Kristianstad, undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur, gerði jafntefli við Hammarby, 2-2, í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu kvenna í dag.
Kristianstad komst 1-0 yfir á 17. mínútu með marki Amöndu Edgren en heimakonur frá Hammarby skoruðu tvö mörk og voru komnar yfir eftir 53 mínútna leik.
Framherjinn Ida Rebecca Guehai kom gestunum til bjargar með marki sjö mínútum síðar og skildu liðin jöfn, 2-2.
Elísa Viðarsdóttir stóð vaktina í vörn Kristianstad en systir hennar, markadrottning Margrét Lára Viðarsdóttir, var ekki í leikmannahópi liðsins.
Kristianstad færðist upp í sjötta sæti deildarinnar með fjórtán stig en Hammarby er í níunda sæti með átta stig. Þetta er fjórði leikurinn í röð í deildinni þar sem Kristianstad tekst ekki að sigra.
Fjórir leikir án sigurs hjá Kristianstad
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið





„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“
Enski boltinn

Sár Verstappen hótar sniðgöngu
Formúla 1

Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd
Enski boltinn


Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna
Körfubolti
