönu væri ef hún hefði ekki látist. Brown hefur lengi haft áhuga á Díönu og skrifaði meðal annars ævisögu prinsessunnar árið 2007.

Brown telur að Díana hefði ábyggilega flutt til New York, hún hefði óhrædd látið flikka upp á útlitið með lýtaaðgerðum og án efa væri hún virkur meðlimur á samskiptavefnum Twitter. Einnig telur Brown að Díana væri búin að vera í sambandi við marga karlmenn og væri öfundsjúk út í Katrínu hertogaynju, sem einmitt prýðir forsíðuna með tengdamóðurinni sem hún hefur aldrei hitt.

Skiptar skoðanir eru um forsíðuna og greinina. Margir eru æfir og segja athæfið ósmekklegt. Aðrir telja grein Newsweek góða og að Brown hafi nýtt sér listrænt frelsi til að endurvekja minningu Díönu. Dæmi svo hver fyrir sig.

alfrun@frettabladid.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×